ÖBÍ stóð fyrir gjörningi með „blankaráni“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 15:54 Öryrkjabandalagið lýsti upp höfuðstöðvar bankanna þriggja með nýju merki til að vekja athygli á kjörum öryrkja. ÖBÍ Öryrkjabandalag Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan höfuðstöðvar viðskiptabankanna þriggja. Bandalagið hefur undanfarið staðið fyrir gjörningnum undir nafninu Blanka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar segir að útsendarar Blanka hafi í gærkvöldi varpað merki félagsins á höfuðstöðvar bankanna í þeim tilgangi að breiða út boðskap Blanka um alla borg og land allt. „Þessi gjörningur stafar reyndar ekki af samkeppni Blanka við banka hér á landi. Blanki er nefnilega ekki raunverulegur heldur herferð á vegum ÖBÍ réttindasamtaka til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á vondum kjörum fatlaðs fólks, skorti á húsnæðisöryggi og skertu aðgengi þess að heilbrigðisþjónustu.“ Segir ÖBÍ að það sé staðreynd að örorkulífeyrir á Íslandi sé of lágur. Staðreynd sé að stór hópur öryrkja neyðist til að borga 51 til 75 prósent útborgaðra tekna í húsnæðikostnað og að nærri helmingur þeirra þurfi að neita sér um læknisþjónustu af fjárhagsástæðum. ÖBÍ fékk meðal annars Tik-Tok stjörnur til liðs við sig. @olafurjohann123 jæja framdi risa blankarán , hvað get ég gert næst ? Hækkað um 12.4%? original sound - oli Tekjuvandi fatlaðs fólks fari vaxandi Þá segir ÖBÍ að tekjuvandi fatlaðs fólks sé mikill og fari vaxandi. Undanfarnar lífeyrishækkanir haldi ekki í við verðbólgu og matarkarfan hafi hækkað um meira en 12 prósent síðasta árið. „Félagar í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 40.200 talsins og sennilega eiga landsmenn allir einhvern að sem tilheyrir þessum hópi. Fatlað fólk er alls konar og á í viðskiptum við alls konar banka. Hvar annars staðar er betra að benda á hve margir eiga lítið en þar sem almenningur geymir það (litla) sem hann á, í bönkunum?“ spyr ÖBÍ í tilkynningunni. „Við vonum að samfélagið allt geti tekið undir þennan málstað, að stjórnvöld bregðist við af krafti og við eigum von á að bankarnir taki þessari litlu ljósasýningu vel og styðji málstaðinn ÖBÍ réttindasamtök krefjast þess að stjórnvöld hækki örorkulífeyri um 12,4 prósent án tafar.“ Félagsmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar segir að útsendarar Blanka hafi í gærkvöldi varpað merki félagsins á höfuðstöðvar bankanna í þeim tilgangi að breiða út boðskap Blanka um alla borg og land allt. „Þessi gjörningur stafar reyndar ekki af samkeppni Blanka við banka hér á landi. Blanki er nefnilega ekki raunverulegur heldur herferð á vegum ÖBÍ réttindasamtaka til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á vondum kjörum fatlaðs fólks, skorti á húsnæðisöryggi og skertu aðgengi þess að heilbrigðisþjónustu.“ Segir ÖBÍ að það sé staðreynd að örorkulífeyrir á Íslandi sé of lágur. Staðreynd sé að stór hópur öryrkja neyðist til að borga 51 til 75 prósent útborgaðra tekna í húsnæðikostnað og að nærri helmingur þeirra þurfi að neita sér um læknisþjónustu af fjárhagsástæðum. ÖBÍ fékk meðal annars Tik-Tok stjörnur til liðs við sig. @olafurjohann123 jæja framdi risa blankarán , hvað get ég gert næst ? Hækkað um 12.4%? original sound - oli Tekjuvandi fatlaðs fólks fari vaxandi Þá segir ÖBÍ að tekjuvandi fatlaðs fólks sé mikill og fari vaxandi. Undanfarnar lífeyrishækkanir haldi ekki í við verðbólgu og matarkarfan hafi hækkað um meira en 12 prósent síðasta árið. „Félagar í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 40.200 talsins og sennilega eiga landsmenn allir einhvern að sem tilheyrir þessum hópi. Fatlað fólk er alls konar og á í viðskiptum við alls konar banka. Hvar annars staðar er betra að benda á hve margir eiga lítið en þar sem almenningur geymir það (litla) sem hann á, í bönkunum?“ spyr ÖBÍ í tilkynningunni. „Við vonum að samfélagið allt geti tekið undir þennan málstað, að stjórnvöld bregðist við af krafti og við eigum von á að bankarnir taki þessari litlu ljósasýningu vel og styðji málstaðinn ÖBÍ réttindasamtök krefjast þess að stjórnvöld hækki örorkulífeyri um 12,4 prósent án tafar.“
Félagsmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira