Disney kaupir Comcast úr Hulu Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2023 10:49 Disney mun þurfa að greiða fúlgur fjár fyrir Hulu. AP/Jenny Kane Forsvarsmenn Disney hafa keypt Comcast út úr streymisveitunni Hulu. Fyrirtækið mun borga minnst 8,6 milljarða dala fyrir um þriðjung í streymisveitunni, sem var með um 48 milljónir notenda í sumar. 8,6 milljarðar dala samsvara um 1,2 billjónum króna en það er lágmarksverðið sem Disney mun greiða fyrir hlut Comcast. Viðræður um virði streymisveitunnar og það hvort Comcast eigi rétt á hærri upphæð munu eiga sér stað milli fyrirtækjanna, samkvæmt Wall Street Journal. Forsvarsmenn Disney segjast eiga þessa peninga til. Hulu er ein af fáum streymisveitum heimsins sem hefur skilað hagnaði en þar eru hægt að sjá mikið af þáttum frá Fox og ABC í Bandaríkjunum, auk þátta eins og The Bear og Only Murders in the building, sem framleiddir eru af fyrirtækin. Disney öðlaðist meirihluta í streymisveitunni með kaupunum á 21st Century Fox árið 2019. Síðan þá hefur áskrifendum Hulu fjölgað mjög. Í frétt WSJ segir að forsvarsmenn Disney sjái Hulu sem leið til að ná til breiðs hóps notenda en í september bauð fyrirtækið upp á áskriftarleið í Bandaríkjunum sem sameinar Disney+ og Hulu fyrir tæpa tuttugu dali á mánuði. Óljóst er hvaða áhrif kaupin munu hafa á okkur Íslendinga. Disney Hollywood Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
8,6 milljarðar dala samsvara um 1,2 billjónum króna en það er lágmarksverðið sem Disney mun greiða fyrir hlut Comcast. Viðræður um virði streymisveitunnar og það hvort Comcast eigi rétt á hærri upphæð munu eiga sér stað milli fyrirtækjanna, samkvæmt Wall Street Journal. Forsvarsmenn Disney segjast eiga þessa peninga til. Hulu er ein af fáum streymisveitum heimsins sem hefur skilað hagnaði en þar eru hægt að sjá mikið af þáttum frá Fox og ABC í Bandaríkjunum, auk þátta eins og The Bear og Only Murders in the building, sem framleiddir eru af fyrirtækin. Disney öðlaðist meirihluta í streymisveitunni með kaupunum á 21st Century Fox árið 2019. Síðan þá hefur áskrifendum Hulu fjölgað mjög. Í frétt WSJ segir að forsvarsmenn Disney sjái Hulu sem leið til að ná til breiðs hóps notenda en í september bauð fyrirtækið upp á áskriftarleið í Bandaríkjunum sem sameinar Disney+ og Hulu fyrir tæpa tuttugu dali á mánuði. Óljóst er hvaða áhrif kaupin munu hafa á okkur Íslendinga.
Disney Hollywood Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira