Íslensk stjórnvöld auka fjárframlög og kalla eftir mannúðarhléi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 10:22 Eldur logar og reykur stígur til himins eftir árás Ísraelshers á Tal Al Hawa í Gasaborg. epa/Mohammed Saber Íslensk stjórnvöld hyggjast tvöfalda framlög sín til mannúðaraðstoðar á Gasa. Frá þessu var greint við neyðarumræðu um átökin á svæðinu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, þar sem fulltrúi Íslands kallaði eftir tafarlausu hléi. „Mannúðarhlé er forsenda þess að hjálparstofnanir og aðrir viðbragðsaðilar geti veitt almennum borgurum á Gaza lífsbjargandi aðstoð og dreift nauðþurftum. Þess vegna hefur Ísland kallað skýrt eftir tafarlausu hléi undanfarna daga, jafnt á opinberum vettvangi, sem og í samtölum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda og á allsherjarþinginu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Framlagið sem tilkynnt var í gær er liður í að styðja við starf stofnana Sameinuðu þjóðanna á Gaza til að standa vörð um mannlega reisn og draga úr þjáningum almennra borgara.“ Eins og kunnugt er sat Ísland hjá á dögunum þegar 120 ríki samþykktu ályktun um tafarlaust og langvarandi vopnahlé milli Ísraela og Hamas. Fjörtíu og fimm þjóðir sátu hjá en fjórtán greiddu atkvæði á móti tillögunni. Ástæður hjásetu margra ríkja var að árásir Hamas á Ísraelsmenn 7. október skyldu ekki vera fordæmdar nógu harðlega né minnst á þá fanga sem liðar samtakanna hefðu tekið og hafa enn í haldi. Í ræðu fulltrúa Íslands á allsherjarþinginu sagði að vegna þess óásættanlega mannfalls og þeirrar neyðar sem ríkir á svæðinu væri þörf á tafarlausu mannúðarhléi, óheftu mannúðaraðgegni- og aðstoð á Gasa. „Svara yrði ákalli um vernd almennra borgara og nauðþurftir, þ.m.t. eldsneyti. Þá lýstu íslensk stjórnvöld yfir áhyggjum af fregnum af mögulegum brotum gegn alþjóðalögum sem yrði að rannsaka. Sömuleiðis var lögð áhersla á að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna og skapa skilyrði fyrir pólitíska langtímalausn og frið á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. 70 milljónir króna verða lagðar til sem viðbótarframlag til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem þýðir heildarframlag upp á 140 milljónir frá því að átökin brutust út. Hér má finna ræðu fulltrúa Íslands á þinginu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
„Mannúðarhlé er forsenda þess að hjálparstofnanir og aðrir viðbragðsaðilar geti veitt almennum borgurum á Gaza lífsbjargandi aðstoð og dreift nauðþurftum. Þess vegna hefur Ísland kallað skýrt eftir tafarlausu hléi undanfarna daga, jafnt á opinberum vettvangi, sem og í samtölum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda og á allsherjarþinginu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Framlagið sem tilkynnt var í gær er liður í að styðja við starf stofnana Sameinuðu þjóðanna á Gaza til að standa vörð um mannlega reisn og draga úr þjáningum almennra borgara.“ Eins og kunnugt er sat Ísland hjá á dögunum þegar 120 ríki samþykktu ályktun um tafarlaust og langvarandi vopnahlé milli Ísraela og Hamas. Fjörtíu og fimm þjóðir sátu hjá en fjórtán greiddu atkvæði á móti tillögunni. Ástæður hjásetu margra ríkja var að árásir Hamas á Ísraelsmenn 7. október skyldu ekki vera fordæmdar nógu harðlega né minnst á þá fanga sem liðar samtakanna hefðu tekið og hafa enn í haldi. Í ræðu fulltrúa Íslands á allsherjarþinginu sagði að vegna þess óásættanlega mannfalls og þeirrar neyðar sem ríkir á svæðinu væri þörf á tafarlausu mannúðarhléi, óheftu mannúðaraðgegni- og aðstoð á Gasa. „Svara yrði ákalli um vernd almennra borgara og nauðþurftir, þ.m.t. eldsneyti. Þá lýstu íslensk stjórnvöld yfir áhyggjum af fregnum af mögulegum brotum gegn alþjóðalögum sem yrði að rannsaka. Sömuleiðis var lögð áhersla á að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna og skapa skilyrði fyrir pólitíska langtímalausn og frið á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. 70 milljónir króna verða lagðar til sem viðbótarframlag til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem þýðir heildarframlag upp á 140 milljónir frá því að átökin brutust út. Hér má finna ræðu fulltrúa Íslands á þinginu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira