Katrín og kvennabaráttan Þórarinn Eyfjörð skrifar 2. nóvember 2023 09:30 Þann 24. október, á degi Kvennaverkfallsins, tók Stefán Eiríksson útvarpsstjóri viðtal í þættinum Segðu mér á Rás 1 við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafnréttismál. Katrín sagði í upphafi þáttar að hún væri femínisti og það hefði verið hluti af hennar heimi síðan hún var barn. Hún sagði að þó Ísland væri efst á lista landa í heiminum yfir kynjajafnrétti væri enn langt í land að ná fullu jafnrétti. „Við erum enn að eiga við kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi,“ sem hún sagði vera meinsemd á Íslandi. Stefán sagði að allir væru sammála um þau meginmarkmið að útrýma skyldi kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Katrín efaðist um að svo væri og benti á að víða í heiminum væri komið bakslag í kvenréttindabaráttuna. Hún sagði að á Íslandi væri t.a.m. eftirstandandi í kvennabaráttunni launamunur kynjanna. Katrín setti á laggirnar nefnd sem kanna á virði starfa á vinnumarkaðnum. Sú nefnd kannar hvernig hefðbundin kvennastörf eru metin á við hin hefðbundnu karlastörf. Katrín sagði enn fremur í viðtalinu að í gegnum Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) væri unnið að því að jafna stöðu kynja í stjórnum fyrirtækja. Hún sagði það mikið umhugsunarefni að ekki hefði náðst jafnræði milli kynjanna í stjórnarsetu fyrirtækja. Í kvennabaráttunni er það að sjálfsögðu gott og gilt að berjast fyrir ríkari aðkomu kvenna að stjórnun fyrirtækja, en stóru verkefnin í virðismati starfa liggja ekki þar. Stærstu verkefnin liggja í að uppræta það mein sem láglaunastefnan í samfélaginu er gagnvart þeim konum sem eru á lægstu laununum. FKA er félagsskapur kvenna sem eru ekki í verkalýðsbaráttu heldur í baráttu fyrir að þær fái ríkari aðkomu að stjórnum fyrirtækja, upp til hópa konur á ágætum launum sem láglaunakvennastéttir þekkja ekki. Ég skrifaði opið bréf til forsætisráðherra og hvatti hana til að jafna launamun kynjanna í gegnum stofnanasamninga og tók undir orð hennar um að kynbundinn launamunur væri fullkomin tímaskekkja – stofnanasamningarnir væru í sjálfu sér alltaf opnir og lausir og í gegnum þá væri hægt að jafna kynbundinn launamun stórra kvennastétta, sem starfa í grunnþjónustunni og í framlínunni hjá ríkinu. Þar sagði ég ennfremur að það eina sem þarf að gera er að hefjast handa með góðu fordæmi þess launagreiðanda sem greiðir heilbrigðis- og umönnunarstéttum laun. Setja þannig nýtt viðmið og nýjan mælikvarða sem myndi varða leiðina inn í næstu kjarasamninga! Gefa gott fordæmi sem allur vinnumarkaðurinn getur síðan tekið mið af. Það er afar heppilegt í baráttunni gegn kynbundnum launamun vegna þess að Katrín ætlaði sér að laga þennan ójöfnuð. Einnig að það sé vel hægt að gera áhlaup til leiðréttingar núna og væri hægt að taka í afmörkuðum skrefum. Velferðarsamfélagið sem svo miklu skiptir fjársvelt Katrín sagði í viðtalinu við útvarpsstjóra að undirstaða framfara í heiminum væri jafnrétti kynjanna. „Það höfum við lært á Íslandi, ekki satt? Bara þegar kemur að samfélaginu, efnahagslífinu, velferðarkerfinu, ég meina, við vitum alveg hversu miklu þetta hefur skipt okkur,“ sagði Katrín. Katrín veit hver staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er. Verðbólgan er mikil og kaupmáttarrýrnun launafólks staðreynd en hagnaður banka og fyrirtækja ævintýralega mikill. Þrátt fyrir orð Katrínar um að jafnrétti, efnahagslegt réttlæti og velferð á Íslandi skipti þjóðina öllu máli, stendur ríkisstjórnin fyrir niðurskurði til velferðarmála. Skorin er niður fjárveiting milli ára til heilbrigðiskerfisins og stefnan er sú að einkavæða opinberar stofnanir og skera niður í styrkjakerfum sem ungt fjölskyldufólk, einstæðir foreldrar og kvennastéttir á lágum launum þurfa að reiða sig á. Það er ekki einungis aðför að velferð þjóðarinnar heldur líka lýðræðinu því sameiginlegur opinber rekstur kerfanna skiptir máli fyrir velsæld í samfélaginu. Einkavæðing í þessum kerfum hefur kennt okkur að þjónustan verður dýrari og lakari. Samkvæmt niðurstöðum Hagstofu Íslands sem komu fram í skýrslu Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins í maí á þessu ári áttu um 24% landsmanna erfitt með að