Bygging varnargarða bíði tillögu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2023 14:40 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegs goss biði tillögu almannavarna. Vísir/Vilhelm „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Sigmundur Davíð átti þar við um uppbyggingu varnargarða og annarra fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegra eldsumbrota í grennd við Grindavík. Beðið eftir tillögu „Allt frá í raun og veru fyrstu umbrotum á Reykjanesskaga var hafin vinna stjórnvalda með aðilum á svæðinu, bæði sveitarstjórnum og auðvitað viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, almannavörnum og öðrum, til þess að kortleggja svæði. Það liggur því fyrir gríðarlega mikið magn af gögnum,“ svaraði Katrín. „Hæstvirtur þingmaður vísar hér í innviðahóp almannavarna sem hefur skilað af sér tillögum um mögulega varnargarða. Þær tillögur hafa verið í rýni hjá almannavörnum sem hyggjast gera tillögur til stjórnvalda núna á allra næstu dögum um hvað sé rétt að gera.“ Sigmundur Davíð sakaði ríkisstjórnina um ákvarðanafælni og sagði að upplýsingaóreiða fylgdi þessu í of miklum mæli. Þá vitnaði hann í Víði Reynisson, yfirmann almannavarnadeildar sem sagði að ákvörðun í þessu máli væri orðin tímabær. Katrín svaraði því að þegar væri undirbúningur slíks verkefnis hafinn en að viðbúnaðarstig væri ekki slíkt að hægt væri að ráðast í stórtækar aðgerðir eins og er. Heimildir fari eftir hættustigi „Það er þegar verið að setja hæla í jörð þannig að það móti fyrir útlínum á þessum varnargörðum. Það er búið að undirbúa það að tryggja bæði efni og tæki. Hins vegar er það ekki enn komið á það stig að það liggi fyrir formleg tillaga frá almannavörnum en ég vænti þess að það liggi fyrir á allra næstu dögum og get farið betur yfir það í raun og veru.“ „Ef við færumst á hættustig þá breytast heimildir almannavarna til að grípa til slíkra aðgerða.“ Tillaga liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð spurði svo hvort mætti skilja mál forsætisráðherra þannig að gripið yrði til aðgerða um leið og tillaga bærist frá almannavörnum. Katrín sagði þá að málið yrði skoðað betur um leið og tillaga bærist og fara þyrfti yfir hana með sérfræðingum áður en nokkur ákvörðun er tekin. „En ég vil nota tækifærið hér í lokin og segja að ég tel að allir aðilar í kerfinu séu að vinna með samstilltum hætti að þessu erfiða ástandi,“ sagði Katrín að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sigmundur Davíð átti þar við um uppbyggingu varnargarða og annarra fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegra eldsumbrota í grennd við Grindavík. Beðið eftir tillögu „Allt frá í raun og veru fyrstu umbrotum á Reykjanesskaga var hafin vinna stjórnvalda með aðilum á svæðinu, bæði sveitarstjórnum og auðvitað viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, almannavörnum og öðrum, til þess að kortleggja svæði. Það liggur því fyrir gríðarlega mikið magn af gögnum,“ svaraði Katrín. „Hæstvirtur þingmaður vísar hér í innviðahóp almannavarna sem hefur skilað af sér tillögum um mögulega varnargarða. Þær tillögur hafa verið í rýni hjá almannavörnum sem hyggjast gera tillögur til stjórnvalda núna á allra næstu dögum um hvað sé rétt að gera.“ Sigmundur Davíð sakaði ríkisstjórnina um ákvarðanafælni og sagði að upplýsingaóreiða fylgdi þessu í of miklum mæli. Þá vitnaði hann í Víði Reynisson, yfirmann almannavarnadeildar sem sagði að ákvörðun í þessu máli væri orðin tímabær. Katrín svaraði því að þegar væri undirbúningur slíks verkefnis hafinn en að viðbúnaðarstig væri ekki slíkt að hægt væri að ráðast í stórtækar aðgerðir eins og er. Heimildir fari eftir hættustigi „Það er þegar verið að setja hæla í jörð þannig að það móti fyrir útlínum á þessum varnargörðum. Það er búið að undirbúa það að tryggja bæði efni og tæki. Hins vegar er það ekki enn komið á það stig að það liggi fyrir formleg tillaga frá almannavörnum en ég vænti þess að það liggi fyrir á allra næstu dögum og get farið betur yfir það í raun og veru.“ „Ef við færumst á hættustig þá breytast heimildir almannavarna til að grípa til slíkra aðgerða.“ Tillaga liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð spurði svo hvort mætti skilja mál forsætisráðherra þannig að gripið yrði til aðgerða um leið og tillaga bærist frá almannavörnum. Katrín sagði þá að málið yrði skoðað betur um leið og tillaga bærist og fara þyrfti yfir hana með sérfræðingum áður en nokkur ákvörðun er tekin. „En ég vil nota tækifærið hér í lokin og segja að ég tel að allir aðilar í kerfinu séu að vinna með samstilltum hætti að þessu erfiða ástandi,“ sagði Katrín að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira