Umtalsverðar líkur á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 17:19 Meint árás mannsins átti sér stað í skóglendi. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um tilraun til að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins 27. nóvember. Hann þykir mjög líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi fengi hann að ganga laus. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í vikunni. Um er að ræða framhald á gæsluvarðhaldi sem var gefið út í september. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í lok ágústmánaðar á þessu ári, en maðurinn er grunaður um að hafa slegið kærustu sína, sparkað í hana og kyrkja hana í skóglendi. Vitni í málinu hefur lýst því að hafa séð manninn lemja konuna og stappa á höfði hennar. Maðurinn hefði beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“ Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Matsgerð liggur nú fyrir, en í henni kemur fram að „mjög mikil hætta“ sé á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum voru metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans metur lögregla svo að umtalsverðar líkur séu á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Sjálfur neitar maðurinn sök og hefur í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að líklegast hafi konan valdið sjálfri sér umræddum áverkum, eða þá að ókunnugur karlmaður sé ábyrgur fyrir þeim. Lögregla hefur til rannsóknar fleiri meint brot mannsins gagnvart konunni. Hann er til að mynda grunaður um að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í vikunni. Um er að ræða framhald á gæsluvarðhaldi sem var gefið út í september. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í lok ágústmánaðar á þessu ári, en maðurinn er grunaður um að hafa slegið kærustu sína, sparkað í hana og kyrkja hana í skóglendi. Vitni í málinu hefur lýst því að hafa séð manninn lemja konuna og stappa á höfði hennar. Maðurinn hefði beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“ Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Matsgerð liggur nú fyrir, en í henni kemur fram að „mjög mikil hætta“ sé á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum voru metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans metur lögregla svo að umtalsverðar líkur séu á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Sjálfur neitar maðurinn sök og hefur í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að líklegast hafi konan valdið sjálfri sér umræddum áverkum, eða þá að ókunnugur karlmaður sé ábyrgur fyrir þeim. Lögregla hefur til rannsóknar fleiri meint brot mannsins gagnvart konunni. Hann er til að mynda grunaður um að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira