Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upphafi undirbúnings Íslands Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 08:31 Arnór Ingvi Traustason átti góðan leik á miðjunni fyrir íslenska liðið. Vísir/Hulda Margrét Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur verið með landsliðinu í undirbúningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping. „Ég var hérna 2016 og aðeins 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Vínar síðan þá. Ég viðurkenni það alveg að það var smá skrítið fyrst en einnig gaman. Tíminn hér var svolítið upp og niður, skrautlegur, en ég á góðar minningar héðan. Vín er frábær borg.“ Leikirnir framundan fyrir íslenska landsliðið eru mikilvægir. Ekki bara sökum þess að liðið á enn möguleika, veikan möguleika, á því að tryggja sér 2. sæti riðilsins og EM sæti. Heldur einnig sökum þess að líklegri möguleikinn. EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu er einnig til staðar. Arnór segir íslenska landsliðið nálgast þetta tiltekna verkefni eins og öll önnur. „Þetta eru tveir fótboltaleikir sem þurfa að spilast. Við viljum gera okkar besta í þeim leikjum. Við viljum ná í einhver stig, taka skref fram á við. Fókusinn liggur kannski hér núna en ég get alveg að mesti fókusinn liggur á mars verkefninu. Við þurfum bara að taka skref fram á við. Undirbúa okkur undir mögulegt umspil og taka það með í marsverkefnið.“ Slóvakarnir geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn kemur. Við hvernig leik býstu? „Þetta verður erfiður en skemmtilegur leikur. Þeir geta tryggt sér sæti á EM með hagstæðum úrslitum gegn okkur. Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Það væri geggjað að fara þangað og taka þrjú stig.“ Arnór Ingvi spilar með IFK Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum liðsins er greint var frá því að þjálfarinn Glen Riddersholm hefði verið látinn fara. „Mig var farið að gruna að þetta yrði lendingin,“ segir Arnór aðspurður hvernig hann hefði frétt af þessum breytingum. „Ég vissi ekkert þannig séð af þessu þegar að þetta kom fyrst út. Tímabilið í heild sinni hjá okkur var kaflaskipt. Við áttum góðan fyrri hluta en svo get ég ekki sett puttann á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur á seinni hlutanum. Það virkaði ekkert af því sem við vildum gera. Þjálfarinn fær að líða fyrir það, eins og oft á tíðum er. Þetta er frábær maður, frábær þjálfari og ég óska honum alls hins besta.“ Og þessu tengt hefur íslenski miðillinn Fótbolti.net greint frá því að Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur, sé í viðræðum við IFK Norrköping um að verða þjálfari liðsins. Klippa: Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjá meira
„Ég var hérna 2016 og aðeins 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Vínar síðan þá. Ég viðurkenni það alveg að það var smá skrítið fyrst en einnig gaman. Tíminn hér var svolítið upp og niður, skrautlegur, en ég á góðar minningar héðan. Vín er frábær borg.“ Leikirnir framundan fyrir íslenska landsliðið eru mikilvægir. Ekki bara sökum þess að liðið á enn möguleika, veikan möguleika, á því að tryggja sér 2. sæti riðilsins og EM sæti. Heldur einnig sökum þess að líklegri möguleikinn. EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu er einnig til staðar. Arnór segir íslenska landsliðið nálgast þetta tiltekna verkefni eins og öll önnur. „Þetta eru tveir fótboltaleikir sem þurfa að spilast. Við viljum gera okkar besta í þeim leikjum. Við viljum ná í einhver stig, taka skref fram á við. Fókusinn liggur kannski hér núna en ég get alveg að mesti fókusinn liggur á mars verkefninu. Við þurfum bara að taka skref fram á við. Undirbúa okkur undir mögulegt umspil og taka það með í marsverkefnið.“ Slóvakarnir geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn kemur. Við hvernig leik býstu? „Þetta verður erfiður en skemmtilegur leikur. Þeir geta tryggt sér sæti á EM með hagstæðum úrslitum gegn okkur. Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Það væri geggjað að fara þangað og taka þrjú stig.“ Arnór Ingvi spilar með IFK Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum liðsins er greint var frá því að þjálfarinn Glen Riddersholm hefði verið látinn fara. „Mig var farið að gruna að þetta yrði lendingin,“ segir Arnór aðspurður hvernig hann hefði frétt af þessum breytingum. „Ég vissi ekkert þannig séð af þessu þegar að þetta kom fyrst út. Tímabilið í heild sinni hjá okkur var kaflaskipt. Við áttum góðan fyrri hluta en svo get ég ekki sett puttann á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur á seinni hlutanum. Það virkaði ekkert af því sem við vildum gera. Þjálfarinn fær að líða fyrir það, eins og oft á tíðum er. Þetta er frábær maður, frábær þjálfari og ég óska honum alls hins besta.“ Og þessu tengt hefur íslenski miðillinn Fótbolti.net greint frá því að Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur, sé í viðræðum við IFK Norrköping um að verða þjálfari liðsins. Klippa: Er ekki alltaf gaman að skemma partý?
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjá meira