Ryder býður stuðningsmönnum KR í bjór á Rauða ljóninu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 23:00 Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR í síðasta mánuði. stöð 2 sport Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR, ætlar greinilega að vinna stuðningsmenn félagsins strax á sitt band. Ryder hefur nefnilega boðið stuðningsmönnum KR upp á bjór eða tvo á Rauða ljóninu 16. desember næstkomandi. Hann skrifaði færslu þess efnis á stuðningsmannasíðu KR á Facebook, Já, ég styð KR! í dag. Ryder byrjar á því að þakka fyrir góðar móttökur á Meistaravöllum og segist vera svo stoltur að vera þjálfari KR. „Áður en ég varð fótboltaþjálfari var ég, og er enn, fótboltaaðdáandi. Ég veit að fótboltafélag er ekkert án stuðningsmannanna. Við þurfum að vera með lið sem þið getið samsamað ykkur við, leikmenn og starfslið sem ykkur finnst þið tengjast. Við erum að leggja af stað í vegferð og við þurfum öll ykkar með. Saman verðum við óstöðvandi,“ skrifaði Ryder sem býður stuðningsmönnunum svo á Rauða ljónið á aðventunni. Og hann segist hlakka til. Ryder var kynntur sem nýr þjálfari KR 28. október. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Ryder tekur við KR af Rúnari Kristinssyni sem var ráðinn þjálfari Fram á dögunum. Hinn 35 ára gamli Ryder hefur starfað hjá ÍBV, Þrótti Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. Undanfarin ár hefur hann starfað fyrir HB Köge í Danmörku, þar hefur hann gegnt hlutverki U-19 ára þjálfara sem og aðstoðarþjálfari aðalliðs félagsins sem spilar í dönsku B-deildinni. Besta deild karla KR Tengdar fréttir „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00 Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Ryder hefur nefnilega boðið stuðningsmönnum KR upp á bjór eða tvo á Rauða ljóninu 16. desember næstkomandi. Hann skrifaði færslu þess efnis á stuðningsmannasíðu KR á Facebook, Já, ég styð KR! í dag. Ryder byrjar á því að þakka fyrir góðar móttökur á Meistaravöllum og segist vera svo stoltur að vera þjálfari KR. „Áður en ég varð fótboltaþjálfari var ég, og er enn, fótboltaaðdáandi. Ég veit að fótboltafélag er ekkert án stuðningsmannanna. Við þurfum að vera með lið sem þið getið samsamað ykkur við, leikmenn og starfslið sem ykkur finnst þið tengjast. Við erum að leggja af stað í vegferð og við þurfum öll ykkar með. Saman verðum við óstöðvandi,“ skrifaði Ryder sem býður stuðningsmönnunum svo á Rauða ljónið á aðventunni. Og hann segist hlakka til. Ryder var kynntur sem nýr þjálfari KR 28. október. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Ryder tekur við KR af Rúnari Kristinssyni sem var ráðinn þjálfari Fram á dögunum. Hinn 35 ára gamli Ryder hefur starfað hjá ÍBV, Þrótti Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. Undanfarin ár hefur hann starfað fyrir HB Köge í Danmörku, þar hefur hann gegnt hlutverki U-19 ára þjálfara sem og aðstoðarþjálfari aðalliðs félagsins sem spilar í dönsku B-deildinni.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00 Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
„Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00
Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00