Hægt verður að borga strætóferð með korti án aðkomu Klapps Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 14:02 Klappið verður ekki eina lausn fólks til að greiða fyrir strætóferð. Á næsta ári verður hægt að greiða með greiðslukorti. Stöð 2/Egill Stefnt er að því að innleiða þann möguleika að greiða fyrir strætóferð með snertilausu greiðslukorti á fyrrihluta næsta árs. Þannig verður möguleiki fólks á að greiða fyrir staka strætóferð ekki háður því hvort það hafi aðgang að Klappinu. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Einarsdóttur, deildarstjóra skipulag- og leiðarkerfis Strætó, á opnum fundi um samgöngur í Reykjavík í morgun. Frá því að Klappið, app strætó, var tekið í notkun hefur það verið eina leiðin til að greiða fyrir strætóferð en á sama tíma voru hinir margreyndu strætómiðar teknir úr notkun. Þá er ekki hægt að greiða fargjaldið með korti um borð í strætó, eins og er hægt að gera víða annars staðar. Má þar nefna strætókerfi Lundúnaborgar, þar sem hægt er að greiða fargjaldið með snertilausu greiðslukorti, sama hvort kortið sjálft er notað eða kortið í símanum. „Nú þegar er hægt að borga með Klappinu eða plastkorti en nú þegar er verið að vinna að því að innleiða snertilaus greiðslukort og við stefnum að því að það verði komið á fyrri hluta næsta árs. Það virkar þá þannig að þú getur labbað inn í vagninn, notað kreditkortið þitt á skannann sama hvort það er kortið sjálft eða síminn og borgað þannig fyrir farið,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við að vinna að svokölluðu Kappi, sem er greiðsluþak þannig að þú borgar aldrei meira en dagspassi eða vikupassi [kosta]. Þá geturðu bara borgað fullt gjald þegar þú mætir í strætó en þegar þú ert kominn í upp í verð dagspassa þá borgarðu ekki meira þann daginn. Sama með viku. Þú þarft þá minna að hugsa, getur bara borgað í stað þess að ákveða hvort þú ætlir að kaupa dagspassa eða vikupassa.“ Hægt er að horfa á kynningu Ragnheiðar í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Tækni Strætó Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14 Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02 Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Einarsdóttur, deildarstjóra skipulag- og leiðarkerfis Strætó, á opnum fundi um samgöngur í Reykjavík í morgun. Frá því að Klappið, app strætó, var tekið í notkun hefur það verið eina leiðin til að greiða fyrir strætóferð en á sama tíma voru hinir margreyndu strætómiðar teknir úr notkun. Þá er ekki hægt að greiða fargjaldið með korti um borð í strætó, eins og er hægt að gera víða annars staðar. Má þar nefna strætókerfi Lundúnaborgar, þar sem hægt er að greiða fargjaldið með snertilausu greiðslukorti, sama hvort kortið sjálft er notað eða kortið í símanum. „Nú þegar er hægt að borga með Klappinu eða plastkorti en nú þegar er verið að vinna að því að innleiða snertilaus greiðslukort og við stefnum að því að það verði komið á fyrri hluta næsta árs. Það virkar þá þannig að þú getur labbað inn í vagninn, notað kreditkortið þitt á skannann sama hvort það er kortið sjálft eða síminn og borgað þannig fyrir farið,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við að vinna að svokölluðu Kappi, sem er greiðsluþak þannig að þú borgar aldrei meira en dagspassi eða vikupassi [kosta]. Þá geturðu bara borgað fullt gjald þegar þú mætir í strætó en þegar þú ert kominn í upp í verð dagspassa þá borgarðu ekki meira þann daginn. Sama með viku. Þú þarft þá minna að hugsa, getur bara borgað í stað þess að ákveða hvort þú ætlir að kaupa dagspassa eða vikupassa.“ Hægt er að horfa á kynningu Ragnheiðar í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Tækni Strætó Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14 Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02 Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19. júní 2023 14:14
Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20. mars 2023 11:02
Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10. mars 2023 14:52