Viðskipti innlent

Kalda­lón mætt á aðal­markað Nas­daq Iceland

Atli Ísleifsson skrifar
Frá skráningarathöfn Kaldalóns í Kauphöllinni í morgun.
Frá skráningarathöfn Kaldalóns í Kauphöllinni í morgun. Nasdaq Iceland

Viðskipti með hlutabréf í fasteignafélaginu Kaldalóni hófust á aðalmarkaði Nasdaq Iceland í morgun. Síðustu ár hefur síðustu ár verið á First North vaxtamarkaðnum.

Í tilkynningu frá Nasdaq Iceland segir að Kaldalón sé 26. félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic* í ár. Kaldalón sé vaxandi fasteignafélag með dreift eignasafn á höfuðborgarsvæðinu og nálægt helstu höfnum og flughöfnum landsins. Félagið leggi áherslu á vöru- og iðnaðarhúsnæði, og verslunar- og þjónustuhúsnæði; og hafi einfaldan rekstur að leiðarljósi sem og létta yfirbyggingu til framtíðar.

Haft er eftir Jóni Þór Gunnarsson, forstjóra Kaldalóns, að félagið setti sér skýr og mælanleg markmið fyrir skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland sem hafi nú verið náð. 

„Síðan félagið var skráð á Nasdaq First North hefur það farið í gegnum töluvert umbreytingarferli. Á þessum tíma hefur fjöldi hluthafa með fimmfaldast sem sýnir að fjárfestar, stórir sem smáir deila okkar hugmyndafræði og framtíðarsýn. Hluthafar eru um 600 og fer enginn með stærri eignarhlut en 16%. Skráning félagsins á Aðalmarkað er því mjög spennandi verkefni sem mun fram veginn styðja við vöxt félagsins,” segir Jón Þór.

Þá er haft eftir Magnús Harðarson, forstjóra Nasdaq Iceland, að það sé mikil ánægja að bjóða Kaldalón velkomið á Aðalmarkaðinn. „Félagið hefur verið mjög stefnufast í sinni veru á Nasdaq First North og lagt áherslu á að nýta sér vel þann sýnileika og tækifæri til vaxtar sem skráning veitir. Skráning á Aðalmarkað veitir félaginu enn meiri sýnileika og trúverðugleika sem og aðgang að breiðari hópi fjárfesta en áður. Við óskum félaginu og hluthöfum innilega til hamingju og hlökkum til að styðja við félagið fram veginn.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×