Þetta segir í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir að þegar lögregla kom á vettvang hafi nokkrir úr hópi meintra árásarmanna verið farnir af vettvangi ásamt þeim sem sagður hafði verið með vasahníf.
Þar segir einnig frá tilkynningu um ógnandi konu við Konukot í Reykjavík, sem hefði meðal annars hrækt á starfsmann. Engar kröfur hafi verið gerðar á hendur konunni en starfsfólk hafi óskað eftir því að hún yrði fjarlægð.
Konan hafi virst undir áhrifum fíkniefna þar sem hún hafi verið óskýr og samhengislaus í tali og völt í fæti. Konan hafi neitað að fara og ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Hún hafi að lokum verið handtekin og flutt á lögreglustöð.