Kristall Máni skoraði eina mark leiksins er SönderjyskE vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Hobro. Markið skoraði hann strax á annarri mínútu leiksins og sigurinn þýðir að SönderjyskE endurheimti toppsæti deildarinnar.
Liðið er nú með 36 stig eftir 15 leiki, líkt og Álaborg sem situr í öðru sæti en hefur leikið einum leik minna. Hobro situr hins vegar í fjórða sæti með 24 stig.
Þá var Aron Sigurðarson einnig í stuði í liði Horsens á sama tíma, en hann lagði upp fyrsta mark liðsins og skroaði það annað í 4-1 útisigri gegn Koge. Með sigrinum fer Horsens í 20 stig í sjöunda sæti og er nú aðeins einu stigi frá því að koma sér í efri hlutann, en Koge situr í níunda sæti með 14 stig.