Biden ekki sammála Netanyahu um yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 06:43 Kona heldur á hvítum fána er hún og aðrir freista þess að komast framhjá hermönnum Ísraels á leið úr Gasaborg og suður eftir. AP/Mohammed Dahman Joe Biden Bandaríkjaforseti styður ekki yfirtöku Ísraelsmanna á Gasa, eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að muni gerast að átökum loknum. Þetta kom fram í máli John Kirby, talsmanns Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, á blaðamannafundi í gær. Netanyahu sagði í samtali við sjónvarpsstöðina ABC að líklega myndu Ísraelsmenn þurfa að taka yfir öryggisgæslu á Gasa að átökum loknum; menn hefðu séð hvað gerðist annars. „Endurhernám hersveita Ísrael er ekki hið rétta í stöðunni,“ sagði Kirby. „Ísrael og Bandaríkin eru vinir og við þurfum ekki að vera sammála um hvert einsta orð,“ bætti hann við. „Netanyahu og Biden eru ekki alltaf á nákvæmlega sama stað varðandi öll málefni.“ Kirby sagði viðræður þurfa að eiga sér stað um framtíð Gasa að loknum átökum, þar á meðal stjórn svæðisins. Ráðamenn í Ísrael segja herferð sína gegn Hamas munu taka nokkurn tíma og hafa gengist við því að hafa ekki skýra sýn á það hvað þeir sjá fyrir sér með framhaldið. Varnarmálaráðherrann hefur gefið út að hann sjái ekki eiginlegt hernám fyrir sér en sagði að líklega myndi Ísraelsher standa í skærum við einstaka bardagahópa um langt skeið. „Það eru nokkrir kostir í stöðunni hvað varðar „daginn eftir Hamas“,“ sagði Ophir Falk, einn ráðgjafa Netanyahu. „Allar áætlanirnar eiga það sameiginlegt að það verða engin Hamas-samtök, að það verður enginn hernaður á Gasa og að það verður engin öfgahyggja á Gasa.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Þetta kom fram í máli John Kirby, talsmanns Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, á blaðamannafundi í gær. Netanyahu sagði í samtali við sjónvarpsstöðina ABC að líklega myndu Ísraelsmenn þurfa að taka yfir öryggisgæslu á Gasa að átökum loknum; menn hefðu séð hvað gerðist annars. „Endurhernám hersveita Ísrael er ekki hið rétta í stöðunni,“ sagði Kirby. „Ísrael og Bandaríkin eru vinir og við þurfum ekki að vera sammála um hvert einsta orð,“ bætti hann við. „Netanyahu og Biden eru ekki alltaf á nákvæmlega sama stað varðandi öll málefni.“ Kirby sagði viðræður þurfa að eiga sér stað um framtíð Gasa að loknum átökum, þar á meðal stjórn svæðisins. Ráðamenn í Ísrael segja herferð sína gegn Hamas munu taka nokkurn tíma og hafa gengist við því að hafa ekki skýra sýn á það hvað þeir sjá fyrir sér með framhaldið. Varnarmálaráðherrann hefur gefið út að hann sjái ekki eiginlegt hernám fyrir sér en sagði að líklega myndi Ísraelsher standa í skærum við einstaka bardagahópa um langt skeið. „Það eru nokkrir kostir í stöðunni hvað varðar „daginn eftir Hamas“,“ sagði Ophir Falk, einn ráðgjafa Netanyahu. „Allar áætlanirnar eiga það sameiginlegt að það verða engin Hamas-samtök, að það verður enginn hernaður á Gasa og að það verður engin öfgahyggja á Gasa.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira