Hefurðu komið í „Yoda Cave“ og á „Diamond Beach“? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 13:30 Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“. Annar angi þessa máls og sá sem ég tek hjartanlega undir að þurfi að stíga inn af krafti, er sú aukna tilhneiging að þýða íslensk örnefni yfir á ensku. Það eru ekki mjög mörg ár síðan það fór að bera á þessu og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hver eða hverjir áttu frumkvæðið að þessu. Þó þykir líklegt, af þeim sem best til þekkja, að þessar þýðingar hafi orðið til hjá áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, í upplýsingamiðlun á milli erlendra ferðamanna sjálfra, hjá kvikmyndagerðarfólki og hugsanlega hjá erlendum ferðaskipuleggjendum, sem starfa á Íslandi. Þeir sem vinna við markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað hafa í gegnum árin notað íslensk örnefni og ekki gert tilraun til að gera þau þjálli í munni erlendra gesta. Nú upp á síðkastið hefur hins vegar í auknum mæli mátt sjá þessi þýddu örnefni í markaðsefni fyrirtækja. Hér má sjá nokkur dæmi: ·„Batman Mountain“ - Vestrahorn (Brunnhorn) ·„Yoda Cave“ - Gígjagjá ·„Black beach“ - Reynisfjara ·„Valley of tears“ - Sigöldugljúfur ·„Diamond beach“ - Fellsfjara (Eystri Fellsfjara) ·„Rhino Rock“ - Hvítserkur ·„Arrowhead Mountain“ - Kirkjufell ·„Whispering Cliffs“ - Hljóðaklettar Mér finnst þessi þróun mjög óheillavænleg og ekki til þess fallin að auka hróður Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Hún stuðlar ekki heldur að því að ferðaþjónustan starfi í sátt við landið og þjóðina. Hvernig má það til dæmis vera að jafnvel fólk sem starfar í ferðaþjónustu hafi ekki hugmynd um, um hvaða staði er verið að tala, þegar ensku heitin eru notuð? Lausleg könnun meðal fagmenntaðra leiðsögumanna á Íslandi leiddi í ljós að flestir þeirra nota ávallt íslensku örnefnin í sinni leiðsögn og mörgum þeirra finnst þessi þróun í besta falli kjánaleg. Aðrir fá aulahroll. Tökum mark á þeim – leiðsögumenn eru þeir sem komast í nánustu snertinguna við gesti okkar. Ferðamenn sem koma til landsins koma til að upplifa náttúrufegurð og íslenska menningu á sama tíma. Stór hluti menningarinnar er þjóðtungan, sem ferðamenn vilja einnig komast í snertingu við. Algjörlega óháð því hvort þeir skilja eitt einasta orð eða ekki. Tungan er hluti af upplifuninni og því eigum við ekki að niðursjóða hana í enska markaðsfrasa. Leyfum ferðamönnunum okkar að kljást við hana og bæta þar með kryddi í upplifun af landinu og þjóðinni. Ég skora því hér með á alla þá sem starfa í ferðaþjónustu, sem og almenning, að taka ekki þátt í þessari enskuvæðingu á náttúrunni okkar, heldur nota fallegu, kjarnyrtu, íslensku örnefnin. Á afmælisráðstefnu SAF þann 15. nóvember nk. verður meðal margra annarra málstofa um ferðaþjónustu og íslensku, þar sem kafað verður dýpra ofan í málið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslensk tunga Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“. Annar angi þessa máls og sá sem ég tek hjartanlega undir að þurfi að stíga inn af krafti, er sú aukna tilhneiging að þýða íslensk örnefni yfir á ensku. Það eru ekki mjög mörg ár síðan það fór að bera á þessu og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hver eða hverjir áttu frumkvæðið að þessu. Þó þykir líklegt, af þeim sem best til þekkja, að þessar þýðingar hafi orðið til hjá áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, í upplýsingamiðlun á milli erlendra ferðamanna sjálfra, hjá kvikmyndagerðarfólki og hugsanlega hjá erlendum ferðaskipuleggjendum, sem starfa á Íslandi. Þeir sem vinna við markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað hafa í gegnum árin notað íslensk örnefni og ekki gert tilraun til að gera þau þjálli í munni erlendra gesta. Nú upp á síðkastið hefur hins vegar í auknum mæli mátt sjá þessi þýddu örnefni í markaðsefni fyrirtækja. Hér má sjá nokkur dæmi: ·„Batman Mountain“ - Vestrahorn (Brunnhorn) ·„Yoda Cave“ - Gígjagjá ·„Black beach“ - Reynisfjara ·„Valley of tears“ - Sigöldugljúfur ·„Diamond beach“ - Fellsfjara (Eystri Fellsfjara) ·„Rhino Rock“ - Hvítserkur ·„Arrowhead Mountain“ - Kirkjufell ·„Whispering Cliffs“ - Hljóðaklettar Mér finnst þessi þróun mjög óheillavænleg og ekki til þess fallin að auka hróður Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Hún stuðlar ekki heldur að því að ferðaþjónustan starfi í sátt við landið og þjóðina. Hvernig má það til dæmis vera að jafnvel fólk sem starfar í ferðaþjónustu hafi ekki hugmynd um, um hvaða staði er verið að tala, þegar ensku heitin eru notuð? Lausleg könnun meðal fagmenntaðra leiðsögumanna á Íslandi leiddi í ljós að flestir þeirra nota ávallt íslensku örnefnin í sinni leiðsögn og mörgum þeirra finnst þessi þróun í besta falli kjánaleg. Aðrir fá aulahroll. Tökum mark á þeim – leiðsögumenn eru þeir sem komast í nánustu snertinguna við gesti okkar. Ferðamenn sem koma til landsins koma til að upplifa náttúrufegurð og íslenska menningu á sama tíma. Stór hluti menningarinnar er þjóðtungan, sem ferðamenn vilja einnig komast í snertingu við. Algjörlega óháð því hvort þeir skilja eitt einasta orð eða ekki. Tungan er hluti af upplifuninni og því eigum við ekki að niðursjóða hana í enska markaðsfrasa. Leyfum ferðamönnunum okkar að kljást við hana og bæta þar með kryddi í upplifun af landinu og þjóðinni. Ég skora því hér með á alla þá sem starfa í ferðaþjónustu, sem og almenning, að taka ekki þátt í þessari enskuvæðingu á náttúrunni okkar, heldur nota fallegu, kjarnyrtu, íslensku örnefnin. Á afmælisráðstefnu SAF þann 15. nóvember nk. verður meðal margra annarra málstofa um ferðaþjónustu og íslensku, þar sem kafað verður dýpra ofan í málið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun