Innlent

Reyndi í­trekað að stofna til slags­mála

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla hafði í nægu að snúast í nótt.
Lögregla hafði í nægu að snúast í nótt. Vísir/KTD

Lögreglu barst tilkynning um mann sem reyndi ítrekað að stofna til slagsmála rétt fyrir klukkan hálf fimm í morgun. Hann var handtekinn á vettvangi og kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt en látinn laus að því loknu.

Talsverður erill var á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Að minnsta kosti tíu gistu í fangageymslu.

Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað klukkan hálf þrjú í nótt og var einn vistaður í fangageymslu vegna málsins. Þá var lögregla kölluð til vegna slagsmála klukkan fyrir utan bar klukkan 3.15 og var einn fluttur á lögreglustöð.

Meira var um slagsmál, en rétt fyrir klukkan fjögur í nótt reyndu tveir að hlaupa undan lögreglu vegna slagsmála, en lögregla náði báðum, sem fengu að gista í fangageymslu.

Rétt fyrir klukkan fimm barst lögreglu í miðborg tilkynning um innbrot í fyrirtæki og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×