Gagnrýni: Svo lengi sem við lifum Erna Mist skrifar 16. nóvember 2023 14:31 Íslendingar flytja til útlanda í þeim eina tilgangi að snúa aftur heim. Söguhetja þáttanna Svo lengi sem við lifum er þar engin undantekning, heldur dæmisaga þeirra sanninda: tónlistarkona sem ákveður að flytja heim eftir farsælan tónlistarferil með erlendan mann og barn í eftirdragi. Upphaflega er heimkoman eitt stórt spurningarmerki, en þegar útlit söguhetjunnar og viðhorft hennar gagnvart kynjaímyndum eru höfð til hliðsjónar koma ástæðurnar á færibandi: Bransinn var brenglaður, draumurinn dó um leið og hann var dreginn inn í veruleikann, og til að eiga möguleika á eðlilegu lífi var eina leiðin að elta upprunann og festa þar rætur. En spennufíknin slokknar ekki þó umhverfið hafi róast. Þó söguhetjan sé einfari að eðlisfari vakir innra með henni óseðjandi þrá eftir ofsablandinni nánd; fantasíum sem raungerast þegar ímyndunaraflinu tekst ekki að finna þeim farveg. Í stöðugum skilmingum við eigin langanir reynist listakonunni fjölskyldulífið ekki svo borðliggjandi, og þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að stíga inn í hlutverk barnapíu fer heimilislífið endanlega úr böndunum. Fortíðardraugar á borð við fyrrum elskhuga og ófullkomna foreldra brjóta upp á framvinduna, en í stað þess að nýta áföll og fortíðarbresti til að útskýra hegðun og hugsanavillur söguhetjunnar (eins og vinsælt þykir í samtímasagnagerð sem einkennist af geðrænni greiningaráráttu og gegndarlausu fórnarlambsblæti) draga aukapersónurnar fram óvæntar hliðar á söguhetjunni sem berst við að samræma þessar hliðar. Hið sígilda samspil valdaójafnvægis og forboðins aðdráttarafls tekur á sig ólíkar birtingarmyndir í kringumstæðum sem eru í senn framandi og kunnulegar; senum sem sýna mann sjálfan í skálduðum persónum. Svo lengi sem við lifum er fyrst og fremst óður til frelsisins, þeirrar sammannlegu sálarhvatar til að skera á bönd hinna stöðnuðu hversdagshátta og losna undan fjötrum samfélagsgerðar sem skyldar okkur til að velja eina útgáfu af sjálfum okkur og bæla hinar niður. Söguhetja þáttanna er kærkomin nýjung í persónugallerí íslenskrar sjónvarpsgerðar - kona sem kýs frelsið frelsisins vegna; óvissuna fram yfir klisjuna. Þættina skrifar Aníta Briem, Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar flytja til útlanda í þeim eina tilgangi að snúa aftur heim. Söguhetja þáttanna Svo lengi sem við lifum er þar engin undantekning, heldur dæmisaga þeirra sanninda: tónlistarkona sem ákveður að flytja heim eftir farsælan tónlistarferil með erlendan mann og barn í eftirdragi. Upphaflega er heimkoman eitt stórt spurningarmerki, en þegar útlit söguhetjunnar og viðhorft hennar gagnvart kynjaímyndum eru höfð til hliðsjónar koma ástæðurnar á færibandi: Bransinn var brenglaður, draumurinn dó um leið og hann var dreginn inn í veruleikann, og til að eiga möguleika á eðlilegu lífi var eina leiðin að elta upprunann og festa þar rætur. En spennufíknin slokknar ekki þó umhverfið hafi róast. Þó söguhetjan sé einfari að eðlisfari vakir innra með henni óseðjandi þrá eftir ofsablandinni nánd; fantasíum sem raungerast þegar ímyndunaraflinu tekst ekki að finna þeim farveg. Í stöðugum skilmingum við eigin langanir reynist listakonunni fjölskyldulífið ekki svo borðliggjandi, og þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að stíga inn í hlutverk barnapíu fer heimilislífið endanlega úr böndunum. Fortíðardraugar á borð við fyrrum elskhuga og ófullkomna foreldra brjóta upp á framvinduna, en í stað þess að nýta áföll og fortíðarbresti til að útskýra hegðun og hugsanavillur söguhetjunnar (eins og vinsælt þykir í samtímasagnagerð sem einkennist af geðrænni greiningaráráttu og gegndarlausu fórnarlambsblæti) draga aukapersónurnar fram óvæntar hliðar á söguhetjunni sem berst við að samræma þessar hliðar. Hið sígilda samspil valdaójafnvægis og forboðins aðdráttarafls tekur á sig ólíkar birtingarmyndir í kringumstæðum sem eru í senn framandi og kunnulegar; senum sem sýna mann sjálfan í skálduðum persónum. Svo lengi sem við lifum er fyrst og fremst óður til frelsisins, þeirrar sammannlegu sálarhvatar til að skera á bönd hinna stöðnuðu hversdagshátta og losna undan fjötrum samfélagsgerðar sem skyldar okkur til að velja eina útgáfu af sjálfum okkur og bæla hinar niður. Söguhetja þáttanna er kærkomin nýjung í persónugallerí íslenskrar sjónvarpsgerðar - kona sem kýs frelsið frelsisins vegna; óvissuna fram yfir klisjuna. Þættina skrifar Aníta Briem, Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir. Höfundur er listmálari.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun