Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 18:48 Landhelgisgæslan vísaði Amelíu Rose til hafnar á Akranesi þar sem lögregla beið þess. Vísir/Margrét Björk Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir varðskipið Þór hafa verið við hefðbundið eftirlit í dag þegar farið var um borð í skipið. „Þar kom í ljós að um borð voru allt of margir farþegar miðað við útgefið farþegaleyfi þessa skips á þessum stað. Í kjölfarið var skipinu vísað til hafnar í þágu rannsóknar en næsta höfn var Akranes. Þar tóku lögreglumenn á móti skipinu og töldu upp úr því og tóku skýrslu af skipstjóranum.“ Amelía Rose við Akraneshöfn í dag. Vísir/Margrét Björk Um áttatíu manns voru um borð sem aðeins hefur leyfi fyrir tólf. Ásgeir segir verklag skýrt við þessar aðstæður, Landhelgisgæslan vísi skipi til næstu hafnar sem í þessu tilfelli var Akranes. „Öryggi farþega skiptir okkur mestu máli. Okkur ber að framfylgja lögum á hafsvæðinu umhverfis Ísland og það er alvarlegt ef of margir farþegar eru um borð miðað við útgefið farþegaleyfi.“ Ítrekað verið stöðvað með of marga farþega Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem afskipti eru höfð af Amelíu Rose vegna of margra farþega. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir og sakað yfirvöld um einelti. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu sem fyrirtækið gaf út á síðasta ári. Um áttatíu farþegar voru um borð í skipinu sem aðeins er með leyfi fyrir tólf. Vísir/Margrét Björk Forsvarsmenn Seatrips sem gerir út Amelíu Rose, höfðu sótt um hjá Samgöngustofu að skráningu á skipinu yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Samgöngustofa synjaði erindinu, en forsvarsmenn fyrirtækisins kærðu þá ákvörðun. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samgöngustofu í síðustu viku. Hægt er að lesa ítarlega frétt um dóminn hér að neðan. Ásgeir segir ekki ljóst hvaða afleiðingar málið í dag muni hafa. „Það fer í hefðbundið ferli. Það var tekin skýrsla af skipstjóra af lögreglu og síðan verður framhaldið að ráðast.“ Ferðamennska á Íslandi Akranes Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir varðskipið Þór hafa verið við hefðbundið eftirlit í dag þegar farið var um borð í skipið. „Þar kom í ljós að um borð voru allt of margir farþegar miðað við útgefið farþegaleyfi þessa skips á þessum stað. Í kjölfarið var skipinu vísað til hafnar í þágu rannsóknar en næsta höfn var Akranes. Þar tóku lögreglumenn á móti skipinu og töldu upp úr því og tóku skýrslu af skipstjóranum.“ Amelía Rose við Akraneshöfn í dag. Vísir/Margrét Björk Um áttatíu manns voru um borð sem aðeins hefur leyfi fyrir tólf. Ásgeir segir verklag skýrt við þessar aðstæður, Landhelgisgæslan vísi skipi til næstu hafnar sem í þessu tilfelli var Akranes. „Öryggi farþega skiptir okkur mestu máli. Okkur ber að framfylgja lögum á hafsvæðinu umhverfis Ísland og það er alvarlegt ef of margir farþegar eru um borð miðað við útgefið farþegaleyfi.“ Ítrekað verið stöðvað með of marga farþega Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem afskipti eru höfð af Amelíu Rose vegna of margra farþega. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir og sakað yfirvöld um einelti. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu sem fyrirtækið gaf út á síðasta ári. Um áttatíu farþegar voru um borð í skipinu sem aðeins er með leyfi fyrir tólf. Vísir/Margrét Björk Forsvarsmenn Seatrips sem gerir út Amelíu Rose, höfðu sótt um hjá Samgöngustofu að skráningu á skipinu yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Samgöngustofa synjaði erindinu, en forsvarsmenn fyrirtækisins kærðu þá ákvörðun. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samgöngustofu í síðustu viku. Hægt er að lesa ítarlega frétt um dóminn hér að neðan. Ásgeir segir ekki ljóst hvaða afleiðingar málið í dag muni hafa. „Það fer í hefðbundið ferli. Það var tekin skýrsla af skipstjóra af lögreglu og síðan verður framhaldið að ráðast.“
Ferðamennska á Íslandi Akranes Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14
Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00