Á annað hundrað handtekin vegna barnaklámshrings Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. nóvember 2023 16:00 Lögregla haldlagði gríðarlegt magn barnaníðsefnis. EPA/KOTE RODRIGO Lögreglan á Spáni hefur handtekið 121 einstakling sem eru grunaðir um aðild að risastórum barnaklámshring. Þetta er ein stærsta aðgerð gegn barnaklámi í sögu Spánar. Hin handteknu, 118 karlar og þrjár konur notuðu öll sama tengslanetið þar sem gríðarlegt magn barnakláms var í umferð. Við húsleit á heimilum og vinnustöðum fólksins hefur lögreglan alls gert upptæk 500 terabæt af efni, sem hún segir að sé sérlega gróft. Á meðal þess sem var haldlagt og innihélt gróft barnaklám voru 368 harðir diskar, 427 dvd-diskar, 114 usb-lyklar og 60 tölvur auk annarra tækja. Sum fórnarlömb kornung Fólkið sem var handtekið býr víðs vegar á Spáni; í Madrid, Alicante, Almería og víðar. Lögreglan er að rannsaka myndefnið til að reyna að hafa uppi á fórnarlömbunum sem sum hver eru kornung, en hún segir ljóst að stór hluti myndefnisins sé tekinn upp á Spáni, inni á heimilum hinna handteknu. Þá segir lögreglan að í mörgum myndböndum sem hafi verið haldlögð séu börnin beitt afar grimmilegu ofbeldi. Fjölmiðlar greina frá því að nú þegar hafi einn hinna handteknu gert samning við ákæruvaldið, hann viðurkenni að hafa haft barnaklám í fórum sínum og dreift því til annarra og mun þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm. Meirihlutanum sleppt eftir yfirheyrslu Þrír hinna handteknu sitja áfram í gæsluvarðhaldi en 118 var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan segir að handtökurnar megi rekja til umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á barnaklámi á netinu og að 46 deildir lögreglunnar víðs vegar um landið hafi tekið þátt í rannsókninni og handtökunum. Tölvuglæpadeild spænsku lögreglunnar tók þátt í alþjóðlegri aðgerð gegn barnaklámi fyrir fjórum árum, þá voru meira en 300 handteknir í 38 löndum og 23 börnum var bjargað úr ánauð. Spánn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Hin handteknu, 118 karlar og þrjár konur notuðu öll sama tengslanetið þar sem gríðarlegt magn barnakláms var í umferð. Við húsleit á heimilum og vinnustöðum fólksins hefur lögreglan alls gert upptæk 500 terabæt af efni, sem hún segir að sé sérlega gróft. Á meðal þess sem var haldlagt og innihélt gróft barnaklám voru 368 harðir diskar, 427 dvd-diskar, 114 usb-lyklar og 60 tölvur auk annarra tækja. Sum fórnarlömb kornung Fólkið sem var handtekið býr víðs vegar á Spáni; í Madrid, Alicante, Almería og víðar. Lögreglan er að rannsaka myndefnið til að reyna að hafa uppi á fórnarlömbunum sem sum hver eru kornung, en hún segir ljóst að stór hluti myndefnisins sé tekinn upp á Spáni, inni á heimilum hinna handteknu. Þá segir lögreglan að í mörgum myndböndum sem hafi verið haldlögð séu börnin beitt afar grimmilegu ofbeldi. Fjölmiðlar greina frá því að nú þegar hafi einn hinna handteknu gert samning við ákæruvaldið, hann viðurkenni að hafa haft barnaklám í fórum sínum og dreift því til annarra og mun þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm. Meirihlutanum sleppt eftir yfirheyrslu Þrír hinna handteknu sitja áfram í gæsluvarðhaldi en 118 var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan segir að handtökurnar megi rekja til umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á barnaklámi á netinu og að 46 deildir lögreglunnar víðs vegar um landið hafi tekið þátt í rannsókninni og handtökunum. Tölvuglæpadeild spænsku lögreglunnar tók þátt í alþjóðlegri aðgerð gegn barnaklámi fyrir fjórum árum, þá voru meira en 300 handteknir í 38 löndum og 23 börnum var bjargað úr ánauð.
Spánn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira