Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2023 19:10 Árni Oddur Þórðarson. Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. Árni Oddur var stjórnarformaður Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi sinnti hann í tíu ár. Í tilkynningu frá Árna Oddi segir að hann og faðir hans, Þórður Magnússon, hafi komið inn í hluthafahóp Marel fyrir tæpum tuttugu árum. Þeir hafi verið leiðandi fjárfestar í gegnum Eyri Invest, þar sem þeir hafa verið stærstu hluthafarnir. „Á þessum tíma hefur vegferð Marel verið ævintýri líkust, félagið er heimsleiðtogi á sviði lausna, hugbúnaðar og þjónustu í matvælaiðnaði. Marel hefur vaxið frá því að vera með 700 starfsmenn og 130 milljónir evra í árlegar tekjur yfir í alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar um allan heim, 7.500 starfsmenn og 1,7 milljarða evra í árlegar tekjur,“ segir í tilkynningunni frá Árna Oddi. Hann segist vera að stíga til hliðar nú vegna þeirrar réttaróvissu sem skapist hafi vegn aðgerða Arionbanka, sem hefur leyst til bankans hlutabréf Árna Odds í Eyri Invest vegna láns. „Arionbanki greip til þeirra aðgerða þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi,“ segir Árni Oddur. „Á síðustu stundu bætti bankinn við óaðgengilegum kröfum umfram skilmála lánasamnings, hafnaði innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kaus að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Árni Oddur segir þessu hafa verið mótmælt af lögmönnum hans og málið hafi verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. „Eftir stendur, að á þessum tímamótum er ég fullur þakklætis fyrir þann tíma sem ég hef leitt Marel. Ég deili skoðun erlendra greinenda sem meta hlutabréf félagsins verulega undirverðlögð og mæla sterklega með kaupum. Ég er óendanlega stoltur af því sem öflugur starfsmannahópur félagsins hefur áorkað saman og veit að Marel mun vaxa og dafna og halda áfram að leiða framþróun í matvælaframleiðslu í heiminum.“ Árni Sigurðsson, nýr forstjóri Marel. Annar Árni tekur við Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn til að taka tímabundið við stöðunni, á meðan stjórn Marel leitar að nýjum forstjóra. Árni Sigurðsson hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2014, fyrst sem yfirmaður stefnumótunar og þróunar, síðar framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga, og hefur síðastliðið ár gegnt stöðu aðstoðarforstjóra félagsins og leitt tekjusvið þess. Áður en hann gekk til liðs við Marel starfaði Árni hjá AGC Partners og Landsbankanum. Árni er með MBA gráðu frá Harvard Business School og BSc gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. „Stjórn Marel vill þakka Árna Oddi Þórðarsyni innilega fyrir hans mikilvæga framlag til vaxtar og velgengni Marel síðustu 10 ár sem forstjóri og þar áður sem stjórnarformaður í 8 ár. Skýr framtíðarsýn hans og metnaður fyrir því að umbreyta matvælaiðnaði á heimsvísu hefur verið leiðarljós í stefnu Marel. Stjórnin er ánægð að geta leitað til Árna Sigurðssonar til að taka tímabundið við hlutverki forstjóra og tryggja þannig samfellu í rekstri gagnvart viðskiptavinum og áframhaldandi sókn í samræmi við vaxtarstefnu félagsins. Hann hefur fullt traust stjórnar til að leiða Marel áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið til frekari virðisaukningar,“ segir Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel. „Það er mér heiður að fá að leiða okkar frábæra teymi í Marel til áframhaldandi samstarfs við viðskiptavini okkar á heimsvísu. Í störfum mínum fyrir Marel hef ég unnið þvert á tekjusvið og rekstrareiningar félagsins í hartnær áratug og hef mikla trú á þeim tækifærum, tækni og mannauði sem Marel býr að til að umbreyta matvælaiðnaði á heimsvísu. Við höfum tekið mikilvæg skref í átt að betri árangri og við erum á réttri leið. Ég hlakka mikið til að starfa nánar með okkar frábæra starfsfólki, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum á komandi vikum og varða veginn til áframhaldandi vaxtar,“ segir Árni Sigurðsson, forstjóri Marel. Marel Kauphöllin Vistaskipti Íslenskir bankar Arion banki