„Þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2023 11:32 Árni bíður ásamt teymi frá Þjóðskjalasafni og Grindvíkurbæ eftir því að komast inn til að bjarga verðmætum skjölum. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Þjóðskjalasafns og Grindavíkurbæjar ætlar að reyna að bjarga sem mestu af skjölum bæjarins í dag. Í forgangi eru skjöl er varða lóðir, barnavernd og fatlaða einstaklinga. Um mjög mikið magn er að ræða að mati skjalavarðar Þjóðskjalasafns. Tíu manns frá Þjóðskjalasafninu eru nú á leið til Grindavíkur til að sækja verðmæt skjöl. Árni Jóhannsson, skjalavörður, segir í samtali við fréttastofu að reynt verði að vinna hratt til að bjarga skjölum bæjarins í tæka tíð. „Við ætlum að reyna að ná sem mestu af skjalasafni bæjarins. Við erum tíu frá Þjóðskjalasafninu ásamt fjórum starfsmönnum bæjarins sem þekkja hvað er mikilvægt að taka. Við munum flytja skjölin til varðveislu á Þjóðskjalasafninu,“ segir Árni sem bíður nú í röð eins og fleiri eftir því að komast inn á svæðið. „Ef allt fer á versta veg verða skjölin trygg.“ Árni segir að lögð verði áhersla á skjöl er varða réttindi einstaklinga fyrst og svo til skjala er varða hag bæjarins. „Til að mynda hvar eignir fasteigna liggja, og lóðir. Svo lítum við til barnaverndar og málefna fatlaðra. Það eru réttindi einstaklinga og hagur bæjarins. Það er forgangsröðunin en við reynum að ná öllu. En fyrst þarf að tryggja réttindi einstaklinganna,“ segir Árni. Hvað heldurðu að þetta séu mörg skjöl? „Það er erfitt að segja en þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum. Mögulega nálægt hundrað metrum. Kannski aðeins sunnan við það mark. Þetta er talsvert magn þannig við reynum að ná sem mestu.“ Hann segir að reynt verði að vinna hratt en þau vita ekki enn hversu mikinn tíma þau hafa fengið. Unnið er að þessu í nánu samráði við almannavarnir sem úthlutar þeim tíma. „Við buðum fram aðstoð um helgina og nú fáum við vonandi að ná þessu út, í tæka tíð.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tíu manns frá Þjóðskjalasafninu eru nú á leið til Grindavíkur til að sækja verðmæt skjöl. Árni Jóhannsson, skjalavörður, segir í samtali við fréttastofu að reynt verði að vinna hratt til að bjarga skjölum bæjarins í tæka tíð. „Við ætlum að reyna að ná sem mestu af skjalasafni bæjarins. Við erum tíu frá Þjóðskjalasafninu ásamt fjórum starfsmönnum bæjarins sem þekkja hvað er mikilvægt að taka. Við munum flytja skjölin til varðveislu á Þjóðskjalasafninu,“ segir Árni sem bíður nú í röð eins og fleiri eftir því að komast inn á svæðið. „Ef allt fer á versta veg verða skjölin trygg.“ Árni segir að lögð verði áhersla á skjöl er varða réttindi einstaklinga fyrst og svo til skjala er varða hag bæjarins. „Til að mynda hvar eignir fasteigna liggja, og lóðir. Svo lítum við til barnaverndar og málefna fatlaðra. Það eru réttindi einstaklinga og hagur bæjarins. Það er forgangsröðunin en við reynum að ná öllu. En fyrst þarf að tryggja réttindi einstaklinganna,“ segir Árni. Hvað heldurðu að þetta séu mörg skjöl? „Það er erfitt að segja en þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum. Mögulega nálægt hundrað metrum. Kannski aðeins sunnan við það mark. Þetta er talsvert magn þannig við reynum að ná sem mestu.“ Hann segir að reynt verði að vinna hratt en þau vita ekki enn hversu mikinn tíma þau hafa fengið. Unnið er að þessu í nánu samráði við almannavarnir sem úthlutar þeim tíma. „Við buðum fram aðstoð um helgina og nú fáum við vonandi að ná þessu út, í tæka tíð.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00
500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00