Þá segir að hvassvirði eða stormur verði í kvöld eða á morgun á norðvesturlandinu. Skúrir eða él á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu sunnan heiða. Seint í dag og á morgun megi búast við nokkuð samfelldri rigningu eða slyddu á norðaustanverðu landinu og snjókomu til fjalla.
Hitinn verði yfirleitt á bilinu núll upp í sjö stig og mildast verði syðst á landinu 0 til 7 stig. Fram kemur að á mánudag fari að lægja, en áfram megi búast við úrkomu norðaustanlands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðaustan 13-20 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning, slydda eða snjókoma norðan- og austanlands, en þurrt að kalla sunnantil á landinu. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.
Á mánudag:
Minnkandi norðaustanátt, 5-13 síðdegis. Rigning eða slydda með köflum og snjókoma til fjalla, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Heldur vaxandi suðaustanátt. Lítilsháttar væta sunnan- og austanlands, hiti 1 til 6 stig. Rofar til norðan heiða með hita kringum frostmark.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti víða 2 til 7 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.