Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2023 07:01 Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta landsleik á móti Rúmeníu í Búkarest í nóvember 2021. Getty/Alex Nicodim Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. Náðu ótrúlegum árangri saman og mynduðu dýrmætan vinskap „Enginn bjóst við þessu, ekki einu sinni ég þó mig hafi dreymt um þetta sem krakki, það sem við gerðum var alveg magnað. Vinskapurinn á milli okkar allra sem voru þarna lengst í þessu er ómetanlegur. Maður hefur átt skemmtileg tímabil í hinum og þessum liðum en það er ekkert sem toppar þetta ævintýri“ sagði Ari Freyr um tíma sinn með landsliðinu, hann fer í sögubækurnar sem 10. leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 83 A-landsleiki að baki, auk þess spilaði hann 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Ari var hluti af gullaldarkynslóð íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst tvívegis á stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi. Hann hefur hins vegar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni síðastliðin tvö ár. Allt í bulli undir lokin með landsliðinu „Þegar Arnar [er með liðið] allavega síðasta árið mitt þarna, það var allt í bulli, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið það var í bulli. Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin en þetta var rosalega erfitt, fyrir alla aðila sem voru að vinna í þessu, fyrir okkur sem vorum að spila og þjálfarann sem átti að höndla þetta“ sagði Ari um endalok sín með íslenska landsliðinu. Eins og alþjóð veit gekk liðið í gegnum erfiða tíma, viðkvæm mál komu ítrekað upp utan vallar, árangur liðsins innan vallar var afar slæmur og mikil óánægja myndaðist. Þjálfaraskipti áttu sér stað síðastliðið vor og almenningsálit á landsliðinu hefur hækkað í kjölfarið. Ari segist horfa fram á bjartari tíma og vonar að Ísland geti aftur gert sér ferð á stórmót. Þokast í rétta átt „Maður sér það núna, leikmenn að koma inn sem eru að spila í sínum liðum, ofboðslega duglegir og flottir einstaklingar. Ungir og efnilegir með reynslubolta við hlið sér, við erum á leiðinni í rétta átt og ég vona innilega að við komumst aftur á stórmót því það er svo geggjað. Bæði fyrir okkur leikmenn og þjóðina að upplifa svona aftur.“ En ef svo færi að Ísland kæmist aftur á stórmót, yrði Ari meðal áhorfenda í stúkunni? „Klárlega, ég yrði mættur að sníkja miða frá einhverjum sem ég þekki“ sagði Ari léttur að lokum og brosti út í annað. Viðtalið allt við Ara Frey má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Náðu ótrúlegum árangri saman og mynduðu dýrmætan vinskap „Enginn bjóst við þessu, ekki einu sinni ég þó mig hafi dreymt um þetta sem krakki, það sem við gerðum var alveg magnað. Vinskapurinn á milli okkar allra sem voru þarna lengst í þessu er ómetanlegur. Maður hefur átt skemmtileg tímabil í hinum og þessum liðum en það er ekkert sem toppar þetta ævintýri“ sagði Ari Freyr um tíma sinn með landsliðinu, hann fer í sögubækurnar sem 10. leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 83 A-landsleiki að baki, auk þess spilaði hann 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Ari var hluti af gullaldarkynslóð íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst tvívegis á stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi. Hann hefur hins vegar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni síðastliðin tvö ár. Allt í bulli undir lokin með landsliðinu „Þegar Arnar [er með liðið] allavega síðasta árið mitt þarna, það var allt í bulli, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið það var í bulli. Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin en þetta var rosalega erfitt, fyrir alla aðila sem voru að vinna í þessu, fyrir okkur sem vorum að spila og þjálfarann sem átti að höndla þetta“ sagði Ari um endalok sín með íslenska landsliðinu. Eins og alþjóð veit gekk liðið í gegnum erfiða tíma, viðkvæm mál komu ítrekað upp utan vallar, árangur liðsins innan vallar var afar slæmur og mikil óánægja myndaðist. Þjálfaraskipti áttu sér stað síðastliðið vor og almenningsálit á landsliðinu hefur hækkað í kjölfarið. Ari segist horfa fram á bjartari tíma og vonar að Ísland geti aftur gert sér ferð á stórmót. Þokast í rétta átt „Maður sér það núna, leikmenn að koma inn sem eru að spila í sínum liðum, ofboðslega duglegir og flottir einstaklingar. Ungir og efnilegir með reynslubolta við hlið sér, við erum á leiðinni í rétta átt og ég vona innilega að við komumst aftur á stórmót því það er svo geggjað. Bæði fyrir okkur leikmenn og þjóðina að upplifa svona aftur.“ En ef svo færi að Ísland kæmist aftur á stórmót, yrði Ari meðal áhorfenda í stúkunni? „Klárlega, ég yrði mættur að sníkja miða frá einhverjum sem ég þekki“ sagði Ari léttur að lokum og brosti út í annað. Viðtalið allt við Ara Frey má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira