Reykjavíkurborg leiðandi í húsnæðisuppbyggingu Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2023 07:31 Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum. Í skipulagsferli eru rúmlega 9500 íbúðir og gert er ráð fyrir rúmlega 5.600 íbúðum á þróunarsvæðum. Síðustu fimm árin hafa risið, skv. talnavef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, í Reykjavík rúmlega 5600 íbúðir víðsvegar um borgina. Þegar þróun höfuðborgarsvæðisins fyrir sama tímabil er rýnd til samanburðar sést að byggðar hafa verið rúmlega 1600 íbúðir í Kópavogi, tæplega 1900 í Garðabæ, tæplega 1800 í Hafnarfirði, 33 á Seltjarnarnesi og rúmlega 500 í Mosfellsbæ samtals rúmlega 5800 íbúðir. Þegar aðrir landshlutar eru teknir saman þá hafa verið byggðar frá árinu 2018 rúmlega 6500 íbúðir. Hagkvæmt húsnæði fyrir ólíka hópa Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Á liðnum árum hafa risið tíu þúsund íbúðir risið, þar af 2123 með stofnframlögum. Við erum að tala um íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og ungt fólk, námsmenn, búseturéttaríbúðir, almennar leiguíbúðir, félagslegar leiguíbúðir og íbúðir fyrir aldraða. Gert er ráð fyrir 5600 íbúðum til viðbótar næsta áratuginn. Til samanburðar er áhugavert að skoða tölur frá Húsnæðis- og mannvirkistofnunar og úthlutanir stofnframlaga til sveitarfélaganna í kringum okkur en frá árinu 2016 hafa verið byggðar 72 íbúðir í Kópavogi, 31 í Garðabæ, 204 í Hafnarfirði, 33 á Seltjarnarnesi, 19 í Mosfellsbæ samtals 359 íbúðir. Það er ótrúlegt að á 7 árum hafa risið færri íbúðir í þessum sveitarfélögum en byggðar voru í Reykjavík á síðasta ári. Samtök iðnaðarins án samfélagslegrar ábyrgðar Í umræðu síðustu missera hefur heyrist hátt í Samtökum iðnaðarins en þau telja að uppbygging íbúða stefni í ranga átt, draga þurfi úr stofnframlögum því þau ýti undir leigumarkað en ekki séreignastefnu. Þau beini uppbyggingu íbúða til í óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Samtökunum virðist þykja það slæmt að ríki og sveitarfélög ýti undir uppbyggingu leiguíbúða. En uppbygging hagkvæms húsnæðis fyrir ólíka hópa er þarft og mikilvægt leið til að skapa fólkinu sem hér býr og starfar öruggt húsaskjól. Óhagnaðardrifin húsnæðisfélög eru lykilaðilar í því árferði sem við lifum við nú á dögum. Reynslan hefur sýnt að slík félög byggja um leið og lóð er úthlutað – enda er markmiðið ekki hagnaður heldur að tryggja öruggt húsnæði fyrir sitt fólk. Viðhorf Samtaka iðnaðarins eru með ólíkindum þegar haft er í huga hvað öruggt og got húsnæði er mikilvægt fyrir okkur öll sér í lagi þegar húsnæði er hornsteinn í grunnþörf mannsins, tryggir í festu í hversdagsleikanum. Verktakar á valdi skammtímahugsunar Einkennileg sýn verktaka hefur líka verið áberandi síðustu misseri. Staðlausar fullyrðingar um að engar lóðir séu til, að þéttingarreitir séu óraunhæf lausn, of fáar íbúðir fást úr þéttingunni, verktakar geti ekki gengið að lóðunum, þær séu ekki nægilega margar og enginn geti gert hlutina jafn hratt og verktakar. Nú sé þörf á að brjóta nýtt land undir nýja byggð. Annað hefur komið á daginn. Það sést á þeirri gríðarlegu uppbyggingu á sem hefur á sér stað á þéttingareitum í borginni undanfarin ár. Það hefur til að mynda komið í ljós að fjárfestar hafa mikla tiltrú á þróunarásum Borgarlínu. Markaðurinn hefur trú á samvinnu Ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hefur trú á Samgöngusáttmálann, hefur trú á þéttingu byggðar í gegnum aðalskipulag Reykjavíkur og Svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins. Það er sýnin sem nú ræður för á húsnæðismarkaðnum. Framtíðarborgin hefur tekið á sig mynd, lagður hefur verið grunnur að samfélagi sem byggir á fjölbreyttari samgöngumátum og fylgir ábyrgri stefnu í loftslagsmálum í anda Græna plansins. Þétting byggðar er lífsgæða- og loftslagsmál Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar, innviði þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar og samgangna. Sjálfbærri og vistvænni borg er markmiðið. Þétting byggðar er loftslagsmál því þéttingin býður upp á nýja lausn í samgöngum, vistvænum og fjölbreyttum ferðamálum. Vegalengdir til og frá vinnu, skóla og þjónustu styttast – minni umferð, minna svifryk, betri loftgæði. Þannig sparast ekki bara tími heldur líka fjárfesting við uppbyggingu nýrra umferðarmannvirkja. Það er dýrt að brjóta nýtt land og ekkert er til sem heitir ódýrar lóðir. Því virkar málflutningur Samtaka iðnaðarins og fáeinna verktaka eins og vandræðaleg tilraun til að tala uppbyggingu síðustu ára niður, gera lítið úr þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg hefur endurreist félagslega húsnæðiskerfið, hefur leitt uppbyggingu húsnæðis á landsvísu og er með skýra framtíðarsýn. Reykjavík dregur vagninn. Við getum verið stolt af því! