Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tyrkland 65-72 | Aftur tapaði Ísland naumlega Andri Már Eggertsson skrifar 12. nóvember 2023 20:21 Þóra Jónsdóttir í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Ísland tapaði gegn feiknasterku liði Tyrklands 65-72. Frammistaða Íslands var afar góð gegnumgangandi allan leikinn og það var afar lítið sem skildi liðin að í kvöld. Það var góð stemning í Ólafssal þegar að Ísland tók á móti Tyrklandi. Tinna Guðrún Alexandersdóttir kveikti í stemmningunni þegar að hún setti niður þrist í fyrstu sókninni. Tinna var síðan aftur á ferðinni skömmu seinna og gerði fyrstu sex stig Íslands. Birna Benónysdottir gerði 11 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Ísland fór gríðarlega vel af stað og liðið spilaði frábærlega á báðum endum vallarins. Varnarleikur Íslands var öflugur og það tók gestina tæplega þrjár mínútur að skora í opnum leik. Gestirnir gerðu síðustu fimm stigin í leikhlutanum og voru þremur stigum yfir 17-20. Tyrkir byrjuðu annan leikhluta á þriggja stiga körfu. Þetta var áttunda stigið í röð frá gestunum en Ísold Svaladóttir hitti úr tveimur vítum og stöðvaði áhlaupið. Þegar líða tók á annan leikhluta fóru Tyrkir að færa sig upp á skaftið og eftir 2-9 áhlaup gestanna tók Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, leikhlé. Stelpurnar geta verið ánægðar með frammistöðu kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Vandræði Íslands héldu áfram og heimakonum tókst ekki að skora síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og Tyrkland endaði á að gera níu stig í röð. Staðan í hálfleik var 26-39. Thelma Dís Ágústsdóttir gerði fyrstu fimm stig Íslands í síðari hálfleik og minnkaði muninn niður í tíu stig. Ísland hafði ekki skorað í tæplega sjö mínútur og því voru stigin ansi kærkomin. Íslensku stelpurnar spiluðu nokkuð vel í þriðja leikhluta en tyrknesku stelpurnar gáfu ekkert eftir og áttu alltaf svar þegar þær þurftu á því að halda. Jana Falsdóttir endaði þriðja leikhluta á flautukörfu og munurinn var aðeins sjö stig þegar haldið var í síðustu lotu. Ísabella Ósk Sigurðardóttir í baráttunni Vísir/Hulda Margrét Varnarleikur Íslands var frábær í fjórða leikhluta sem varð til þess að Tyrkland gerði ekki körfu í tæplega þrjár mínútur. Leikurinn var í járnum nánast til enda. Gestirnir voru ellefu stigum yfir þegar að mínúta var eftir en íslensku stelpurnar gáfust ekki upp. Leikurinn endaði með sjö stiga tapi 65-72. Af hverju vann Tyrkland? Það var ansi lítið sem skildi liðin að. Ísland endaði fyrri hálfleik á slæmum kafla þar sem liðið skoraði ekki í fimm mínútur og það tók síðan tæplega tvær mínútur að komast á blað í síðari hálfleikur. Tæplega sjö mínútur án þess að skora í þessum leik var blóðugt þar sem lítill munur var á liðunum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir á vítalínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Thelma Dís Ágústsdóttir spilaði afar vel í kvöld og var stigahæst hjá íslenska liðinu. Thelma gerði 20 stig og tók 4 fráköst. Hjá Tyrklandi var Kuanitra Holingsvorth stigahæst með 17 stig. Hvað gekk illa? Tyrkland endaði á að gera síðustu níu stigin í fyrri hálfleik og gestirnir gerðu fyrstu körfuna í síðari hálfleik. Ellefu stig í röð frá Tyrklandi gerði heimakonum erfitt fyrir. Hvað gerist næst? Næsti leikur í undankeppni EM 2025 er ekki fyrr en á næsta ári þann 7. nóvember 2024. Benedikt: Óþolandi hvað það vantaði lítið upp á Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, var ángæður með frammistöðuna en svekktur að hafa ekki unnið Tyrki. „Það er eiginlega óþolandi hvað það vantaði lítið upp á. Ég er ofboðslega stoltur og ánægður með frammistöðuna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst við hefðum getað tekið þennan leik. Ég er ógeðlsega fúll með að okkur tókst ekki að vinna þennan leik í lokin.“ En hvað fannst Benedikt vanta upp á? Þetta snýst allt um að setja einhver skot ofan í körfuna og svo enduðum við fyrri hálfleik á slæmum kafla þar sem við vorum í vandræðum með að skora,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta
Ísland tapaði gegn feiknasterku liði Tyrklands 65-72. Frammistaða Íslands var afar góð gegnumgangandi allan leikinn og það var afar lítið sem skildi liðin að í kvöld. Það var góð stemning í Ólafssal þegar að Ísland tók á móti Tyrklandi. Tinna Guðrún Alexandersdóttir kveikti í stemmningunni þegar að hún setti niður þrist í fyrstu sókninni. Tinna var síðan aftur á ferðinni skömmu seinna og gerði fyrstu sex stig Íslands. Birna Benónysdottir gerði 11 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Ísland fór gríðarlega vel af stað og liðið spilaði frábærlega á báðum endum vallarins. Varnarleikur Íslands var öflugur og það tók gestina tæplega þrjár mínútur að skora í opnum leik. Gestirnir gerðu síðustu fimm stigin í leikhlutanum og voru þremur stigum yfir 17-20. Tyrkir byrjuðu annan leikhluta á þriggja stiga körfu. Þetta var áttunda stigið í röð frá gestunum en Ísold Svaladóttir hitti úr tveimur vítum og stöðvaði áhlaupið. Þegar líða tók á annan leikhluta fóru Tyrkir að færa sig upp á skaftið og eftir 2-9 áhlaup gestanna tók Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, leikhlé. Stelpurnar geta verið ánægðar með frammistöðu kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Vandræði Íslands héldu áfram og heimakonum tókst ekki að skora síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og Tyrkland endaði á að gera níu stig í röð. Staðan í hálfleik var 26-39. Thelma Dís Ágústsdóttir gerði fyrstu fimm stig Íslands í síðari hálfleik og minnkaði muninn niður í tíu stig. Ísland hafði ekki skorað í tæplega sjö mínútur og því voru stigin ansi kærkomin. Íslensku stelpurnar spiluðu nokkuð vel í þriðja leikhluta en tyrknesku stelpurnar gáfu ekkert eftir og áttu alltaf svar þegar þær þurftu á því að halda. Jana Falsdóttir endaði þriðja leikhluta á flautukörfu og munurinn var aðeins sjö stig þegar haldið var í síðustu lotu. Ísabella Ósk Sigurðardóttir í baráttunni Vísir/Hulda Margrét Varnarleikur Íslands var frábær í fjórða leikhluta sem varð til þess að Tyrkland gerði ekki körfu í tæplega þrjár mínútur. Leikurinn var í járnum nánast til enda. Gestirnir voru ellefu stigum yfir þegar að mínúta var eftir en íslensku stelpurnar gáfust ekki upp. Leikurinn endaði með sjö stiga tapi 65-72. Af hverju vann Tyrkland? Það var ansi lítið sem skildi liðin að. Ísland endaði fyrri hálfleik á slæmum kafla þar sem liðið skoraði ekki í fimm mínútur og það tók síðan tæplega tvær mínútur að komast á blað í síðari hálfleikur. Tæplega sjö mínútur án þess að skora í þessum leik var blóðugt þar sem lítill munur var á liðunum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir á vítalínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Thelma Dís Ágústsdóttir spilaði afar vel í kvöld og var stigahæst hjá íslenska liðinu. Thelma gerði 20 stig og tók 4 fráköst. Hjá Tyrklandi var Kuanitra Holingsvorth stigahæst með 17 stig. Hvað gekk illa? Tyrkland endaði á að gera síðustu níu stigin í fyrri hálfleik og gestirnir gerðu fyrstu körfuna í síðari hálfleik. Ellefu stig í röð frá Tyrklandi gerði heimakonum erfitt fyrir. Hvað gerist næst? Næsti leikur í undankeppni EM 2025 er ekki fyrr en á næsta ári þann 7. nóvember 2024. Benedikt: Óþolandi hvað það vantaði lítið upp á Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, var ángæður með frammistöðuna en svekktur að hafa ekki unnið Tyrki. „Það er eiginlega óþolandi hvað það vantaði lítið upp á. Ég er ofboðslega stoltur og ánægður með frammistöðuna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst við hefðum getað tekið þennan leik. Ég er ógeðlsega fúll með að okkur tókst ekki að vinna þennan leik í lokin.“ En hvað fannst Benedikt vanta upp á? Þetta snýst allt um að setja einhver skot ofan í körfuna og svo enduðum við fyrri hálfleik á slæmum kafla þar sem við vorum í vandræðum með að skora,“ sagði Benedikt Guðmundsson.