Utan vallar: Gleyma ekki sínum grindvíska bróður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2023 10:01 Körfuboltalið Grindavíkur ætla að halda sínu striki þrátt fyrir allt. vísir/hulda margrét Aðdáundarvert hefur verið að fylgjast með því hversu þétt íþróttahreyfingin hefur staðið við bakið á Grindvíkingum vegna ástandsins þar í bæ. Á fimmtudaginn í síðustu viku vann Grindavík sinn þriðja leik í röð í Subway deild karla þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn að velli, 93-90. Daginn eftir var Grindavíkurbær rýmdur vegna jarðhræringa á svæðinu. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að nýtt íþróttahús Grindavíkur, sem bæjarbúar biðu svo lengi eftir, sitji beint ofan á sprungunni sem gengur í gegnum bæinn. Óvíst er hversu miklar skemmdirnar eru en ljóst er að þær eru verulegar. Hljóðið var því skiljanlega nokkuð þungt í formanni körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, Ingibergi Þ. Jónassyni, þegar hann mætti í viðtal í kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni. „Okkur langar bara að halda sjó. Við erum með nokkra viðburði, fótboltaleiki á sumrin, nokkrar íþróttagreinar, körfuna á veturna, þorrablót og sjómannadaginn. Þetta er eitthvað sem bindur bæinn saman. Við í stjórn körfunnar erum bara að hugsa um bæinn okkar og heildina,“ sagði Ingibergur. „Við erum ekki að hugsa um að vinna alla leiki. Okkur langar bara að halda áfram og halda sjó og reyna að gera eitthvað fyrir bæinn okkar.“ Hugur þjóðarinnar hefur verið hjá Grindvíkingum undanfarna daga og margir boðið fram aðstoð sína. Íþróttahreyfingin hefur ekki látið sitt eftir liggja og hefur verið sérstaklega dugleg við að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. Hvert félagið á fætur öðru hefur boðið grindvískum íþróttakrökkum að æfa hjá sér, þeim að kostnaðarlausu. Gríðarleg röskun hefur orðið á lífi Grindvíkinga en þeir eiga allavega möguleika á að stunda sína íþrótt áfram þótt það sé á öðrum stað. Þá hafa meistaraflokkar Grindavíkur í körfubolta fengið inni í Seljaskóla og æft þar. Og leikmenn liðanna báru sig nokkuð vel á fyrstu æfingunum þar fyrr í vikunni. Breiðablik hefur boðist til að hýsa heimaleiki Grindavíkur í Smáranum og á morgun verður þar sannkölluð grindvísk körfuboltaveisla. Kvennalið Grindavíkur mætir Þór Ak. og karlaliðið Hamri. „Það væri ofboðslega fallegt, og held ég gott fyrir alla sem treysta sér og vilja, að taka næstkomandi laugardag frà, koma saman með okkur þar sem við ætlum að reyna að gleyma stund og stað. Losa um tilfinningar og spennu sem við erum öll búin að vera að glíma við á jákvæðan hátt með því að hvetja liðin okkar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Íþróttum er oft líkt við trúarbrögð. Grindvíkingar hafa komið saman í guðshúsum til að hlúa að hvort öðru á þessum erfiðu tímum og á morgun koma þeir saman í Smáranum, sækja styrk í hvort annað, njóta samverunnar og sjá vonandi góðan körfubolta. Íþróttirnar eru kannski ansi smáar í stóra samhenginu á tímum sem þessum en þær eru sannarlega sameiningartákn. Og samtakamátturinn í íslensku íþróttahreyfingunni, þegar hún tekur sig til, getur verið ansi sterkur eins og síðustu dagar hafa sýnt. Utan vallar UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Á fimmtudaginn í síðustu viku vann Grindavík sinn þriðja leik í röð í Subway deild karla þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn að velli, 93-90. Daginn eftir var Grindavíkurbær rýmdur vegna jarðhræringa á svæðinu. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að nýtt íþróttahús Grindavíkur, sem bæjarbúar biðu svo lengi eftir, sitji beint ofan á sprungunni sem gengur í gegnum bæinn. Óvíst er hversu miklar skemmdirnar eru en ljóst er að þær eru verulegar. Hljóðið var því skiljanlega nokkuð þungt í formanni körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, Ingibergi Þ. Jónassyni, þegar hann mætti í viðtal í kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni. „Okkur langar bara að halda sjó. Við erum með nokkra viðburði, fótboltaleiki á sumrin, nokkrar íþróttagreinar, körfuna á veturna, þorrablót og sjómannadaginn. Þetta er eitthvað sem bindur bæinn saman. Við í stjórn körfunnar erum bara að hugsa um bæinn okkar og heildina,“ sagði Ingibergur. „Við erum ekki að hugsa um að vinna alla leiki. Okkur langar bara að halda áfram og halda sjó og reyna að gera eitthvað fyrir bæinn okkar.“ Hugur þjóðarinnar hefur verið hjá Grindvíkingum undanfarna daga og margir boðið fram aðstoð sína. Íþróttahreyfingin hefur ekki látið sitt eftir liggja og hefur verið sérstaklega dugleg við að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. Hvert félagið á fætur öðru hefur boðið grindvískum íþróttakrökkum að æfa hjá sér, þeim að kostnaðarlausu. Gríðarleg röskun hefur orðið á lífi Grindvíkinga en þeir eiga allavega möguleika á að stunda sína íþrótt áfram þótt það sé á öðrum stað. Þá hafa meistaraflokkar Grindavíkur í körfubolta fengið inni í Seljaskóla og æft þar. Og leikmenn liðanna báru sig nokkuð vel á fyrstu æfingunum þar fyrr í vikunni. Breiðablik hefur boðist til að hýsa heimaleiki Grindavíkur í Smáranum og á morgun verður þar sannkölluð grindvísk körfuboltaveisla. Kvennalið Grindavíkur mætir Þór Ak. og karlaliðið Hamri. „Það væri ofboðslega fallegt, og held ég gott fyrir alla sem treysta sér og vilja, að taka næstkomandi laugardag frà, koma saman með okkur þar sem við ætlum að reyna að gleyma stund og stað. Losa um tilfinningar og spennu sem við erum öll búin að vera að glíma við á jákvæðan hátt með því að hvetja liðin okkar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Íþróttum er oft líkt við trúarbrögð. Grindvíkingar hafa komið saman í guðshúsum til að hlúa að hvort öðru á þessum erfiðu tímum og á morgun koma þeir saman í Smáranum, sækja styrk í hvort annað, njóta samverunnar og sjá vonandi góðan körfubolta. Íþróttirnar eru kannski ansi smáar í stóra samhenginu á tímum sem þessum en þær eru sannarlega sameiningartákn. Og samtakamátturinn í íslensku íþróttahreyfingunni, þegar hún tekur sig til, getur verið ansi sterkur eins og síðustu dagar hafa sýnt.
Utan vallar UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira