Everton nýtti mál Gylfa í vörn sinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. nóvember 2023 22:30 Everton hefur notað mál Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hluta af málsvörn sinni. Peter Powell - Pool/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Everton listaði upp sex hluti sem hluta af vörn sinni áður en tíu stig voru dæmd af félaginu vegna brota á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Meðal þess sem talið er upp í málsvörn Everton er mál landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi á þeim tíma sem hann var leikmaður félagsins. Félagið tapaði alls um tuttugu milljónum punda umfram það sem leyfilegt er á þriggja ára tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Í málsvörn sinni segir Everton að einn af sex áhrifaþáttum þess að félagið hafi eytt umfram það sem leyfilegt er sé mál Gylfa. 'Everton believed it should be rewarded for not taking legal action against Player X'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball | #EvertonFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 17, 2023 „Leikmaður X - Ákvörðun sem tekin var vegna þess að félagið hafði áhyggjur af andlegri líðan leikmannsins eftir að hann var handtekinn,“ segir í málsvörn Everton, en umræddur leikmaður X er Gylfi Þór Sigurðsson. Everton segist þar hafa tapað leikmanni sem hefði verið hægt að selja fyrir um tíu milljónir punda án þess að hafa fengið skaðabætur fyrir. Félagið nefnir einnig kórónuveirufaraldurinn og stríðið í Úkraínu sem áhrifaþætti í málsvörn sinni, en rannsóknarnefndin sem tók ákvörðun um að stigin skyldu dregin af félaginu gaf lítið fyrir þessar útskýringar. Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Meðal þess sem talið er upp í málsvörn Everton er mál landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi á þeim tíma sem hann var leikmaður félagsins. Félagið tapaði alls um tuttugu milljónum punda umfram það sem leyfilegt er á þriggja ára tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Í málsvörn sinni segir Everton að einn af sex áhrifaþáttum þess að félagið hafi eytt umfram það sem leyfilegt er sé mál Gylfa. 'Everton believed it should be rewarded for not taking legal action against Player X'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball | #EvertonFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 17, 2023 „Leikmaður X - Ákvörðun sem tekin var vegna þess að félagið hafði áhyggjur af andlegri líðan leikmannsins eftir að hann var handtekinn,“ segir í málsvörn Everton, en umræddur leikmaður X er Gylfi Þór Sigurðsson. Everton segist þar hafa tapað leikmanni sem hefði verið hægt að selja fyrir um tíu milljónir punda án þess að hafa fengið skaðabætur fyrir. Félagið nefnir einnig kórónuveirufaraldurinn og stríðið í Úkraínu sem áhrifaþætti í málsvörn sinni, en rannsóknarnefndin sem tók ákvörðun um að stigin skyldu dregin af félaginu gaf lítið fyrir þessar útskýringar.
Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira