Innherji

Leysti líka til sín bréf Þórðar og fer með nærri tíu prósenta hlut í Eyri Invest

Hörður Ægisson skrifar
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, en bankinn leysti til sín stóran hluta af bréfum feðganna Árna Odds og Þórðar Magnússonar í Eyri Invest undir lok síðasta mánaðar.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, en bankinn leysti til sín stóran hluta af bréfum feðganna Árna Odds og Þórðar Magnússonar í Eyri Invest undir lok síðasta mánaðar.

Arion fer með nálægt tíu prósenta eignarhlut í Eyri Invest eftir að bankinn leysti sömuleiðis til sín hluta af bréfum í fjárfestingafélaginu sem höfðu verið í eigu Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns til meira en tveggja áratuga, í tengslum við veðkall sem var gert á Árna Odd, son Þórðar og þáverandi forstjóra Marels. Feðgarnir fara nú saman með nokkuð minna en þriðjungshlut í Eyri en hluthafar félagsins, einkum bankar og lífeyrissjóðir, skoða nú að koma að stórri hlutafjáraukningu til að létta á þungri skuldastöðu.


Tengdar fréttir

Þegar „ó­ró­lega deildin“ gerði byltingu í stærsta fjár­festinga­fé­lagi landsins

Eftir að feðgarnir Árni Oddur og Þórður Magnússon hafa farið með tögl og hagldir í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti í Marel sem hefur löngum verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, allt frá stofnun um síðustu aldamót er fjárfestingafélagið nú á tímamótum með uppstokkun í stjórn og brotthvarfi Þórðar sem stjórnarformanns til meira en tuttugu ára. Umdeild fjármögnun Eyris undir lok síðasta árs þegar styrkja þurfti fjárhagsstöðuna reyndist afdrifarík og jók mjög stuðning hluthafa við sjónarmið minni fjárfesta í eigendahópnum, stundum nefndir „órólega deildin“, um að tímabært væri að gera gagngerar breytingar á starfsemi stærsta fjárfestingafélags landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×