Haukar svara ÍBV fullum hálsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 22:30 Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir eru þjálfarar Hauka. Vísir/Hulda Margrét Stjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni ÍBV á félagið sem og Handknattleikssamband Íslands. Gagnrýnin hefur snúið að leikskipulagi ÍBV og þá helst leik Hauka og ÍBV í Olís-deild kvenna. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, hefur opinberlega sagst vera ósáttur með vinnubrögð HSÍ og að Haukar hafi ekki viljað fresta leik sínum gegn ÍBV þann 8. nóvember síðastliðinn. Í kjölfarið sendi handknattleiksdeild ÍBV frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmdi vinnubrögð Hauka og HSÍ eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum gegn Haukum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fráleitt að sambandið hafi hótað að reka kvennalið ÍBV úr keppni eins og Sigurður Bragason sagði í viðtali sínu eftir tapið gegn Haukum. Nú hefur handknattleiksdeild Hauka gefið frá sér yfirlýsingu. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi vakið athygli á þessu í ágúst og miðjan október þar sem líklegt væri að ÍBV væri í Evrópukeppni á þessum tíma. „Ekki gekk að fá staðfestan leiktíma og fór ákvörðun til mótanefndar,“ segir í kjölfarið í yfirlýsingunni. Þá taka Haukar fram að „Haukar hafa alltaf komið til móts við lið í Evrópukeppnum og munu gera það áfram.“ Einnig fordæma Haukar það að ÍBV hafi nafngreint Díönu Guðjónsdóttur, annan af þjálfurum liðsins. „Þá er það miður að þjálfari ÍBV skuli nafngreina Díönu Guðjónsdóttur annan þjálfara Hauka í sinni umræðu og draga heilindi hennar í efa. Það er ómaklegt og ómálefnalegt því Díana er afar fagleg í sínum störfum og hefur ávallt hugað að hagsmunum leikmanna er varðar álag og aðra þætti. Hún ákvarðar hins vegar ekki leiktíma leikja heldur mótanefnd.“ Yfirlýsingu Hauka má sjá í heild sinni hér að neðan. Handbolti HSÍ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56 Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55 Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, hefur opinberlega sagst vera ósáttur með vinnubrögð HSÍ og að Haukar hafi ekki viljað fresta leik sínum gegn ÍBV þann 8. nóvember síðastliðinn. Í kjölfarið sendi handknattleiksdeild ÍBV frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmdi vinnubrögð Hauka og HSÍ eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum gegn Haukum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fráleitt að sambandið hafi hótað að reka kvennalið ÍBV úr keppni eins og Sigurður Bragason sagði í viðtali sínu eftir tapið gegn Haukum. Nú hefur handknattleiksdeild Hauka gefið frá sér yfirlýsingu. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi vakið athygli á þessu í ágúst og miðjan október þar sem líklegt væri að ÍBV væri í Evrópukeppni á þessum tíma. „Ekki gekk að fá staðfestan leiktíma og fór ákvörðun til mótanefndar,“ segir í kjölfarið í yfirlýsingunni. Þá taka Haukar fram að „Haukar hafa alltaf komið til móts við lið í Evrópukeppnum og munu gera það áfram.“ Einnig fordæma Haukar það að ÍBV hafi nafngreint Díönu Guðjónsdóttur, annan af þjálfurum liðsins. „Þá er það miður að þjálfari ÍBV skuli nafngreina Díönu Guðjónsdóttur annan þjálfara Hauka í sinni umræðu og draga heilindi hennar í efa. Það er ómaklegt og ómálefnalegt því Díana er afar fagleg í sínum störfum og hefur ávallt hugað að hagsmunum leikmanna er varðar álag og aðra þætti. Hún ákvarðar hins vegar ekki leiktíma leikja heldur mótanefnd.“ Yfirlýsingu Hauka má sjá í heild sinni hér að neðan.
Handbolti HSÍ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56 Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55 Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56
Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55
Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21