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Húsnæðismál Umhverfismál Samgöngur Borgarlína Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum. Í skipulagsferli eru rúmlega 9500 íbúðir og gert er ráð fyrir rúmlega 5.600 íbúðum á þróunarsvæðum. Síðustu fimm árin hafa risið, skv. talnavef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, í Reykjavík rúmlega 5600 íbúðir víðsvegar um borgina. Þegar þróun höfuðborgarsvæðisins fyrir sama tímabil er rýnd til samanburðar sést að byggðar hafa verið rúmlega 1600 íbúðir í Kópavogi, tæplega 1900 í Garðabæ, tæplega 1800 í Hafnarfirði, 33 á Seltjarnarnesi og rúmlega 500 í Mosfellsbæ samtals rúmlega 5800 íbúðir. Þegar aðrir landshlutar eru teknir saman þá hafa verið byggðar frá árinu 2018 rúmlega 6500 íbúðir. Hagkvæmt húsnæði fyrir ólíka hópa Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Á liðnum árum hafa risið tíu þúsund íbúðir risið, þar af 2123 með stofnframlögum. Við erum að tala um íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og ungt fólk, námsmenn, búseturéttaríbúðir, almennar leiguíbúðir, félagslegar leiguíbúðir og íbúðir fyrir aldraða. Gert er ráð fyrir 5600 íbúðum til viðbótar næsta áratuginn. Til samanburðar er áhugavert að skoða tölur frá Húsnæðis- og mannvirkistofnunar og úthlutanir stofnframlaga til sveitarfélaganna í kringum okkur en frá árinu 2016 hafa verið byggðar 72 íbúðir í Kópavogi, 31 í Garðabæ, 204 í Hafnarfirði, 33 á Seltjarnarnesi, 19 í Mosfellsbæ samtals 359 íbúðir. Það er ótrúlegt að á 7 árum hafa risið færri íbúðir í þessum sveitarfélögum en byggðar voru í Reykjavík á síðasta ári. Samtök iðnaðarins án samfélagslegrar ábyrgðar Í umræðu síðustu missera hefur heyrist hátt í Samtökum iðnaðarins en þau telja að uppbygging íbúða stefni í ranga átt, draga þurfi úr stofnframlögum því þau ýti undir leigumarkað en ekki séreignastefnu. Þau beini uppbyggingu íbúða til í óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Samtökunum virðist þykja það slæmt að ríki og sveitarfélög ýti undir uppbyggingu leiguíbúða. En uppbygging hagkvæms húsnæðis fyrir ólíka hópa er þarft og mikilvægt leið til að skapa fólkinu sem hér býr og starfar öruggt húsaskjól. Óhagnaðardrifin húsnæðisfélög eru lykilaðilar í því árferði sem við lifum við nú á dögum. Reynslan hefur sýnt að slík félög byggja um leið og lóð er úthlutað – enda er markmiðið ekki hagnaður heldur að tryggja öruggt húsnæði fyrir sitt fólk. Viðhorf Samtaka iðnaðarins eru með ólíkindum þegar haft er í huga hvað öruggt og got húsnæði er mikilvægt fyrir okkur öll sér í lagi þegar húsnæði er hornsteinn í grunnþörf mannsins, tryggir í festu í hversdagsleikanum. Verktakar á valdi skammtímahugsunar Einkennileg sýn verktaka hefur líka verið áberandi síðustu misseri. Staðlausar fullyrðingar um að engar lóðir séu til, að þéttingarreitir séu óraunhæf lausn, of fáar íbúðir fást úr þéttingunni, verktakar geti ekki gengið að lóðunum, þær séu ekki nægilega margar og enginn geti gert hlutina jafn hratt og verktakar. Nú sé þörf á að brjóta nýtt land undir nýja byggð. Annað hefur komið á daginn. Það sést á þeirri gríðarlegu uppbyggingu á sem hefur á sér stað á þéttingareitum í borginni undanfarin ár. Það hefur til að mynda komið í ljós að fjárfestar hafa mikla tiltrú á þróunarásum Borgarlínu. Markaðurinn hefur trú á samvinnu Ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hefur trú á Samgöngusáttmálann, hefur trú á þéttingu byggðar í gegnum aðalskipulag Reykjavíkur og Svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins. Það er sýnin sem nú ræður för á húsnæðismarkaðnum. Framtíðarborgin hefur tekið á sig mynd, lagður hefur verið grunnur að samfélagi sem byggir á fjölbreyttari samgöngumátum og fylgir ábyrgri stefnu í loftslagsmálum í anda Græna plansins. Þétting byggðar er lífsgæða- og loftslagsmál Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar, innviði þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar og samgangna. Sjálfbærri og vistvænni borg er markmiðið. Þétting byggðar er loftslagsmál því þéttingin býður upp á nýja lausn í samgöngum, vistvænum og fjölbreyttum ferðamálum. Vegalengdir til og frá vinnu, skóla og þjónustu styttast – minni umferð, minna svifryk, betri loftgæði. Þannig sparast ekki bara tími heldur líka fjárfesting við uppbyggingu nýrra umferðarmannvirkja. Það er dýrt að brjóta nýtt land og ekkert er til sem heitir ódýrar lóðir. Því virkar málflutningur Samtaka iðnaðarins og fáeinna verktaka eins og vandræðaleg tilraun til að tala uppbyggingu síðustu ára niður, gera lítið úr þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg hefur endurreist félagslega húsnæðiskerfið, hefur leitt uppbyggingu húsnæðis á landsvísu og er með skýra framtíðarsýn. Reykjavík dregur vagninn. Við getum verið stolt af því! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar