Birgir telur rétt að HS Orka og Bláa lónið komi að kostnaði Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2023 11:59 Birgir var eini þingmaðurinn sem kom inn á þann möguleika, í umræðum um frumvarpið sem samþykkt var í gær, að HS Orka og Bláa lónið, sem bæði væru stöndug fyrirtæki, kæmu að kostnaði við varnargarða sem á að reisa til að vernda starfsemina. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að reistir verði sérstakir varnargarðar til að verja HS Orku og Bláa lónið fyrir hugsanlegu eldgosi. Til að mæta þeim kostnaði hefur verið lagður á tímabundinn skattur, eða til þriggja ára, og leggst hann á fasteignir og þar af leiðandi almenning í landinu. Stöndug fyrirtæki og rétt að taka upp viðræður við þau Fjölmargir velta fyrir sér því hvernig og hverjir eigi að bera baggana vegna þessa. Birgir, sem á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd, lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið í umræðum um það í gærkvöldi. Hann taldi gjaldið ekki hátt, 600 krónur á mánuði og átta þúsund á ári. En það skili mikilvægum tekjum í ríkissjóð á tímum þegar verið er að reyna að draga úr verðbólgu. Hann var hins vegar eini þingmaðurinn sem hafði á því orð að eðllegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að þeim kostnaði. „Mér [finnst] persónulega ekkert óeðlilegt við það að tvö stöndug og mikilvæg fyrirtæki sem eru á þessu svæði, HS Orka og Bláa lónið, tækju þátt í þeim kostnaði. Það er ekkert óeðlilegt við það og væri eðlilegt að taka upp viðræður við þessi fyrirtæki,“ sagði Birgir. Ekkert heyrist frá Bláa lóninu Hann nefndi að einnig væri mikilvægt að fyrirtækin sendu út tilkynningu, þess efnis að þau ætli að styðja við sína starfsmenn, greiða laun starfsfólks meðan þeir geta ekki sinnt starfi sínu. „Það hafa fyrirtæki í Grindavík gert en ég hef ekki heyrt þetta frá Bláa lóninu. Þetta er stór og mikilvægur vinnustaður. Ég tel eðlilegt að þetta væri rætt við þessi fyrirtæki. Þetta eru einkafyrirtæki sem hafa greitt út arð og gengur vel. Sem er gott en ég held að þau hafi svigrúm til að koma að þessari vinnu.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins né Grími Sæmundssen stofnanda og helsta eiganda fyrirtækisins. Alþingi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að reistir verði sérstakir varnargarðar til að verja HS Orku og Bláa lónið fyrir hugsanlegu eldgosi. Til að mæta þeim kostnaði hefur verið lagður á tímabundinn skattur, eða til þriggja ára, og leggst hann á fasteignir og þar af leiðandi almenning í landinu. Stöndug fyrirtæki og rétt að taka upp viðræður við þau Fjölmargir velta fyrir sér því hvernig og hverjir eigi að bera baggana vegna þessa. Birgir, sem á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd, lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið í umræðum um það í gærkvöldi. Hann taldi gjaldið ekki hátt, 600 krónur á mánuði og átta þúsund á ári. En það skili mikilvægum tekjum í ríkissjóð á tímum þegar verið er að reyna að draga úr verðbólgu. Hann var hins vegar eini þingmaðurinn sem hafði á því orð að eðllegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að þeim kostnaði. „Mér [finnst] persónulega ekkert óeðlilegt við það að tvö stöndug og mikilvæg fyrirtæki sem eru á þessu svæði, HS Orka og Bláa lónið, tækju þátt í þeim kostnaði. Það er ekkert óeðlilegt við það og væri eðlilegt að taka upp viðræður við þessi fyrirtæki,“ sagði Birgir. Ekkert heyrist frá Bláa lóninu Hann nefndi að einnig væri mikilvægt að fyrirtækin sendu út tilkynningu, þess efnis að þau ætli að styðja við sína starfsmenn, greiða laun starfsfólks meðan þeir geta ekki sinnt starfi sínu. „Það hafa fyrirtæki í Grindavík gert en ég hef ekki heyrt þetta frá Bláa lóninu. Þetta er stór og mikilvægur vinnustaður. Ég tel eðlilegt að þetta væri rætt við þessi fyrirtæki. Þetta eru einkafyrirtæki sem hafa greitt út arð og gengur vel. Sem er gott en ég held að þau hafi svigrúm til að koma að þessari vinnu.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins né Grími Sæmundssen stofnanda og helsta eiganda fyrirtækisins.
Alþingi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26