Þetta herma heimildir fréttastofu. Meint brot átti sér stað í íbúð í Fellahverfinu í Breiðholti.
Stefán Logi á að baki langan sakaferil en hann hefur ekki hlotið dóm í níu ár. Hann var síðast dæmdur í átján mánaða fangelsi árið 2014 í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Málið snerist um mannrán á tveimur mönnum, frelsissviptingu og pyntingu í hálfan sólarhring.
Ári síðar var Stefán Logi fórnarlamb í stórfelldu líkamsárásarmáli þar sem árásarmaðurinn fékk átján mánaða dóm. Árásarmaðurinn furðaði sig á dómnum enda hefði Stefán Logi mætt óboðinn heim til hans vopnaður hafnarboltakylfu og veitt honum áverka.
Stefán Logi stofnaði árið 2017 fyrirtækið 4 Grjótharðir ehf. með þremur félögum sínum. Tilgangur fyrirtækisins var sagður bygging fasteigna, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Félagið var afskráð árið 2021.