Fjármálamarkaðir Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Árni Oddur var stjórnarformaður Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi sinnti hann í tíu ár. Í tilkynningu frá Árna Oddi segir að hann og faðir hans, Þórður Magnússon, hafi komið inn í hluthafahóp Marel fyrir tæpum tuttugu árum. Þeir hafi verið leiðandi fjárfestar í gegnum Eyri Invest, þar sem þeir hafa verið stærstu hluthafarnir. „Á þessum tíma hefur vegferð Marel verið ævintýri líkust, félagið er heimsleiðtogi á sviði lausna, hugbúnaðar og þjónustu í matvælaiðnaði. Marel hefur vaxið frá því að vera með 700 starfsmenn og 130 milljónir evra í árlegar tekjur yfir í alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar um allan heim, 7.500 starfsmenn og 1,7 milljarða evra í árlegar tekjur,“ segir í tilkynningunni frá Árna Oddi. Hann segist vera að stíga til hliðar nú vegna þeirrar réttaróvissu sem skapist hafi vegn aðgerða Arionbanka, sem hefur leyst til bankans hlutabréf Árna Odds í Eyri Invest vegna láns. „Arionbanki greip til þeirra aðgerða þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi,“ segir Árni Oddur. „Á síðustu stundu bætti bankinn við óaðgengilegum kröfum umfram skilmála lánasamnings, hafnaði innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kaus að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Árni Oddur segir þessu hafa verið mótmælt af lögmönnum hans og málið hafi verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. „Eftir stendur, að á þessum tímamótum er ég fullur þakklætis fyrir þann tíma sem ég hef leitt Marel. Ég deili skoðun erlendra greinenda sem meta hlutabréf félagsins verulega undirverðlögð og mæla sterklega með kaupum. Ég er óendanlega stoltur af því sem öflugur starfsmannahópur félagsins hefur áorkað saman og veit að Marel mun vaxa og dafna og halda áfram að leiða framþróun í matvælaframleiðslu í heiminum.“ Árni Sigurðsson, nýr forstjóri Marel. Annar Árni tekur við Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn til að taka tímabundið við stöðunni, á meðan stjórn Marel leitar að nýjum forstjóra. Árni Sigurðsson hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2014, fyrst sem yfirmaður stefnumótunar og þróunar, síðar framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga, og hefur síðastliðið ár gegnt stöðu aðstoðarforstjóra félagsins og leitt tekjusvið þess. Áður en hann gekk til liðs við Marel starfaði Árni hjá AGC Partners og Landsbankanum. Árni er með MBA gráðu frá Harvard Business School og BSc gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. „Stjórn Marel vill þakka Árna Oddi Þórðarsyni innilega fyrir hans mikilvæga framlag til vaxtar og velgengni Marel síðustu 10 ár sem forstjóri og þar áður sem stjórnarformaður í 8 ár. Skýr framtíðarsýn hans og metnaður fyrir því að umbreyta matvælaiðnaði á heimsvísu hefur verið leiðarljós í stefnu Marel. Stjórnin er ánægð að geta leitað til Árna Sigurðssonar til að taka tímabundið við hlutverki forstjóra og tryggja þannig samfellu í rekstri gagnvart viðskiptavinum og áframhaldandi sókn í samræmi við vaxtarstefnu félagsins. Hann hefur fullt traust stjórnar til að leiða Marel áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið til frekari virðisaukningar,“ segir Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel. „Það er mér heiður að fá að leiða okkar frábæra teymi í Marel til áframhaldandi samstarfs við viðskiptavini okkar á heimsvísu. Í störfum mínum fyrir Marel hef ég unnið þvert á tekjusvið og rekstrareiningar félagsins í hartnær áratug og hef mikla trú á þeim tækifærum, tækni og mannauði sem Marel býr að til að umbreyta matvælaiðnaði á heimsvísu. Við höfum tekið mikilvæg skref í átt að betri árangri og við erum á réttri leið. Ég hlakka mikið til að starfa nánar með okkar frábæra starfsfólki, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum á komandi vikum og varða veginn til áframhaldandi vaxtar,“ segir Árni Sigurðsson, forstjóri Marel.
Marel Kauphöllin Vistaskipti Íslenskir bankar Arion banki Fjármálamarkaðir Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira