Öfgafull helgi að baki: „Grét í góðar tíu mínútur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2023 07:00 Ingibjörg fagnar Noregstitlinum á laugardag. Facebook/Valerenga Nýliðin helgi var landsliðskonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur mikill tilfinningarússibani. Kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins í Noregi fékk hún þær fregnir að rýma ætti heimabæ hennar, Grindavík. „Bara rétt áður en ég fór að sofa sá ég að það átti að rýma bæinn. Þá kemur mjög óþægileg tilfinning. Maður á æskuvini og kunningja í bænum ennþá og Grindavík skiptir mig miklu máli,“ segir Ingibjörg um föstudagskvöldið. Daginn eftir átti lið hennar Vålerenga leik við Stabæk sem átti eftir að skipta sköpum í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. „Svo það var mjög óþægileg tilfinning að vita af fólki sem er mjög hrætt, þarf að pakka í töskur og flýja. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þeirra. Þetta var mjög erfitt og það var lítið sofið nóttina áður,“ „Ég hélt ég gæti nú ekki orðið mikið stressaðri fyrir þessum leik en svo kom þetta upp. Þá hugsaði ég bara: Ég þarf bara að klára þennan leik og komast í gegnum þetta.“ Spennufallið mikið Og það gerði Ingibjörg svo sannarlega. Hún leiddi lið sitt til 3-1 sigurs gegn Stabæk í gær og úrslit Rosenborgar annars staðar þýddu að Valerenga var orðið norskur meistari. Ingibjörg, sem fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum í leikslok. „Þetta var ákveðið spennufall eftir leik. Ég held ég hafi grátið í góðar tíu mínútur. Það er erfitt að koma þessum tilfinningum í orð. Svo var ég með gott fólk í stúkunni sem ég fór til og fékk að vita að staðan var eins og ekkert nýtt komið upp,“ „Þá var að reyna að njóta augnabliksins vegna þess að ég vissi að ef ég myndi líta til baka eftir nokkur ár yrði ég til í að hafa fagnað þessu. Svo ég reyndi að njóta augnabliksins og fagna með liðinu,“ segir Ingibjörg. Erfitt að geta ekki verið með fjölskyldunni Fjölskylda Ingibjargar hér heima hefur komið sér fyrir í sumarbústað og gat glaðst yfir afrekum hennar og hvöttu hana einmitt til að njóta árangursins með liðsfélögunum burtséð frá stöðunni hér heima. „Þau ýttu mér í það og sögðu mér að fagna þessu. Því ég var með skrýtna tilfinningu og smá samviskubit að fara að fagna einhverju. En maður þarf að fagna svona hlutum - þetta er stórt,“ Enn eru tveir leikir eftir af leiktíðinni, báðir gegn Rosenborg, einn í deild og svo bikarúrslit áður en Ingibjörg kemst heim til Íslands. Ingibjörg er spennt fyrir leikjunum en það reyni sannarlega á að vera ekki með fjölskyldunni á tímum sem þessum. „Það er mjög erfitt að geta ekki bara verið þarna. Ég veit að ég get ekki hjálpað á neinn hátt en bara það að vera með þeim og ganga í gegnum þetta með þeim myndi allavega gefa manni einhverja ró. En svona er þetta bara, svona er lífið, svona er náttúran. Það er ekkert hægt að stjórna þessu og við lítum á björtu hliðarnar,“ segir Ingibjörg. Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
„Bara rétt áður en ég fór að sofa sá ég að það átti að rýma bæinn. Þá kemur mjög óþægileg tilfinning. Maður á æskuvini og kunningja í bænum ennþá og Grindavík skiptir mig miklu máli,“ segir Ingibjörg um föstudagskvöldið. Daginn eftir átti lið hennar Vålerenga leik við Stabæk sem átti eftir að skipta sköpum í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. „Svo það var mjög óþægileg tilfinning að vita af fólki sem er mjög hrætt, þarf að pakka í töskur og flýja. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þeirra. Þetta var mjög erfitt og það var lítið sofið nóttina áður,“ „Ég hélt ég gæti nú ekki orðið mikið stressaðri fyrir þessum leik en svo kom þetta upp. Þá hugsaði ég bara: Ég þarf bara að klára þennan leik og komast í gegnum þetta.“ Spennufallið mikið Og það gerði Ingibjörg svo sannarlega. Hún leiddi lið sitt til 3-1 sigurs gegn Stabæk í gær og úrslit Rosenborgar annars staðar þýddu að Valerenga var orðið norskur meistari. Ingibjörg, sem fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum í leikslok. „Þetta var ákveðið spennufall eftir leik. Ég held ég hafi grátið í góðar tíu mínútur. Það er erfitt að koma þessum tilfinningum í orð. Svo var ég með gott fólk í stúkunni sem ég fór til og fékk að vita að staðan var eins og ekkert nýtt komið upp,“ „Þá var að reyna að njóta augnabliksins vegna þess að ég vissi að ef ég myndi líta til baka eftir nokkur ár yrði ég til í að hafa fagnað þessu. Svo ég reyndi að njóta augnabliksins og fagna með liðinu,“ segir Ingibjörg. Erfitt að geta ekki verið með fjölskyldunni Fjölskylda Ingibjargar hér heima hefur komið sér fyrir í sumarbústað og gat glaðst yfir afrekum hennar og hvöttu hana einmitt til að njóta árangursins með liðsfélögunum burtséð frá stöðunni hér heima. „Þau ýttu mér í það og sögðu mér að fagna þessu. Því ég var með skrýtna tilfinningu og smá samviskubit að fara að fagna einhverju. En maður þarf að fagna svona hlutum - þetta er stórt,“ Enn eru tveir leikir eftir af leiktíðinni, báðir gegn Rosenborg, einn í deild og svo bikarúrslit áður en Ingibjörg kemst heim til Íslands. Ingibjörg er spennt fyrir leikjunum en það reyni sannarlega á að vera ekki með fjölskyldunni á tímum sem þessum. „Það er mjög erfitt að geta ekki bara verið þarna. Ég veit að ég get ekki hjálpað á neinn hátt en bara það að vera með þeim og ganga í gegnum þetta með þeim myndi allavega gefa manni einhverja ró. En svona er þetta bara, svona er lífið, svona er náttúran. Það er ekkert hægt að stjórna þessu og við lítum á björtu hliðarnar,“ segir Ingibjörg.
Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn