Innlent

Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar.
Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973.

Fram kom í tilkynningu á síðu Reykjavíkurborgar að hún hafi samið við Kvíðameðferðarstöðina ehf. og Líf og sál sálfræði- og ráðgjafarstofu ehf. um þjónustuna. Hún hefst fimmtudaginn 9. október klukkan tíu.

Vöggustofubörn geta óskað eftir þjónustunni í gegnum símanúmerið 411-1400 hjá Reykjavíkurborg með því að láta vita að erindið snerti vöggustofur eða í gegnum netfangið voggustofur@reykjavik.is sem starfsmaður borgarinnar vaktar.

Niðurstöður skýrslunnar sem greint var frá í síðasta mánuði sýndu meðal annars að fólk sem dvaldi á vistheimilunum tveimur lifði að meðaltali skemur en jafnaldrar þeirra. Einnig að þeir væru líklegri til að fara á örorku.

Börnin voru vistuð frá eins árs aldri upp að fjögurra ára aldri og hefur tilbreytingarlaus vistin, sem varði oft í einhverja mánuði, haft áhrif á þroska barnanna sem voru þar vistuð, samkvæmt sérfræðingum.

Frekari upplýsingar má finna á þartilgerðri síðu á vef Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×