Viðsnúningur í rekstri borgarinnar Pawel Bartoszek skrifar 7. nóvember 2023 15:00 Þegar kórónuveirufaraldur skall á með fullum þunga snemma ársins 2020 var ljóst að hann myndi hafa gríðarmikil áhrif á fjármál sveitarfélaga. Tekjur drógust saman og kostnaður vegna launa, veikinda og sóttvarnaaðgerða jukust verulega. Viðbrögð Ríkisins gagnvart sveitarfélögum var að fella úr gildi ákvæði laga um fjármál sveitarfélaga. Ríkið sagði semsagt: Við vitum að staðan verður það erfið að við ætlum að leyfa ykkur að safna skuldum. Rétt að verja störf í kreppu Við í Viðreisn lögðum á það mikla áherslu á að borgin myndi sjálf setja sér viðmið um skuldir og afkomu í stað þeirra sem ríkið hafði fellt úr gildi. Það var gert árið 2021. Þau viðmið hafa öll haldið og gott betur. Það var rétt ákvörðun í Covid-krísunni að standa vörð um störf og halda uppi fjárfestingu. Ekkert vit hefði verið í því að fylla atvinnuleysisskrá af fólki og stöðva allar framkvæmdir. En nú er tími aðhalds En það er ekki bara hægt að vera Keynesisti í kreppu. Nú þegar atvinnuleysi er í kringum 3% þarf borgin ekki að halda uppi atvinnustigi. Nú þegar vextir eru yfir 9% er að sama skapi skynsamlegt að fresta fjárfestingum. Það erum við að gera. Hagræðingin skilaði árangri Borgin verður nú rekin með afgangi, ári fyrr á áætlað var. Afgangur á borgarsjóði árið 2024 verður 590 milljónir. Þar munar sannarlega um þær miklu hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í í fyrra. Samtals spöruðum við um 3 milljarða, til frambúðar. Án þessara aðgerða væri borgarsjóður enn rekinn með halla. Aðhaldið þarf engu að síður að halda áfram. Skoða þarf sérstaklega yfirbygginguna , forðast ný verkefni, rýna gjaldskrár og tryggja fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks í samstarfi við ríkið. Engu að síður er full ástæða til bjartsýni. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sýnir jákvæðan viðsnúning frá fyrri árum. Hann ber að þakka því plani sem lagt var upp með í Covid-krísunni og hagræðingaraðgerðum seinasta árs. Við í Viðreisn erum stolt að þátttöku okkar í þessum viðsnúningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar kórónuveirufaraldur skall á með fullum þunga snemma ársins 2020 var ljóst að hann myndi hafa gríðarmikil áhrif á fjármál sveitarfélaga. Tekjur drógust saman og kostnaður vegna launa, veikinda og sóttvarnaaðgerða jukust verulega. Viðbrögð Ríkisins gagnvart sveitarfélögum var að fella úr gildi ákvæði laga um fjármál sveitarfélaga. Ríkið sagði semsagt: Við vitum að staðan verður það erfið að við ætlum að leyfa ykkur að safna skuldum. Rétt að verja störf í kreppu Við í Viðreisn lögðum á það mikla áherslu á að borgin myndi sjálf setja sér viðmið um skuldir og afkomu í stað þeirra sem ríkið hafði fellt úr gildi. Það var gert árið 2021. Þau viðmið hafa öll haldið og gott betur. Það var rétt ákvörðun í Covid-krísunni að standa vörð um störf og halda uppi fjárfestingu. Ekkert vit hefði verið í því að fylla atvinnuleysisskrá af fólki og stöðva allar framkvæmdir. En nú er tími aðhalds En það er ekki bara hægt að vera Keynesisti í kreppu. Nú þegar atvinnuleysi er í kringum 3% þarf borgin ekki að halda uppi atvinnustigi. Nú þegar vextir eru yfir 9% er að sama skapi skynsamlegt að fresta fjárfestingum. Það erum við að gera. Hagræðingin skilaði árangri Borgin verður nú rekin með afgangi, ári fyrr á áætlað var. Afgangur á borgarsjóði árið 2024 verður 590 milljónir. Þar munar sannarlega um þær miklu hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í í fyrra. Samtals spöruðum við um 3 milljarða, til frambúðar. Án þessara aðgerða væri borgarsjóður enn rekinn með halla. Aðhaldið þarf engu að síður að halda áfram. Skoða þarf sérstaklega yfirbygginguna , forðast ný verkefni, rýna gjaldskrár og tryggja fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks í samstarfi við ríkið. Engu að síður er full ástæða til bjartsýni. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sýnir jákvæðan viðsnúning frá fyrri árum. Hann ber að þakka því plani sem lagt var upp með í Covid-krísunni og hagræðingaraðgerðum seinasta árs. Við í Viðreisn erum stolt að þátttöku okkar í þessum viðsnúningi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar