Viðskipti innlent

Marel rýkur upp í milljarðaviðskiptum

Árni Sæberg skrifar
Árni Sigurðsson er starfandi forstjóri Marel.
Árni Sigurðsson er starfandi forstjóri Marel. Marel

Gengi hlutabréfa í Marel hefur rokið upp um 6,12 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. Viðskipti með bréfin hafa verið miklum mun meiri í dag en síðustu tvo daga, þegar gengið hefur dalað, upp á ríflega 1,4 milljarða króna.

Gengið tók skarpa dýfu upp á tæplega 13 prósent síðustu tvo daga, eftir að tilkynnt var um starfslok Árna Odds Þórðarsonar sem forstjóra félagsins.

Innherji hafði í morgun eftir hlutabréfagreinandanum Snorra Jakobssyni að kaflaskil hafi orðið í rekstri Marels og framlegðarhlutfall fyrirtækisins væri að ná sér á strik. Bréf í félaginu væru verulega undirverðlögð.

Svo virðist sem fjárfestar séu á sömu skoðun og Snorri enda hafa þeir keypt mikið af bréfum í félaginu í dag.


Tengdar fréttir

Eyrir á­formar að styrkja stöðuna með tólf milljarða inn­spýtingu frá hlut­höfum

Stjórnendur og ráðgjafar Eyris Invest eiga nú í samtölum við hluthafa fjárfestingafélagsins um að leggja því til umtalsvert nýtt hlutafé í því skyni að treysta fjárhagsstöðuna eftir mikið verðfall á stórri hlutabréfaeign þess í Marel. Landsbankinn gerði í lok síðasta mánaðar veðkall í rúmlega eins prósenta hlut Árna Odds Þórðarson, þáverandi forstjóri Marels, í Eyri Invest í gegnum samnefnt eignarhaldsfélag hans eftir að það uppfyllti ekki lengur skilmála í lánasamningi við bankann.

Árni Oddur fær sam­þykkta greiðslu­stöðvun

Hlutabréf í Marel hafa fallið um ríflega sextíu prósent á tveimur árum. Arion banki gerði því veðkall í hlutabréf forstjórans sem hætti í kjölfarið. Hann segir bankann ekki hafa farið að lögum því hann hafi lagt fram nægar tryggingar. Fráfarandi forstjóri hefur nú fengið samþykkta greiðslustöðvun.

Marel lækkaði um rúm sex prósent

Gengi bréfa í Marel lækkaði um 6,42 prósent í Kauphöllinni í dag. Í gærkvöldi var greint frá því að forstjóri félagsins væri hættur eftir tíu ára starf.

Arion eignaðist 1,2 prósent í Marel með innlausninni

Forstjóri Marel síðustu tíu ár er hættur eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest stærsta hluthafa í fyrirtækinu. Arion banki eignast næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu eftir innlausnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×