Táknmál í sveitarfélögin Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2023 17:01 Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Þessi vinna er að mörgu leyti unnin að öllu jöfnu yfir árið og oft samhliða gerð fjárhagsáætlana. Að mörgu er að huga og að mörgu er að sinna. Mörg málefni og verkefni vilja fá sitt brautargengi í sveitarfélaginu og nú fá íbúar sveitarfélagsins til dæmis að leggja sitt á vogarskálarnar og geta komið á framfæri sínum hugðarefnum, hugmyndum og athugasemdum sínum um verkefni sveitarfélagsins síns. Ég vil með þessari grein koma því á framfæri að íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum nr. 61/2011. Íslenskt táknmál hefur með þessum lögum sama vægi og íslensk tunga. Íslenskt táknmál mætti því alveg sjást jafn mikið og íslensk tunga kemur fram í starfi sveitarfélagsins. Í hverju sveitarfélagi búa alltaf táknmálsnotendur. Líklegast búa flestir táknmálsnotendur/táknmálsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þessara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu notar íslenskt táknmál sem upplýsingamiðill í sama mæli og íslensk tunga eða hefur gefið táknmálinu mikið vægi og þar með orðið til fyrirmyndar fyrir aðra þegar kemur að táknmálinu. Ég leyfi mér að koma með nokkrar hugmyndir þar sem táknmál mætti koma að í sveitarfélögum og íbúar sem eru táknmálstalandi myndu geta notið táknmálsins - sjá það notað á sínum heimaslóðum gerir meira en hægt er að segja í einni setningu fyrir táknmálsfólkið og þeirra fólk allt í kring. Eins myndi það lyfta táknmálinu sjálfu upp og gera það þar með mikilvægt, atvinnuskapandi og aðgengisvænt. Ég er ekki leggja fram að lausnin sé bara að panta táknmálstúlk. Ég vil frekar fá að koma því að að táknmálsfólkið sjálft fengi verkefni og fengi greitt fyrir sína vinnu. að upplýsingar, fræðsluefni og annað sem er að finna á t.d. heimasíðu sveitarfélagsins séu líka á táknmáli að starfsfólk velferðarsviðs fái fræðslu um heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, táknmál frá táknmálsfólki að táknmálið sé sýnilegt í menningarviðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólk sé ráðið í störf í sveitarfélaginu að túlkur sé til staðar og auglýstur á viðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólki sé gefinn kostur á að vera með í verkefnum á vegum sveitarfélagsins að haft sé samráð við táknmálsfólk við gerð jafnréttisstefnu, mannréttindastefnu og aðgengisstefnu sveitarfélagsins að sveitarfélagið taki fullan þátt í kostnaði táknmálskennslu og fræðslu fyrir heyrandi aðstandendur táknmálsfólks og ráði til sín táknmálskennara/leiðbeinanda úr röðum táknmálsfólks Ávinningurinn af táknmáls verkefnum sveitarfélaga er ótvíræður. Það er mikilvægt að stuðningur við táknmálið sé sýnilegur fyrir táknmáls samfélagið sem býr í sveitarfélaginu og að sá stuðningur sé fjölbreyttur og atvinnuskapandi þ.e. á þann hátt að táknmálsfólk fær vinnu og störf við sitt móðurmál sem er íslenska táknmálið. Hér á Íslandi eru um 350 manns sem eiga íslenskt táknmál að sínu móðurmáli/fyrsta máli. Við erum ekkert fámenn og eigum ekki skilið að það sé sagt um táknmálsverkefni að það sé ekki þess virði vegna fámennis táknmálsfólksins og mikil kostnaðar við táknmálið. Það er úrelt viðhorf og hefur hamlandi/mannskemmandi áhrif á táknmálsfólk og þeirra nánustu. Lítum frekar á að íslenska táknmálið er styrkleiki fyrir fámenna þjóð. Við táknmálsfólk getum kennt ykkur svo margt og við viljum fá að koma því á framfæri. Táknmálið á skilið virðingu og að sú virðing sé í verki og verkefnum sveitarfélaganna sem táknmálsfólk á búsetu. Það er af nógu að taka þegar táknmálið er annars vegar en það snýst allt um að vilji, geta, þor og áræðni sveitarfélaganna sé til staðar. Táknmál í sveitarfélagið, takk :-) Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Þessi vinna er að mörgu leyti unnin að öllu jöfnu yfir árið og oft samhliða gerð fjárhagsáætlana. Að mörgu er að huga og að mörgu er að sinna. Mörg málefni og verkefni vilja fá sitt brautargengi í sveitarfélaginu og nú fá íbúar sveitarfélagsins til dæmis að leggja sitt á vogarskálarnar og geta komið á framfæri sínum hugðarefnum, hugmyndum og athugasemdum sínum um verkefni sveitarfélagsins síns. Ég vil með þessari grein koma því á framfæri að íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum nr. 61/2011. Íslenskt táknmál hefur með þessum lögum sama vægi og íslensk tunga. Íslenskt táknmál mætti því alveg sjást jafn mikið og íslensk tunga kemur fram í starfi sveitarfélagsins. Í hverju sveitarfélagi búa alltaf táknmálsnotendur. Líklegast búa flestir táknmálsnotendur/táknmálsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þessara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu notar íslenskt táknmál sem upplýsingamiðill í sama mæli og íslensk tunga eða hefur gefið táknmálinu mikið vægi og þar með orðið til fyrirmyndar fyrir aðra þegar kemur að táknmálinu. Ég leyfi mér að koma með nokkrar hugmyndir þar sem táknmál mætti koma að í sveitarfélögum og íbúar sem eru táknmálstalandi myndu geta notið táknmálsins - sjá það notað á sínum heimaslóðum gerir meira en hægt er að segja í einni setningu fyrir táknmálsfólkið og þeirra fólk allt í kring. Eins myndi það lyfta táknmálinu sjálfu upp og gera það þar með mikilvægt, atvinnuskapandi og aðgengisvænt. Ég er ekki leggja fram að lausnin sé bara að panta táknmálstúlk. Ég vil frekar fá að koma því að að táknmálsfólkið sjálft fengi verkefni og fengi greitt fyrir sína vinnu. að upplýsingar, fræðsluefni og annað sem er að finna á t.d. heimasíðu sveitarfélagsins séu líka á táknmáli að starfsfólk velferðarsviðs fái fræðslu um heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, táknmál frá táknmálsfólki að táknmálið sé sýnilegt í menningarviðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólk sé ráðið í störf í sveitarfélaginu að túlkur sé til staðar og auglýstur á viðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólki sé gefinn kostur á að vera með í verkefnum á vegum sveitarfélagsins að haft sé samráð við táknmálsfólk við gerð jafnréttisstefnu, mannréttindastefnu og aðgengisstefnu sveitarfélagsins að sveitarfélagið taki fullan þátt í kostnaði táknmálskennslu og fræðslu fyrir heyrandi aðstandendur táknmálsfólks og ráði til sín táknmálskennara/leiðbeinanda úr röðum táknmálsfólks Ávinningurinn af táknmáls verkefnum sveitarfélaga er ótvíræður. Það er mikilvægt að stuðningur við táknmálið sé sýnilegur fyrir táknmáls samfélagið sem býr í sveitarfélaginu og að sá stuðningur sé fjölbreyttur og atvinnuskapandi þ.e. á þann hátt að táknmálsfólk fær vinnu og störf við sitt móðurmál sem er íslenska táknmálið. Hér á Íslandi eru um 350 manns sem eiga íslenskt táknmál að sínu móðurmáli/fyrsta máli. Við erum ekkert fámenn og eigum ekki skilið að það sé sagt um táknmálsverkefni að það sé ekki þess virði vegna fámennis táknmálsfólksins og mikil kostnaðar við táknmálið. Það er úrelt viðhorf og hefur hamlandi/mannskemmandi áhrif á táknmálsfólk og þeirra nánustu. Lítum frekar á að íslenska táknmálið er styrkleiki fyrir fámenna þjóð. Við táknmálsfólk getum kennt ykkur svo margt og við viljum fá að koma því á framfæri. Táknmálið á skilið virðingu og að sú virðing sé í verki og verkefnum sveitarfélaganna sem táknmálsfólk á búsetu. Það er af nógu að taka þegar táknmálið er annars vegar en það snýst allt um að vilji, geta, þor og áræðni sveitarfélaganna sé til staðar. Táknmál í sveitarfélagið, takk :-) Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun