„Fannst við gera vel í að kreista þennan fram“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 21:55 Jóhann Þór Ólafsson stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. Vísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með þriðja sigur Grindavíkur í röð í Subway-deild karla. Grindvíkingar lögðu Þórsara frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í kvöld. „Það er bara eitt og annað. Í seinni hálfleik erum við á köflum úr jafnvægi varnarlega. Pruitt setur risaskot, erfið skot sem við svo sem alveg sættum okkur við en hann bara hittir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvers vegna Þórsarar komust aftur inn í leikinn eftir að Grindvíkingar náðu fínu forskoti bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Þórsarar eru síðan bara með hörkulið, vel rútinerað og það var vitað að þeir kæmu með áhlaup sem þeir og gerðu. Mér fannst við gera vel í að halda út og kreista þennan fram. Það gerir helling fyrir okkur.“ Margir lögðu í púkkið í kvöld hjá heimamönnum og það var Jóhann Þór ánægður með. Dedrick Basile var öflugur allan tímann, DeAndre Kane kom sterkur inn í lokin og þeir Ólafur Ólafsson, Daniel Mortensen og Kristófer Breki áttu allir góða spretti. „Við fáum framlag úr mjög mörgum áttum. Valur (Orri Valsson) komst alveg í mjög góðan takt í restina og menn taka því sem að höndum ber. Arnór Tristan (Helgason) kom með frábæra frammistöðu bæði í fyrri og seinni hálfleik. Hann nýtur augnabliksins og þetta er það skemmtilegasta sem hann gerist. Að gleyma sér aðeins í augnablikinu og njóta og hann er að gera það mjög vel,“ bætti Jóhann Þór við en Arnór Tristan tróð í tvígang í fyrri hálfleik og varði þar að auki skot frá Fotios Lampropoulos með tilþrifum. Eftir þrjá tapleiki í byrjun móts hafa Grindvíkingar náð vopnum sínum á ný og unnið síðustu þrjá leiki. Meiðslavandræði gerðu þeim erfitt fyrir í upphafi en Jóhann Þór er nokkuð sáttur með gang mála. „Mér finnst við vera mega komnir aðeins lengra og þá sérstaklega sóknarlega. Þetta er ekki alveg nægilega vel smurt. Við erum of staðir og að treysta á einstaklingsframtakið sem við förum ekki langt á þegar mikið er undir. Það er eitt og annað sem við þurfum að laga en fullt af jákvæðum punktum og ég er bara mjög sáttur.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
„Það er bara eitt og annað. Í seinni hálfleik erum við á köflum úr jafnvægi varnarlega. Pruitt setur risaskot, erfið skot sem við svo sem alveg sættum okkur við en hann bara hittir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvers vegna Þórsarar komust aftur inn í leikinn eftir að Grindvíkingar náðu fínu forskoti bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Þórsarar eru síðan bara með hörkulið, vel rútinerað og það var vitað að þeir kæmu með áhlaup sem þeir og gerðu. Mér fannst við gera vel í að halda út og kreista þennan fram. Það gerir helling fyrir okkur.“ Margir lögðu í púkkið í kvöld hjá heimamönnum og það var Jóhann Þór ánægður með. Dedrick Basile var öflugur allan tímann, DeAndre Kane kom sterkur inn í lokin og þeir Ólafur Ólafsson, Daniel Mortensen og Kristófer Breki áttu allir góða spretti. „Við fáum framlag úr mjög mörgum áttum. Valur (Orri Valsson) komst alveg í mjög góðan takt í restina og menn taka því sem að höndum ber. Arnór Tristan (Helgason) kom með frábæra frammistöðu bæði í fyrri og seinni hálfleik. Hann nýtur augnabliksins og þetta er það skemmtilegasta sem hann gerist. Að gleyma sér aðeins í augnablikinu og njóta og hann er að gera það mjög vel,“ bætti Jóhann Þór við en Arnór Tristan tróð í tvígang í fyrri hálfleik og varði þar að auki skot frá Fotios Lampropoulos með tilþrifum. Eftir þrjá tapleiki í byrjun móts hafa Grindvíkingar náð vopnum sínum á ný og unnið síðustu þrjá leiki. Meiðslavandræði gerðu þeim erfitt fyrir í upphafi en Jóhann Þór er nokkuð sáttur með gang mála. „Mér finnst við vera mega komnir aðeins lengra og þá sérstaklega sóknarlega. Þetta er ekki alveg nægilega vel smurt. Við erum of staðir og að treysta á einstaklingsframtakið sem við förum ekki langt á þegar mikið er undir. Það er eitt og annað sem við þurfum að laga en fullt af jákvæðum punktum og ég er bara mjög sáttur.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira