Skera niður hjá úreltri Alexu Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2023 16:35 Niðurskurðarhnífurinn hefur verið á lofti hjá Amazon á árinu. AP/Michael Sohn Forsvarsmenn Amazon hafa ákveðið að segja upp starfsmönnum sem komið hafa að þróun talgervilsins Alexa. Meiri áherslu á að leggja á þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Ekki liggur fyrir hve mörgum verður sagt upp en samkvæmt frétt Reuters er um að ræða nokkur hundruð starfsmenn. Í pósti til starfsmanna sagði einn yfirmanna deildarinnar sem haldið hefur utan um spjallþjarkan Alexa að markmiðið með breytingunum væri að nýta auðlindir fyrirtækisins best í samræmi við forgangsverkefni fyrirtækisins og það hvað skiptir áhorfendur mestu máli. Það væri þróun gervigreindarforrits. Daniel Rausch, áðurnefndur yfirmaður, sagðist vongóður um að innleiðing gervigreindar og mállíkans í Alexu myndi vegnast vel og sagði mikinn árangur þegar hafa náðst. Alexa er líklega þekktasti spjallþjarki heimsins, kannski í öðru sæti á eftir Siri, og um tíma störfuðu um fimm þúsund manns við þróun hennar og Echo-hátalaranna sem tengjast henni. Alexa byggir þó á tækni sem þykir nú úrelt. Gervigreindarforrit eins og Chat GPT frá Open AI, Bing frá Microsoft og Bard frá Google njóta mikillar athygli þessa dagana. Þar er um að ræða forrit sem geta búið til texta, kóða, myndir og annað, eftir spurningum og ráðleggingum notenda. Segl hafa verið dregin saman í öðrum deildum Amazon að undanförnu og má þar nefnda tónlistardeild fyrirtækisins og tölvuleikjadeild. Reuters segir hluta starfa sem lögð hafa verið niður í öðrum deildum hafa komið að Alexa. Niðurskurðarhnífurinn hefur verið mikið á lofti hjá Amazon, einhverju stærsta fyrirtækis heims, á árinu, þar sem sala hefur dregist saman. Þrátt fyrir þann samdrátt skilaði aflaði fyrirtækið töluvert meiri tekna á þriðja ársfjórðungi en greinendur bjuggust við. Í frétt CNBC segir til að mynda að fyrr á árinu hafi fyrirtækið framkvæmt stærstu hópuppsögn í sögu Bandaríkjanna, þegar 27 þúsund manns var sagt upp. Samhliða því voru nokkrar af óarðbærum deildum fyrirtækisins lagðar niður. Bandaríkin Amazon Gervigreind Tengdar fréttir Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. 22. júní 2023 11:34 Starfsmaður Amazon Ring njósnaði um konur með dyrabjöllumyndavél Fyrrverandi starfsmaður dyrabjöllumyndavéladeildar tæknirisans Amazon njósnaði um konur með myndavélum í bað- og svefnherbergjum um nokkurra mánaða skeið árið 2017. Þetta kemur fram í sátt sem bandarísk yfirvöld gerðu við fyrirtækið vegna brota á persónuverndarlögum. 1. júní 2023 10:41 Segja upp 18 þúsund manns Forstjóri bandaríska vefverslunarrisans Amazon segir að til standi að segja upp 18 þúsund manns sem hluti af aðgerðum til að draga úr rekstrarkostnaði. 5. janúar 2023 07:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve mörgum verður sagt upp en samkvæmt frétt Reuters er um að ræða nokkur hundruð starfsmenn. Í pósti til starfsmanna sagði einn yfirmanna deildarinnar sem haldið hefur utan um spjallþjarkan Alexa að markmiðið með breytingunum væri að nýta auðlindir fyrirtækisins best í samræmi við forgangsverkefni fyrirtækisins og það hvað skiptir áhorfendur mestu máli. Það væri þróun gervigreindarforrits. Daniel Rausch, áðurnefndur yfirmaður, sagðist vongóður um að innleiðing gervigreindar og mállíkans í Alexu myndi vegnast vel og sagði mikinn árangur þegar hafa náðst. Alexa er líklega þekktasti spjallþjarki heimsins, kannski í öðru sæti á eftir Siri, og um tíma störfuðu um fimm þúsund manns við þróun hennar og Echo-hátalaranna sem tengjast henni. Alexa byggir þó á tækni sem þykir nú úrelt. Gervigreindarforrit eins og Chat GPT frá Open AI, Bing frá Microsoft og Bard frá Google njóta mikillar athygli þessa dagana. Þar er um að ræða forrit sem geta búið til texta, kóða, myndir og annað, eftir spurningum og ráðleggingum notenda. Segl hafa verið dregin saman í öðrum deildum Amazon að undanförnu og má þar nefnda tónlistardeild fyrirtækisins og tölvuleikjadeild. Reuters segir hluta starfa sem lögð hafa verið niður í öðrum deildum hafa komið að Alexa. Niðurskurðarhnífurinn hefur verið mikið á lofti hjá Amazon, einhverju stærsta fyrirtækis heims, á árinu, þar sem sala hefur dregist saman. Þrátt fyrir þann samdrátt skilaði aflaði fyrirtækið töluvert meiri tekna á þriðja ársfjórðungi en greinendur bjuggust við. Í frétt CNBC segir til að mynda að fyrr á árinu hafi fyrirtækið framkvæmt stærstu hópuppsögn í sögu Bandaríkjanna, þegar 27 þúsund manns var sagt upp. Samhliða því voru nokkrar af óarðbærum deildum fyrirtækisins lagðar niður.
Bandaríkin Amazon Gervigreind Tengdar fréttir Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. 22. júní 2023 11:34 Starfsmaður Amazon Ring njósnaði um konur með dyrabjöllumyndavél Fyrrverandi starfsmaður dyrabjöllumyndavéladeildar tæknirisans Amazon njósnaði um konur með myndavélum í bað- og svefnherbergjum um nokkurra mánaða skeið árið 2017. Þetta kemur fram í sátt sem bandarísk yfirvöld gerðu við fyrirtækið vegna brota á persónuverndarlögum. 1. júní 2023 10:41 Segja upp 18 þúsund manns Forstjóri bandaríska vefverslunarrisans Amazon segir að til standi að segja upp 18 þúsund manns sem hluti af aðgerðum til að draga úr rekstrarkostnaði. 5. janúar 2023 07:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. 22. júní 2023 11:34
Starfsmaður Amazon Ring njósnaði um konur með dyrabjöllumyndavél Fyrrverandi starfsmaður dyrabjöllumyndavéladeildar tæknirisans Amazon njósnaði um konur með myndavélum í bað- og svefnherbergjum um nokkurra mánaða skeið árið 2017. Þetta kemur fram í sátt sem bandarísk yfirvöld gerðu við fyrirtækið vegna brota á persónuverndarlögum. 1. júní 2023 10:41
Segja upp 18 þúsund manns Forstjóri bandaríska vefverslunarrisans Amazon segir að til standi að segja upp 18 þúsund manns sem hluti af aðgerðum til að draga úr rekstrarkostnaði. 5. janúar 2023 07:45