Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2023 19:28 Áætlað er að bensínlítrinn lækki um tvær krónur og dísill hækki um sjö. Vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst leggja fram frumvarp um að hækka kolefnisgjald á eldsneyti og lækka bensíngjald. Breytingin snýr að því að hækka gjöld á dísil en lækka á bensín. Kallað var eftir umsögnum um þessar ætlanir á Samráðsgáttinni á föstudaginn. Í meðfylgjandi gögnum kemur fram að hækkunin á kolefnisgjaldi sé hluti af fyrirhuguðum kerfisbreytingum á skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Meginmarkmiðið sé að endurheimta tekjur af þeim skattstofnum en áformin eiga að vera hlutlaus gagnvart heimilunum og verðbólgu. Það er vegna þess að lækka á bensíngjald til móts við hækkun kolefnisgjalds. „Heildarbreytingin er því til hækkunar á dísil en lækkunar á bensíni,“ segir í skjölum sem fylgja umsagnabeiðninni. Samkvæmt þessum ætlunum á kolefnisgjald að hækka um um það bil fimm krónur á lítra en það fer eftir kolefnisinnihaldi eldsneytistegunda. Við það eiga tekjur ríkisstjóðs að hækka um 3,1 milljarða króna. Bensíngjald á að lækka um sex krónur á lítra, sem myndi fela í sér tekjulækkun fyrir ríkissjóð upp á 0,6 milljarða. Breytingarnar myndu taka gildi í upphaf næsta árs. Skrifstofa skattamála telur metur það svo að breytingarnar muni engin áhrif hafa á vísitölu neysluverðs og að verð á lítra af dísil myndi hækka um sjö krónur og bensínverð myndi lækka um tvær. Styður markmið í loftlagsmálum „Markmið breytinganna er að styðja við metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftlagsmálum og auka tekjuöflun ríkissjóðs í ljósi samdráttar á tekjum af skattlagningu ökutækja og eldsneytis,“ segir á Samráðsgáttinni. Þar segir að hækkun kolefnisgjalds sé skilvirk leið til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og dregur hún einnig úr líkum á að innflytjendur eldsneytis til Íslands þurfi að kaupa loftslagsheimildir í nýju evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir. Bensín og olía Bílar Alþingi Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistvænir bílar Orkuskipti Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Kallað var eftir umsögnum um þessar ætlanir á Samráðsgáttinni á föstudaginn. Í meðfylgjandi gögnum kemur fram að hækkunin á kolefnisgjaldi sé hluti af fyrirhuguðum kerfisbreytingum á skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Meginmarkmiðið sé að endurheimta tekjur af þeim skattstofnum en áformin eiga að vera hlutlaus gagnvart heimilunum og verðbólgu. Það er vegna þess að lækka á bensíngjald til móts við hækkun kolefnisgjalds. „Heildarbreytingin er því til hækkunar á dísil en lækkunar á bensíni,“ segir í skjölum sem fylgja umsagnabeiðninni. Samkvæmt þessum ætlunum á kolefnisgjald að hækka um um það bil fimm krónur á lítra en það fer eftir kolefnisinnihaldi eldsneytistegunda. Við það eiga tekjur ríkisstjóðs að hækka um 3,1 milljarða króna. Bensíngjald á að lækka um sex krónur á lítra, sem myndi fela í sér tekjulækkun fyrir ríkissjóð upp á 0,6 milljarða. Breytingarnar myndu taka gildi í upphaf næsta árs. Skrifstofa skattamála telur metur það svo að breytingarnar muni engin áhrif hafa á vísitölu neysluverðs og að verð á lítra af dísil myndi hækka um sjö krónur og bensínverð myndi lækka um tvær. Styður markmið í loftlagsmálum „Markmið breytinganna er að styðja við metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftlagsmálum og auka tekjuöflun ríkissjóðs í ljósi samdráttar á tekjum af skattlagningu ökutækja og eldsneytis,“ segir á Samráðsgáttinni. Þar segir að hækkun kolefnisgjalds sé skilvirk leið til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og dregur hún einnig úr líkum á að innflytjendur eldsneytis til Íslands þurfi að kaupa loftslagsheimildir í nýju evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir.
Bensín og olía Bílar Alþingi Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistvænir bílar Orkuskipti Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira