Hægt verður að borga strætóferð með korti án aðkomu Klapps Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 14:02 Klappið verður ekki eina lausn fólks til að greiða fyrir strætóferð. Á næsta ári verður hægt að greiða með greiðslukorti. Stöð 2/Egill Stefnt er að því að innleiða þann möguleika að greiða fyrir strætóferð með snertilausu greiðslukorti á fyrrihluta næsta árs. Þannig verður möguleiki fólks á að greiða fyrir staka strætóferð ekki háður því hvort það hafi aðgang að Klappinu. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Einarsdóttur, deildarstjóra skipulag- og leiðarkerfis Strætó, á opnum fundi um samgöngur í Reykjavík í morgun. Frá því að Klappið, app strætó, var tekið í notkun hefur það verið eina leiðin til að greiða fyrir strætóferð en á sama tíma voru hinir margreyndu strætómiðar teknir úr notkun. Þá er ekki hægt að greiða fargjaldið með korti um borð í strætó, eins og er hægt að gera víða annars staðar. Má þar nefna strætókerfi Lundúnaborgar, þar sem hægt er að greiða fargjaldið með snertilausu greiðslukorti, sama hvort kortið sjálft er notað eða kortið í símanum. „Nú þegar er hægt að borga með Klappinu eða plastkorti en nú þegar er verið að vinna að því að innleiða snertilaus greiðslukort og við stefnum að því að það verði komið á fyrri hluta næsta árs. Það virkar þá þannig að þú getur labbað inn í vagninn, notað kreditkortið þitt á skannann sama hvort það er kortið sjálft eða síminn og borgað þannig fyrir farið,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við að vinna að svokölluðu Kappi, sem er greiðsluþak þannig að þú borgar aldrei meira en dagspassi eða vikupassi [kosta]. Þá geturðu bara borgað fullt gjald þegar þú mætir í strætó en þegar þú ert kominn í upp í verð dagspassa þá borgarðu ekki meira þann daginn. Sama með viku. Þú þarft þá minna að hugsa, getur bara borgað í stað þess að ákveða hvort þú ætlir að kaupa dagspassa eða vikupassa.“ Hægt er að horfa á kynningu Ragnheiðar í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Tækni Strætó Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14 Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02 Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Einarsdóttur, deildarstjóra skipulag- og leiðarkerfis Strætó, á opnum fundi um samgöngur í Reykjavík í morgun. Frá því að Klappið, app strætó, var tekið í notkun hefur það verið eina leiðin til að greiða fyrir strætóferð en á sama tíma voru hinir margreyndu strætómiðar teknir úr notkun. Þá er ekki hægt að greiða fargjaldið með korti um borð í strætó, eins og er hægt að gera víða annars staðar. Má þar nefna strætókerfi Lundúnaborgar, þar sem hægt er að greiða fargjaldið með snertilausu greiðslukorti, sama hvort kortið sjálft er notað eða kortið í símanum. „Nú þegar er hægt að borga með Klappinu eða plastkorti en nú þegar er verið að vinna að því að innleiða snertilaus greiðslukort og við stefnum að því að það verði komið á fyrri hluta næsta árs. Það virkar þá þannig að þú getur labbað inn í vagninn, notað kreditkortið þitt á skannann sama hvort það er kortið sjálft eða síminn og borgað þannig fyrir farið,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við að vinna að svokölluðu Kappi, sem er greiðsluþak þannig að þú borgar aldrei meira en dagspassi eða vikupassi [kosta]. Þá geturðu bara borgað fullt gjald þegar þú mætir í strætó en þegar þú ert kominn í upp í verð dagspassa þá borgarðu ekki meira þann daginn. Sama með viku. Þú þarft þá minna að hugsa, getur bara borgað í stað þess að ákveða hvort þú ætlir að kaupa dagspassa eða vikupassa.“ Hægt er að horfa á kynningu Ragnheiðar í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Tækni Strætó Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14 Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02 Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14
Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02
Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent