„Við verðum að nýta tímann vel“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 16:01 Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon Vísir/Einar Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðslatímabil og nálgast nú hraðbyri toppform. Hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar gegn Færeyjum. Aðspurður hvort greina mætti einhverjar áherslubreytingar hjá landsliðinu með tilkomu Snorra Steins þessa fyrstu daga sem liðið hefur æft saman undir hans stjórn hafði Ómar Ingi þetta að segja: „Það eiga sér náttúrulega alltaf stað einhverjar áherslubreytingar þegar að þjálfarabreytingar verða hjá liðum. Íslenska landsliðið er ekki undanskilið því. Okkar leikur verður hins vegar ekkert eitthvað svart og hvítt miðað við áður. Við viljum bara gera betur á öllum sviðum. Ég tel okkur geta náð því.“ Honum lýst vel á nýja þjálfarann. „Mjög vel. Ég er mjög jákvæður fyrir þessu og hlakka til að spila leikina um helgina sem og að fara á Evrópumótið í janúar. Þetta verður mjög spennandi.“ Eins og fyrr sagði er Ómar Ingi byrjaður að spila aftur reglulega eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann er orðinn góður af meiðslunum og vinnur nú í því að komast aftur í sitt besta form. „Ég er bara orðinn góður og líður vel. Formið er svona að koma til baka hægt og rólega. Verður betra með hverjum deginum sem líður. Því meira sem ég spila því betra verður það. Vonandi verð ég bara kominn í mitt besta form í janúar.“ Íslenska landsliðið á ekki marga daga saman fram að Evrópumótinu í Þýskalandi og því er hver dagur sem liðið er saman gríðarlega mikilvægur. „Það er alltaf lítill tími sem maður hefur í undirbúning þegar kemur að landsliðinu. Núna fáum við fjórar æfingar saman þar sem við höfum þurft að fara yfir ákveðin atriði. Við höfum gert það vel. Það er alltaf sama klisjan í kringum landsliðsverkefnin, við verðum að nýta tímann vel. Þessir æfingarleikir sem við eigum fram að EM eru mikilvægir. Við verðum að nýta þetta vel, gera þetta vel.“ Hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu í leiknum gegn Færeyjum í kvöld? „Við þurfum góða spilamennsku í öllu þáttum okkar leiks. Vörn, hraðaupphlaupum, sókn og markvörslu. Við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðunni, spila saman sem lið og halda uppi góðri orku. Með því kemur góð frammistaða.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Aðspurður hvort greina mætti einhverjar áherslubreytingar hjá landsliðinu með tilkomu Snorra Steins þessa fyrstu daga sem liðið hefur æft saman undir hans stjórn hafði Ómar Ingi þetta að segja: „Það eiga sér náttúrulega alltaf stað einhverjar áherslubreytingar þegar að þjálfarabreytingar verða hjá liðum. Íslenska landsliðið er ekki undanskilið því. Okkar leikur verður hins vegar ekkert eitthvað svart og hvítt miðað við áður. Við viljum bara gera betur á öllum sviðum. Ég tel okkur geta náð því.“ Honum lýst vel á nýja þjálfarann. „Mjög vel. Ég er mjög jákvæður fyrir þessu og hlakka til að spila leikina um helgina sem og að fara á Evrópumótið í janúar. Þetta verður mjög spennandi.“ Eins og fyrr sagði er Ómar Ingi byrjaður að spila aftur reglulega eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann er orðinn góður af meiðslunum og vinnur nú í því að komast aftur í sitt besta form. „Ég er bara orðinn góður og líður vel. Formið er svona að koma til baka hægt og rólega. Verður betra með hverjum deginum sem líður. Því meira sem ég spila því betra verður það. Vonandi verð ég bara kominn í mitt besta form í janúar.“ Íslenska landsliðið á ekki marga daga saman fram að Evrópumótinu í Þýskalandi og því er hver dagur sem liðið er saman gríðarlega mikilvægur. „Það er alltaf lítill tími sem maður hefur í undirbúning þegar kemur að landsliðinu. Núna fáum við fjórar æfingar saman þar sem við höfum þurft að fara yfir ákveðin atriði. Við höfum gert það vel. Það er alltaf sama klisjan í kringum landsliðsverkefnin, við verðum að nýta tímann vel. Þessir æfingarleikir sem við eigum fram að EM eru mikilvægir. Við verðum að nýta þetta vel, gera þetta vel.“ Hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu í leiknum gegn Færeyjum í kvöld? „Við þurfum góða spilamennsku í öllu þáttum okkar leiks. Vörn, hraðaupphlaupum, sókn og markvörslu. Við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðunni, spila saman sem lið og halda uppi góðri orku. Með því kemur góð frammistaða.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða