Þurfa fleiri fyrirtæki sköpunargleðistjóra? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 15. nóvember 2023 08:31 Sköpunargleðin er enn á ný einn af mikilvægustu færniþáttum framtíðarinnar og hún er sú hæfni sem er áætlað að verði með hraðasta vöxtinn í mikilvægi á milli áranna 2023-2027 samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Það er talað um að sköpunargleði er gjaldmiðill 21. aldarinnar og það er ekki að ástæðulausu. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og eins og ritstjóri Harvard Business Review skrifaðinýlega: "Við birtum margar greinar um nýsköpun og það er ekki að ástæðulausu. Fyrirtæki sem ná ekki að sinna síbreytilegum þörfum viðskiptavina, eru ekki líkleg til að dafna.“ Sköpunargleði er ekki einungis að hjálpa fyrirtækjum að vera samkeppnishæf heldur benda rannsóknir til þess að þau fyrirtæki sem eru mjög skapandi geta vaxið allt að 160% hraðar en önnur fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri McKinsey rannsókn þá er sköpunargleði einn af þeim þáttum sem hjálpa millistjórnendum að ná mestum árangri (og skilar þannig margfalt meiri ávöxtun hluthafa). Aðrar rannsóknir, til dæmis frá IBM, hafa bent á hversu mikilvægt það er að stjórnendur séu skapandi og þá er ekki einungis verið að tala um að þau komi með góðar hugmyndir heldur skapi jarðveg fyrir framúrskarandi hugmyndir starfsmanna til að myndast og vaxa.Það er búið að rannsaka sköpunargleðina í marga áratugi og ýmislegt vitað um hvernig jarðveg þarf að skapa til þess að hún sé leyst úr læðingi og eflist. Erlendis hafa ýmis fyrirtæki ráðið í sérstakar stöður þar sem markmið stöðunnar er að búa til gott umhverfi fyrir sköpunargleðina, svokallaðir sköpunargleðistjórar. En hver er munurinn á sköpunargleðistjóra og nýsköpunarstjóra? Í fræðunum er talað um að sköpunargleði er hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt og nýsköpun er framkvæmdin á þeirri hugmynd sem er valin. Sköpunargleðiferlinu hefur verið skipt í fimm þætti: Skilgreining á vandamáli/áskorun Söfnun á viðeigandi gögnum Hugarflug Tilraunir Mat á hugmyndum Til þess að sköpunargleði flæði innan fyrirtækisins ætti stefnan að vera skýr til þess að starfsfólk geti stýrt hugsanamynstrinu sínu í rétta átt, viðeigandi ferlar fyrir flæði hugmynda ættu að vera til staðar og umhverfið þarf að styðja við sköpunargleðina. Þarna snertast sköpunargleðin og nýsköpunin því eins og talað er um í ISO 56002, Innovation and Management Systems staðlinum, þá er markmiðið með þeim staðli að skapa umhverfið sem styður við nýsköpun og það er sama umhverfið sem styður við sköpunargleðina því sköpunargleði er forsenda nýsköpunar. Nýsköpun tekur svo við þarna og inni í henni er verkefnastjórnun til þess að hugmyndin verði að veruleika og stöðugt á leiðinni þarf sköpunargleðina til þess að skapa næstu skref. Það sem sköpunargleðistjórar gera svo aukalega er að hjálpa starfsfólki að þjálfa sköpunargleðina sína og það eru til ýmsar rannsóknir um hvernig best sé að gera það. Þegar ég er með erindi um sköpunargleði þá spyr ég oft þátttakendur hvort að þau séu skapandi og yfirleitt réttir einungis um helmingur þátttakenda upp höndina. Þetta er sambærilegt niðurstöðum úr rannsókn Adobe, þar sem þau söfnuðu gögnum frá 5000 manns frá 5 mismunandi löndum og einungis um 40% svarenda sögðust vera skapandi. Hlutverk sköpunargleðistjóra væri því að hjálpa um helmingi starfsfólks að sjá að þau eru skapandi og heilt yfir að efla sköpunargleði allra og bæta þar með nýsköpun og árangur fyrirtækisins. Þannig má leysa úr læðingi þvílíka krafta, eins og að setja hágæða eldsneyti á lúxus bílinn til þess að hann virki eins vel og hann getur. Höfundur er sköpunargleðifræðingur, fyrirlesari, ráðgjafi og annar stofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sköpunargleðin er enn á ný einn af mikilvægustu færniþáttum framtíðarinnar og hún er sú hæfni sem er áætlað að verði með hraðasta vöxtinn í mikilvægi á milli áranna 2023-2027 samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Það er talað um að sköpunargleði er gjaldmiðill 21. aldarinnar og það er ekki að ástæðulausu. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og eins og ritstjóri Harvard Business Review skrifaðinýlega: "Við birtum margar greinar um nýsköpun og það er ekki að ástæðulausu. Fyrirtæki sem ná ekki að sinna síbreytilegum þörfum viðskiptavina, eru ekki líkleg til að dafna.“ Sköpunargleði er ekki einungis að hjálpa fyrirtækjum að vera samkeppnishæf heldur benda rannsóknir til þess að þau fyrirtæki sem eru mjög skapandi geta vaxið allt að 160% hraðar en önnur fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri McKinsey rannsókn þá er sköpunargleði einn af þeim þáttum sem hjálpa millistjórnendum að ná mestum árangri (og skilar þannig margfalt meiri ávöxtun hluthafa). Aðrar rannsóknir, til dæmis frá IBM, hafa bent á hversu mikilvægt það er að stjórnendur séu skapandi og þá er ekki einungis verið að tala um að þau komi með góðar hugmyndir heldur skapi jarðveg fyrir framúrskarandi hugmyndir starfsmanna til að myndast og vaxa.Það er búið að rannsaka sköpunargleðina í marga áratugi og ýmislegt vitað um hvernig jarðveg þarf að skapa til þess að hún sé leyst úr læðingi og eflist. Erlendis hafa ýmis fyrirtæki ráðið í sérstakar stöður þar sem markmið stöðunnar er að búa til gott umhverfi fyrir sköpunargleðina, svokallaðir sköpunargleðistjórar. En hver er munurinn á sköpunargleðistjóra og nýsköpunarstjóra? Í fræðunum er talað um að sköpunargleði er hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt og nýsköpun er framkvæmdin á þeirri hugmynd sem er valin. Sköpunargleðiferlinu hefur verið skipt í fimm þætti: Skilgreining á vandamáli/áskorun Söfnun á viðeigandi gögnum Hugarflug Tilraunir Mat á hugmyndum Til þess að sköpunargleði flæði innan fyrirtækisins ætti stefnan að vera skýr til þess að starfsfólk geti stýrt hugsanamynstrinu sínu í rétta átt, viðeigandi ferlar fyrir flæði hugmynda ættu að vera til staðar og umhverfið þarf að styðja við sköpunargleðina. Þarna snertast sköpunargleðin og nýsköpunin því eins og talað er um í ISO 56002, Innovation and Management Systems staðlinum, þá er markmiðið með þeim staðli að skapa umhverfið sem styður við nýsköpun og það er sama umhverfið sem styður við sköpunargleðina því sköpunargleði er forsenda nýsköpunar. Nýsköpun tekur svo við þarna og inni í henni er verkefnastjórnun til þess að hugmyndin verði að veruleika og stöðugt á leiðinni þarf sköpunargleðina til þess að skapa næstu skref. Það sem sköpunargleðistjórar gera svo aukalega er að hjálpa starfsfólki að þjálfa sköpunargleðina sína og það eru til ýmsar rannsóknir um hvernig best sé að gera það. Þegar ég er með erindi um sköpunargleði þá spyr ég oft þátttakendur hvort að þau séu skapandi og yfirleitt réttir einungis um helmingur þátttakenda upp höndina. Þetta er sambærilegt niðurstöðum úr rannsókn Adobe, þar sem þau söfnuðu gögnum frá 5000 manns frá 5 mismunandi löndum og einungis um 40% svarenda sögðust vera skapandi. Hlutverk sköpunargleðistjóra væri því að hjálpa um helmingi starfsfólks að sjá að þau eru skapandi og heilt yfir að efla sköpunargleði allra og bæta þar með nýsköpun og árangur fyrirtækisins. Þannig má leysa úr læðingi þvílíka krafta, eins og að setja hágæða eldsneyti á lúxus bílinn til þess að hann virki eins vel og hann getur. Höfundur er sköpunargleðifræðingur, fyrirlesari, ráðgjafi og annar stofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar