Jafnræði var með liðunum framan af leik og gestirnir í Fram leiddu aðeins með einu marki þegar flautað var til hálfleiks, staðan 13-14.
Gestirnir náðu betri tökum á leiknum í síðari hálfleik og náðu fimm marka forskoti í stöðunni 16-21 þegar tæplega tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eftir það var í raun aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og Framarar unnu að lokum átta marka sigur, 23-31.
Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í liði gestanna með sjö mörk, líkt og Sara Dögg Hjaltadóttir sem skoraði sjö fyrir ÍR.