Bætum stöðu fatlaðs fólk Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 16. nóvember 2023 13:30 Staða fatlaðs fólks í samfélaginu hefur sem betur fer breyst til hins betra undanfarin ár og áratugi. Samt sem áður stendur fatlað fólk enn ekki á jafnfætis ófötluðum á mörgum sviðum. Er þar nóg að nefna aðgengi að samfélaginu, þ.m.t. að námi og atvinnu. Auk þess eru fordómar gagnvart því hvað fatlað fólk getur gert og ekki gert eru enn alltof miklir. Fatlað fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi, ekki síst fatlaðar konur. Þess vegna heldur baráttan fyrir mannréttindum fatlaðs fólks áfram og ég vil leggja lóð mín á þær vogarskálar. Á þessu ári hefur ráðuneyti mitt, í góðu samstarfi við fjölda aðila, staðið fyrir umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Landsáætlun er ætlað að koma samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til framkvæmdar hér á Íslandi, en unnið er að undirbúningi að lögfestingu hans í forsætisráðuneytinu. Mikilvæg forsenda lögfestingar er að koma á fót óháðri mannréttindastofnun, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stofnunina á Alþingi í október síðastliðnum. Landsáætlunin er fyrsta heilstæða stefnumótunin í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi og er afrakstur af víðtækri samvinnu ráðuneyta, stofnana, fulltrúa sveitarfélaga og ekki síst hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Fatlað fólk hefur stýrt þeim ellefu vinnuhópum sem unnið hafa aðgerðir inn í áætlunina. Þá stóð ráðuneyti mitt fyrir opnum fundum á níu stöðum um allt land í vor og sumar og þar áttum við gott samtal um málaflokkinn. Ég hef nú sett drög að landsáætlun í samráðsgátt stjórnvalda til 23. nóvember og hyggst leggja hana fram sem þingsályktunartillögu á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi. Landsáætlunin verður afar mikilvæg til að koma réttindum fatlaðs fólks samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna til framkvæmdar. Markmið áætlunarinnar er samhljóma fyrstu grein samningsins, að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn fatlaðs fólks. Landsáætlun hefur að geyma tæpar 60 aðgerðir sem snerta vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, og þróun á þjónustu. Ég hlakka til að leggja áætlunina fram á Alþingi til umræðu og vonandi verður hún samþykkt fyrir vorið. Ég hvet einnig sem flest til að senda inn athugasemdir meðan landsáætlun er í samráðsgátt stjórnvalda. Með Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks stígum við mikilvæg skref í átt að frekari mannréttindum og betri þjónustu við fatlað fólk. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Staða fatlaðs fólks í samfélaginu hefur sem betur fer breyst til hins betra undanfarin ár og áratugi. Samt sem áður stendur fatlað fólk enn ekki á jafnfætis ófötluðum á mörgum sviðum. Er þar nóg að nefna aðgengi að samfélaginu, þ.m.t. að námi og atvinnu. Auk þess eru fordómar gagnvart því hvað fatlað fólk getur gert og ekki gert eru enn alltof miklir. Fatlað fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi, ekki síst fatlaðar konur. Þess vegna heldur baráttan fyrir mannréttindum fatlaðs fólks áfram og ég vil leggja lóð mín á þær vogarskálar. Á þessu ári hefur ráðuneyti mitt, í góðu samstarfi við fjölda aðila, staðið fyrir umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Landsáætlun er ætlað að koma samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til framkvæmdar hér á Íslandi, en unnið er að undirbúningi að lögfestingu hans í forsætisráðuneytinu. Mikilvæg forsenda lögfestingar er að koma á fót óháðri mannréttindastofnun, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stofnunina á Alþingi í október síðastliðnum. Landsáætlunin er fyrsta heilstæða stefnumótunin í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi og er afrakstur af víðtækri samvinnu ráðuneyta, stofnana, fulltrúa sveitarfélaga og ekki síst hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Fatlað fólk hefur stýrt þeim ellefu vinnuhópum sem unnið hafa aðgerðir inn í áætlunina. Þá stóð ráðuneyti mitt fyrir opnum fundum á níu stöðum um allt land í vor og sumar og þar áttum við gott samtal um málaflokkinn. Ég hef nú sett drög að landsáætlun í samráðsgátt stjórnvalda til 23. nóvember og hyggst leggja hana fram sem þingsályktunartillögu á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi. Landsáætlunin verður afar mikilvæg til að koma réttindum fatlaðs fólks samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna til framkvæmdar. Markmið áætlunarinnar er samhljóma fyrstu grein samningsins, að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn fatlaðs fólks. Landsáætlun hefur að geyma tæpar 60 aðgerðir sem snerta vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, og þróun á þjónustu. Ég hlakka til að leggja áætlunina fram á Alþingi til umræðu og vonandi verður hún samþykkt fyrir vorið. Ég hvet einnig sem flest til að senda inn athugasemdir meðan landsáætlun er í samráðsgátt stjórnvalda. Með Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks stígum við mikilvæg skref í átt að frekari mannréttindum og betri þjónustu við fatlað fólk. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun