Sporhundurinn Alma kominn til starfa Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2023 23:18 Þórir þjálfari og Alma. Þjálfunin tekur um tvö ár. Vísir/Arnar Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk nýlega til liðs við sig sporhundinn Ölmu. Björgunarsveitin hefur verið með sporhunda síðan 1962 Alma er aðeins níu mánaða og telst því enn vera hvolpur. Hún hefur þjálfun sína í næstu viku og lýkur henni eftir um tvö ár. „Núna erum við með hana í umhverfisþjálfun, að þora að vera innan um farartæki og fólk. Svo þegar við byrjum á sporunum sem slíkum gengur þetta út á að láta hana spora og tengja saman lykt frá þeim týnda, við sporið,“ segir Þórir Sigurhansson sporhundaþjálfari hjá björgunarsveitinni. Þórir segir góðan árangur af notkun slíkra hunda við leit. Oft rammi þeir inn svæðið sem gott er að leita á. „Við reynum yfirleitt að byrja með þær ungar og hafa þær þannig að þær komi til landsins ekkert þjálfaðar. Þannig getum við mótað þær eftir okkar eigin höfði.“ Þórir segir hundana nýtast í allt að tíu ár í vinnu en búi áfram hjá björgunarsveitinni eftir það. Þau haldi áfram að sjá um hundana og haldi þeim í þjálfun. „Það er mjög stutt vinnuævi hjá þeim. Í kringum tíu ára aldur höfum við verið að gefa þeim lífeyri.“ Þórir segir alla hunda sem björgunarsveitin hafi verið með hafa verið innflutta, og alla nema einn vera tíkur. Eins og stendur er sveitin með þrjá hunda í vinnu. Alma á eftir að bæta á sig vöðva á meðan þjálfunin fer fram. Vísir/Arnar „Við erum sem sagt með einn sem er rúmlega sjö ára og kominn á seinni stigin. Við erum með eina sem er þriggja ára sem er okkar aðalhundur og svo erum við með hana Ölmu sem á að taka við í framtíðinni.“ Verkefnin eru fjölbreytt hjá hundunum en felast aðallega í því að leita að fólki. Stundum aðstoða þeir þó einnig við verkefni hjá lögreglunni. En fá þeir einhvern tímann frí, svona vinnuhundar? „Nei, þetta er þeirra líf. Þær eru fluttar inn í þetta. Ég er í fullu starfi við að sinna þessum hundum. Bæði að þær fái nóg af hreyfingu, þjálfun til að geta svarað ótrúlega ólíkum verkefnum sem við fáum.“ Björgunarsveitir Hundar Dýr Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Alma er aðeins níu mánaða og telst því enn vera hvolpur. Hún hefur þjálfun sína í næstu viku og lýkur henni eftir um tvö ár. „Núna erum við með hana í umhverfisþjálfun, að þora að vera innan um farartæki og fólk. Svo þegar við byrjum á sporunum sem slíkum gengur þetta út á að láta hana spora og tengja saman lykt frá þeim týnda, við sporið,“ segir Þórir Sigurhansson sporhundaþjálfari hjá björgunarsveitinni. Þórir segir góðan árangur af notkun slíkra hunda við leit. Oft rammi þeir inn svæðið sem gott er að leita á. „Við reynum yfirleitt að byrja með þær ungar og hafa þær þannig að þær komi til landsins ekkert þjálfaðar. Þannig getum við mótað þær eftir okkar eigin höfði.“ Þórir segir hundana nýtast í allt að tíu ár í vinnu en búi áfram hjá björgunarsveitinni eftir það. Þau haldi áfram að sjá um hundana og haldi þeim í þjálfun. „Það er mjög stutt vinnuævi hjá þeim. Í kringum tíu ára aldur höfum við verið að gefa þeim lífeyri.“ Þórir segir alla hunda sem björgunarsveitin hafi verið með hafa verið innflutta, og alla nema einn vera tíkur. Eins og stendur er sveitin með þrjá hunda í vinnu. Alma á eftir að bæta á sig vöðva á meðan þjálfunin fer fram. Vísir/Arnar „Við erum sem sagt með einn sem er rúmlega sjö ára og kominn á seinni stigin. Við erum með eina sem er þriggja ára sem er okkar aðalhundur og svo erum við með hana Ölmu sem á að taka við í framtíðinni.“ Verkefnin eru fjölbreytt hjá hundunum en felast aðallega í því að leita að fólki. Stundum aðstoða þeir þó einnig við verkefni hjá lögreglunni. En fá þeir einhvern tímann frí, svona vinnuhundar? „Nei, þetta er þeirra líf. Þær eru fluttar inn í þetta. Ég er í fullu starfi við að sinna þessum hundum. Bæði að þær fái nóg af hreyfingu, þjálfun til að geta svarað ótrúlega ólíkum verkefnum sem við fáum.“
Björgunarsveitir Hundar Dýr Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40