ná endum saman og 51,5% meðal einstæðra foreldra. Hlutfall þeirra sem ekki gátu mætt 180.000 kr. óvæntum útgjöldum var 22,5% árið 2021, en var einnig mun hærra meðal einstæðra foreldra, eða 41,1%. Þá stendur ríkisstjórn Katrínar fyrir því að kvennastéttir í framlínustörfum í grunnþjónustunni missi vinnuna vegna niðurskurðar og uppsagna. Í umsögn BSRB segir um niðurskurð ríkisstjórnarinnar í frumvarpi til fjárlaga 2024: „Alls nemur niðurskurðurinn um 8 milljörðum króna í frestun framkvæmda og um 9,6 milljörðum króna í rekstrarútgjöldum sem á fyrst og fremst á að nást með uppsögnum og starfsmannaveltu. […] Í jafnréttismati frumvarpsins kemur fram að lækkun launakostnaðar ríkisins mun bitna á konum fremur en körlum enda eru þær um tveir þriðju hlutar starfsfólks ríkisins. Konur eru einnig í meiri hluta þeirra starfa sem mun fækka vegna stafvæðingar.“ „Ég á mér draum“ Katrín Jakobsdóttir sagði að hún ætti sér draum: „Draumur minn, af því að við höfum nú sagt, af því að við ætlum að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna 2030, [...] ég vona að Ísland verði komið þangað að geta sagt að við séum komið með fullt jafnrétti árið 2030. Það er minn draumur og það er hægt,“ sagði Katrín. Það hlýtur að vera kominn tími til að forsætisráðherra standi nú við stóru orðin og beiti sér fyrir því að verja kvennastörfin og hækka laun láglaunastéttanna, verja velsæld og verja velferðarsamfélagið að norrænni fyrirmynd gegn áhlaupi auðstéttarinnar. Það er stutt til ársins 2030 að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um fullt jafnrétti, og þau réttindi kvenna sem þegar hafa náðst á vinnumarkaði geta horfið á einni nóttu ef ekki er staðinn vörður um þau eins og Katrín sagði í Segðu mér. Til að láta drauma sína rætast þarf þor og vilja. Eitt er víst, að draumar rætast ekki með því að tala aðeins um þá. Það þarf að framkvæma til þess að láta sína drauma rætast. Nú er tækifæri fyrir Katrínu að láta sinn draum rætast fyrir réttlæti kvenna. Hún hefur til þess stuðning meira en 100 þúsund kvenna. Höfundur er formaður Sameykis og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þann 24. október, á degi Kvennaverkfallsins, tók Stefán Eiríksson útvarpsstjóri viðtal í þættinum Segðu mér á Rás 1 við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafnréttismál. Katrín sagði í upphafi þáttar að hún væri femínisti og það hefði verið hluti af hennar heimi síðan hún var barn. Hún sagði að þó Ísland væri efst á lista landa í heiminum yfir kynjajafnrétti væri enn langt í land að ná fullu jafnrétti. „Við erum enn að eiga við kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi,“ sem hún sagði vera meinsemd á Íslandi. Stefán sagði að allir væru sammála um þau meginmarkmið að útrýma skyldi kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Katrín efaðist um að svo væri og benti á að víða í heiminum væri komið bakslag í kvenréttindabaráttuna. Hún sagði að á Íslandi væri t.a.m. eftirstandandi í kvennabaráttunni launamunur kynjanna. Katrín setti á laggirnar nefnd sem kanna á virði starfa á vinnumarkaðnum. Sú nefnd kannar hvernig hefðbundin kvennastörf eru metin á við hin hefðbundnu karlastörf. Katrín sagði enn fremur í viðtalinu að í gegnum Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) væri unnið að því að jafna stöðu kynja í stjórnum fyrirtækja. Hún sagði það mikið umhugsunarefni að ekki hefði náðst jafnræði milli kynjanna í stjórnarsetu fyrirtækja. Í kvennabaráttunni er það að sjálfsögðu gott og gilt að berjast fyrir ríkari aðkomu kvenna að stjórnun fyrirtækja, en stóru verkefnin í virðismati starfa liggja ekki þar. Stærstu verkefnin liggja í að uppræta það mein sem láglaunastefnan í samfélaginu er gagnvart þeim konum sem eru á lægstu laununum. FKA er félagsskapur kvenna sem eru ekki í verkalýðsbaráttu heldur í baráttu fyrir að þær fái ríkari aðkomu að stjórnum fyrirtækja, upp til hópa konur á ágætum launum sem láglaunakvennastéttir þekkja ekki. Ég skrifaði opið bréf til forsætisráðherra og hvatti hana til að jafna launamun kynjanna í gegnum stofnanasamninga og tók undir orð hennar um að kynbundinn launamunur væri fullkomin tímaskekkja – stofnanasamningarnir væru í sjálfu sér alltaf opnir og lausir og í gegnum þá væri hægt að jafna kynbundinn launamun stórra kvennastétta, sem starfa í grunnþjónustunni og í framlínunni hjá ríkinu. Þar sagði ég ennfremur að það eina sem þarf að gera er að hefjast handa með góðu fordæmi þess launagreiðanda sem greiðir heilbrigðis- og umönnunarstéttum laun. Setja þannig nýtt viðmið og nýjan mælikvarða sem myndi varða leiðina inn í næstu kjarasamninga! Gefa gott fordæmi sem allur vinnumarkaðurinn getur síðan tekið mið af. Það er afar heppilegt í baráttunni gegn kynbundnum launamun vegna þess að Katrín ætlaði sér að laga þennan ójöfnuð. Einnig að það sé vel hægt að gera áhlaup til leiðréttingar núna og væri hægt að taka í afmörkuðum skrefum. Velferðarsamfélagið sem svo miklu skiptir fjársvelt Katrín sagði í viðtalinu við útvarpsstjóra að undirstaða framfara í heiminum væri jafnrétti kynjanna. „Það höfum við lært á Íslandi, ekki satt? Bara þegar kemur að samfélaginu, efnahagslífinu, velferðarkerfinu, ég meina, við vitum alveg hversu miklu þetta hefur skipt okkur,“ sagði Katrín. Katrín veit hver staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er. Verðbólgan er mikil og kaupmáttarrýrnun launafólks staðreynd en hagnaður banka og fyrirtækja ævintýralega mikill. Þrátt fyrir orð Katrínar um að jafnrétti, efnahagslegt réttlæti og velferð á Íslandi skipti þjóðina öllu máli, stendur ríkisstjórnin fyrir niðurskurði til velferðarmála. Skorin er niður fjárveiting milli ára til heilbrigðiskerfisins og stefnan er sú að einkavæða opinberar stofnanir og skera niður í styrkjakerfum sem ungt fjölskyldufólk, einstæðir foreldrar og kvennastéttir á lágum launum þurfa að reiða sig á. Það er ekki einungis aðför að velferð þjóðarinnar heldur líka lýðræðinu því sameiginlegur opinber rekstur kerfanna skiptir máli fyrir velsæld í samfélaginu. Einkavæðing í þessum kerfum hefur kennt okkur að þjónustan verður dýrari og lakari. Samkvæmt niðurstöðum Hagstofu Íslands sem komu fram í skýrslu Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins í maí á þessu ári áttu um 24% landsmanna erfitt með að ná endum saman og 51,5% meðal einstæðra foreldra. Hlutfall þeirra sem ekki gátu mætt 180.000 kr. óvæntum útgjöldum var 22,5% árið 2021, en var einnig mun hærra meðal einstæðra foreldra, eða 41,1%. Þá stendur ríkisstjórn Katrínar fyrir því að kvennastéttir í framlínustörfum í grunnþjónustunni missi vinnuna vegna niðurskurðar og uppsagna. Í umsögn BSRB segir um niðurskurð ríkisstjórnarinnar í frumvarpi til fjárlaga 2024: „Alls nemur niðurskurðurinn um 8 milljörðum króna í frestun framkvæmda og um 9,6 milljörðum króna í rekstrarútgjöldum sem á fyrst og fremst á að nást með uppsögnum og starfsmannaveltu. […] Í jafnréttismati frumvarpsins kemur fram að lækkun launakostnaðar ríkisins mun bitna á konum fremur en körlum enda eru þær um tveir þriðju hlutar starfsfólks ríkisins. Konur eru einnig í meiri hluta þeirra starfa sem mun fækka vegna stafvæðingar.“ „Ég á mér draum“ Katrín Jakobsdóttir sagði að hún ætti sér draum: „Draumur minn, af því að við höfum nú sagt, af því að við ætlum að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna 2030, [...] ég vona að Ísland verði komið þangað að geta sagt að við séum komið með fullt jafnrétti árið 2030. Það er minn draumur og það er hægt,“ sagði Katrín. Það hlýtur að vera kominn tími til að forsætisráðherra standi nú við stóru orðin og beiti sér fyrir því að verja kvennastörfin og hækka laun láglaunastéttanna, verja velsæld og verja velferðarsamfélagið að norrænni fyrirmynd gegn áhlaupi auðstéttarinnar. Það er stutt til ársins 2030 að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um fullt jafnrétti, og þau réttindi kvenna sem þegar hafa náðst á vinnumarkaði geta horfið á einni nóttu ef ekki er staðinn vörður um þau eins og Katrín sagði í Segðu mér. Til að láta drauma sína rætast þarf þor og vilja. Eitt er víst, að draumar rætast ekki með því að tala aðeins um þá. Það þarf að framkvæma til þess að láta sína drauma rætast. Nú er tækifæri fyrir Katrínu að láta sinn draum rætast fyrir réttlæti kvenna. Hún hefur til þess stuðning meira en 100 þúsund kvenna. Höfundur er formaður Sameykis og 1. varaformaður BSRB.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun