„Getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 21:25 Hannes S. Jónsson segir að ekki sé hægt að fara eftir reglubókinni á tímum sem þessum. Stöð 2 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, segir að líta verði framhjá öllum reglum sambandsins varðandi heimaleiki Grindvíkinga í þessum fordæmalausu aðstæðum. Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur leika í Subway-deildunum í körfubolta. Kvennaliðið á heimaleik gegn Þór Akureyri á laugardag en karlaliðið útileik gegn Hamri frá Hveragerði á föstudagskvöld. Ljóst er að liðin geta hvorki æft né spilað í nýju íþróttahúsi í Grindavík næstu vikurnar. „Þetta er eitthvað sem er ekki í reglubókinni góðu. Við erum í rauninni að taka dag fyrir dag og leyfðum helginni að líða. Númer eitt, tvö og þrjú er að leyfa Grindvíkingum að reyna ná áttum, eins og hægt var. Við vorum í góðu sambandi við körfuknattleiksdeildina og formann Grindavíkur. Það var númer eitt, tvö og þrjú núna um helgina.“ „Í dag erum við að reyna sjá hvernig næstu dagar geta farið. Mótahaldið okkar er stórt, Grindavík er risastór körfuknattleiksdeild með fullt af iðkendum. Held við getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi. Verður reynt að finna einhvern flöt hvernig við getum haldið áfram en það verður gert í samráði við Grindvíkinga og hvernig Grindvíkingar vilja gera það.“ „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við.“ „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna,“ sagði Hannes að endingu. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti UMF Grindavík Eldgos og jarðhræringar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur leika í Subway-deildunum í körfubolta. Kvennaliðið á heimaleik gegn Þór Akureyri á laugardag en karlaliðið útileik gegn Hamri frá Hveragerði á föstudagskvöld. Ljóst er að liðin geta hvorki æft né spilað í nýju íþróttahúsi í Grindavík næstu vikurnar. „Þetta er eitthvað sem er ekki í reglubókinni góðu. Við erum í rauninni að taka dag fyrir dag og leyfðum helginni að líða. Númer eitt, tvö og þrjú er að leyfa Grindvíkingum að reyna ná áttum, eins og hægt var. Við vorum í góðu sambandi við körfuknattleiksdeildina og formann Grindavíkur. Það var númer eitt, tvö og þrjú núna um helgina.“ „Í dag erum við að reyna sjá hvernig næstu dagar geta farið. Mótahaldið okkar er stórt, Grindavík er risastór körfuknattleiksdeild með fullt af iðkendum. Held við getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi. Verður reynt að finna einhvern flöt hvernig við getum haldið áfram en það verður gert í samráði við Grindvíkinga og hvernig Grindvíkingar vilja gera það.“ „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við.“ „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna,“ sagði Hannes að endingu. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti UMF Grindavík Eldgos og jarðhræringar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira