Úrúgvæ fyrst til að vinna Argentínu eftir heimsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 06:30 Lionel Messi svekkir sig í tapi Argentínu í nótt. Getty/Marcos Brindicci Úrúgvæ sótti tvö stig til Buenos Aires í Argentínu í nótt í leik þjóðanna í undankeppni HM 2026. Þetta er fyrsti tapleikur argentínska landsliðsins síðan að liðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Katar í lok síðasta árs. Leikurinn fór fram á hinum heimsfræga Bombonera-leikvangi en það dugði ekki Argentínumönnum að vera á heimavelli. Úrúgvæska liðið var betra liðið frá byrjun og vann leikinn 2-0 með mörkum frá Ronald Araújo og Liverpool-manninum Darwin Núnez. Argentínska landsliðið er enn á toppi riðilsins með tólf stig af fimmtán mögulegum en Úrúgvæ situr nú í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir. URUGUAY BEAT ARGENTINA 2-0 It's Argentina's first loss since winning the World Cup pic.twitter.com/3PPGlIHcqs— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Lionel Messi var í liði Argentínu en hann hafði ekki spilað fótboltaleik í 25 daga eða eftir að keppnistímabilinu lauk í Bandaríkjunum. „Þeir eru með lið sem spilar af miklum ákafa og það var erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Þeir eru með fljóta og grimma leikmenn á miðjunni. Okkur leið aldrei vel og gekk illa að halda boltanum í einhvern tíma. Leikurinn var hraður og við spiluðum á tempói sem hentar okkur ekki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. Messi hrósaði Marcelo Bielsa sem er nýtekinn við úrúgvæska landsliðinu. „Þú sérð handbragð Bielsa á því hvernig Úrúgvæ spilar. Í öllum liðum hans, félagsliðum og landsliðum, þá er hans stíll auðþekkjanlegur. Hann er líka að vinna með góða kynslóð leikmanna í Úrúgvæ,“ sagði Messi. Messi tókst ekki að skora en hann var búinn að skora í níu byrjunarliðsleikjum í röð. Honum tókst síðast ekki að skora í leik sem hann byrjaði þegar Argentína mætti Póllandi á HM í Katar 30. nóvember 2022. „Þetta tap er próf fyrir okkur. Þetta gat alltaf gerst en nú þurftum við að standa upp aftur og reyna að spila okkar besta leik í Brasilíu í næstu viku,“ sagði Messi. Uruguay ends Argentina's longest unbeaten run in FIFA World Cup Qualifying history (25 games) It's also the first game that Lionel Messi started for Argentina in which he did not score since last November pic.twitter.com/LLwS8mhs07— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Leikurinn fór fram á hinum heimsfræga Bombonera-leikvangi en það dugði ekki Argentínumönnum að vera á heimavelli. Úrúgvæska liðið var betra liðið frá byrjun og vann leikinn 2-0 með mörkum frá Ronald Araújo og Liverpool-manninum Darwin Núnez. Argentínska landsliðið er enn á toppi riðilsins með tólf stig af fimmtán mögulegum en Úrúgvæ situr nú í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir. URUGUAY BEAT ARGENTINA 2-0 It's Argentina's first loss since winning the World Cup pic.twitter.com/3PPGlIHcqs— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Lionel Messi var í liði Argentínu en hann hafði ekki spilað fótboltaleik í 25 daga eða eftir að keppnistímabilinu lauk í Bandaríkjunum. „Þeir eru með lið sem spilar af miklum ákafa og það var erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Þeir eru með fljóta og grimma leikmenn á miðjunni. Okkur leið aldrei vel og gekk illa að halda boltanum í einhvern tíma. Leikurinn var hraður og við spiluðum á tempói sem hentar okkur ekki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. Messi hrósaði Marcelo Bielsa sem er nýtekinn við úrúgvæska landsliðinu. „Þú sérð handbragð Bielsa á því hvernig Úrúgvæ spilar. Í öllum liðum hans, félagsliðum og landsliðum, þá er hans stíll auðþekkjanlegur. Hann er líka að vinna með góða kynslóð leikmanna í Úrúgvæ,“ sagði Messi. Messi tókst ekki að skora en hann var búinn að skora í níu byrjunarliðsleikjum í röð. Honum tókst síðast ekki að skora í leik sem hann byrjaði þegar Argentína mætti Póllandi á HM í Katar 30. nóvember 2022. „Þetta tap er próf fyrir okkur. Þetta gat alltaf gerst en nú þurftum við að standa upp aftur og reyna að spila okkar besta leik í Brasilíu í næstu viku,“ sagði Messi. Uruguay ends Argentina's longest unbeaten run in FIFA World Cup Qualifying history (25 games) It's also the first game that Lionel Messi started for Argentina in which he did not score since last November pic.twitter.com/LLwS8mhs07— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira