Selenskí varar Úkraínumenn við auknum árásum á innviði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 03:16 Úkraínskur hermaður við æfingar í Frakklandi. AP/Laurent Cipriani Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur varað Úkraínumenn við auknar árásir Rússa á innviði í landinu nú þegar vetur gengur í garð. Hann segir herinn búinn undir sókn Rússa á austurvígstöðvunum. Ummælin lét forsetinn falla í daglegu ávarpi sínu eftir fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina Kænugarð í sjö vikur. Selenskí sagði landsmenn verða að búa sig undir auknar dróna- og loftárásir Rússa á innviði næstu misserin og að leggja yrði áherslu á varnir landsins og allt sem Úkraína gæti gert til að komast í gegnum veturinn. Þá þyrfti að auka getu hersins til að takast á við óvininn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði, sem leiddu oftsinnis til raforkuskorts. Orkumálaráðherrann German Galushchenko sagði á laugardag að Úkraínumenn byggju, að óbreyttu, að nægum orkubirgðum til að endast veturinn. Því væri hins vegar ósvarað hvaða áhrif árásir Rússa gætu haft á stöðuna. Forsetinn lofaði „hetjulega“ baráttu hermanna Úkraínu í Avdiivka, sem hafa sætt árásum og sókn Rússa frá því um miðjan október. Bærin er nú rústir einar. Talsmaður Úkraínuhers segir að dregið hafi úr bardögum á jörðu niðri um helgina en loftárásum fjölgað. Harðir bardagar standa einnig yfir umhverfis Bakhmut, sem Rússar náðu á sitt vald í maí. Úkraínumenn hafa sótt fram á svæðinu og náð að frelsa fjölda þorpa í nágrenninu. Þrír yfirmenn innan rússneska hersins eru sagðir hafa látist í sprengingu í Melitopol um helgina, sem hefur verið lýst sem „hefndaraðgerð“ af hálfu úkraínskra andspyrnuhópa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla í daglegu ávarpi sínu eftir fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina Kænugarð í sjö vikur. Selenskí sagði landsmenn verða að búa sig undir auknar dróna- og loftárásir Rússa á innviði næstu misserin og að leggja yrði áherslu á varnir landsins og allt sem Úkraína gæti gert til að komast í gegnum veturinn. Þá þyrfti að auka getu hersins til að takast á við óvininn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði, sem leiddu oftsinnis til raforkuskorts. Orkumálaráðherrann German Galushchenko sagði á laugardag að Úkraínumenn byggju, að óbreyttu, að nægum orkubirgðum til að endast veturinn. Því væri hins vegar ósvarað hvaða áhrif árásir Rússa gætu haft á stöðuna. Forsetinn lofaði „hetjulega“ baráttu hermanna Úkraínu í Avdiivka, sem hafa sætt árásum og sókn Rússa frá því um miðjan október. Bærin er nú rústir einar. Talsmaður Úkraínuhers segir að dregið hafi úr bardögum á jörðu niðri um helgina en loftárásum fjölgað. Harðir bardagar standa einnig yfir umhverfis Bakhmut, sem Rússar náðu á sitt vald í maí. Úkraínumenn hafa sótt fram á svæðinu og náð að frelsa fjölda þorpa í nágrenninu. Þrír yfirmenn innan rússneska hersins eru sagðir hafa látist í sprengingu í Melitopol um helgina, sem hefur verið lýst sem „hefndaraðgerð“ af hálfu úkraínskra andspyrnuhópa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira