„Við verðum að nýta tímann vel“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 16:01 Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon Vísir/Einar Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðslatímabil og nálgast nú hraðbyri toppform. Hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar gegn Færeyjum. Aðspurður hvort greina mætti einhverjar áherslubreytingar hjá landsliðinu með tilkomu Snorra Steins þessa fyrstu daga sem liðið hefur æft saman undir hans stjórn hafði Ómar Ingi þetta að segja: „Það eiga sér náttúrulega alltaf stað einhverjar áherslubreytingar þegar að þjálfarabreytingar verða hjá liðum. Íslenska landsliðið er ekki undanskilið því. Okkar leikur verður hins vegar ekkert eitthvað svart og hvítt miðað við áður. Við viljum bara gera betur á öllum sviðum. Ég tel okkur geta náð því.“ Honum lýst vel á nýja þjálfarann. „Mjög vel. Ég er mjög jákvæður fyrir þessu og hlakka til að spila leikina um helgina sem og að fara á Evrópumótið í janúar. Þetta verður mjög spennandi.“ Eins og fyrr sagði er Ómar Ingi byrjaður að spila aftur reglulega eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann er orðinn góður af meiðslunum og vinnur nú í því að komast aftur í sitt besta form. „Ég er bara orðinn góður og líður vel. Formið er svona að koma til baka hægt og rólega. Verður betra með hverjum deginum sem líður. Því meira sem ég spila því betra verður það. Vonandi verð ég bara kominn í mitt besta form í janúar.“ Íslenska landsliðið á ekki marga daga saman fram að Evrópumótinu í Þýskalandi og því er hver dagur sem liðið er saman gríðarlega mikilvægur. „Það er alltaf lítill tími sem maður hefur í undirbúning þegar kemur að landsliðinu. Núna fáum við fjórar æfingar saman þar sem við höfum þurft að fara yfir ákveðin atriði. Við höfum gert það vel. Það er alltaf sama klisjan í kringum landsliðsverkefnin, við verðum að nýta tímann vel. Þessir æfingarleikir sem við eigum fram að EM eru mikilvægir. Við verðum að nýta þetta vel, gera þetta vel.“ Hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu í leiknum gegn Færeyjum í kvöld? „Við þurfum góða spilamennsku í öllu þáttum okkar leiks. Vörn, hraðaupphlaupum, sókn og markvörslu. Við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðunni, spila saman sem lið og halda uppi góðri orku. Með því kemur góð frammistaða.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Aðspurður hvort greina mætti einhverjar áherslubreytingar hjá landsliðinu með tilkomu Snorra Steins þessa fyrstu daga sem liðið hefur æft saman undir hans stjórn hafði Ómar Ingi þetta að segja: „Það eiga sér náttúrulega alltaf stað einhverjar áherslubreytingar þegar að þjálfarabreytingar verða hjá liðum. Íslenska landsliðið er ekki undanskilið því. Okkar leikur verður hins vegar ekkert eitthvað svart og hvítt miðað við áður. Við viljum bara gera betur á öllum sviðum. Ég tel okkur geta náð því.“ Honum lýst vel á nýja þjálfarann. „Mjög vel. Ég er mjög jákvæður fyrir þessu og hlakka til að spila leikina um helgina sem og að fara á Evrópumótið í janúar. Þetta verður mjög spennandi.“ Eins og fyrr sagði er Ómar Ingi byrjaður að spila aftur reglulega eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann er orðinn góður af meiðslunum og vinnur nú í því að komast aftur í sitt besta form. „Ég er bara orðinn góður og líður vel. Formið er svona að koma til baka hægt og rólega. Verður betra með hverjum deginum sem líður. Því meira sem ég spila því betra verður það. Vonandi verð ég bara kominn í mitt besta form í janúar.“ Íslenska landsliðið á ekki marga daga saman fram að Evrópumótinu í Þýskalandi og því er hver dagur sem liðið er saman gríðarlega mikilvægur. „Það er alltaf lítill tími sem maður hefur í undirbúning þegar kemur að landsliðinu. Núna fáum við fjórar æfingar saman þar sem við höfum þurft að fara yfir ákveðin atriði. Við höfum gert það vel. Það er alltaf sama klisjan í kringum landsliðsverkefnin, við verðum að nýta tímann vel. Þessir æfingarleikir sem við eigum fram að EM eru mikilvægir. Við verðum að nýta þetta vel, gera þetta vel.“ Hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu í leiknum gegn Færeyjum í kvöld? „Við þurfum góða spilamennsku í öllu þáttum okkar leiks. Vörn, hraðaupphlaupum, sókn og markvörslu. Við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðunni, spila saman sem lið og halda uppi góðri orku. Með því kemur góð frammistaða.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira