Skimun á villigötum Steinunn Þórðardóttir, Oddur Steinarsson, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir og Hjalti Már Þórisson skrifa 20. nóvember 2023 16:00 Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. Klínískar leiðbeiningar, bæði hér á landi og í hinum vestræna heimi, mæla ekki með segulómun af öllum líkamanum á einkennalausum einstaklingum. Ef slík rannsókn hefði sýnt fram á gagnsemi væri nú þegar mælt með henni í klínískum leiðbeiningum. Þvert á móti hafa fagfélög, þar með talið félag bandarískra röntgenlækna og félag bandarískra heimilislækna, varað almenning við slíkri rannsókn. Hagsmunir einkafyrirtækja sem auglýsa þessa rannsókn, eru miklir. Rannsóknin hér á landi er boðin á 300.000 ISK. Um mikla fjárhagslega hagsmuni er því að ræða. Ástæður þess að ekki er mælt með þessari rannsókn eru margar. Almennt er ekki mælt með að setja af stað nokkra rannsókn án þess að fyrir liggi yfirveguð ástæða og leit á skýringu einkenna. Ekki er alltaf fylgni milli einkenna og þess sem sést á myndrannsókn. Þannig er til dæmis algengt að slit sjáist á mynd af baki þó einstaklingur hafi ekki af því nein einkenni. Mögulegt er að breytingar sjáist sem myndu aldrei valda einstaklingi einkennum eða skaða en gætu kallað á frekari inngrip allt frá endurteknum myndrannsóknum og eftirfylgd lækna yfir í lyfjameðferð, sýnatökur eða flóknar aðgerðir með óæskilegum heilsufarslegum afleiðingum. Góðkynja breytingar sem finnast gjarnan í segulómun kallast „incidentaloma“. Í mörgum tilvikum leiða þessar uppgötvanir til þess að viðkomandi þarf mikla aðkomu heilbrigðiskerfisins í formi læknisviðtala, fleiri myndgreiningarrannsókna sem geta falið í sér óæskilega geislun og jafnvel ífarand inngrip á borð við ástungur á líffæri. Slík inngrip eru ekki hættulaus. Dæmi eru um að fólk hafi misst heilbrigt nýra eftir ástungu á breytingu sem reyndist vera saklaust „incidentaloma“. Eins getur segulómun af öllum líkamanum veitt einstaklingum falskt öryggi þar sem rannsóknin getur ekki greint allar sjúklegar breytingar og hún gefur sem dæmi ekki skýra mynd af lungum og ristli. Þetta getur leitt til þess að fólk bregðist ekki við einkennum sem það fær þar sem segulómunin kom vel út. Það gæti valdið greiningartöf á raunverulegum sjúkdómum. Ef einstaklingar eru með einkenni, t.d. bakverki, eiga þeir að leita sér heilbrigðisþjónustu sem ákveður þá hvort og hvernig myndgreiningu eigi að beita. Sem dæmi væri segulómun af ákveðnum hluta baksins mun nákvæmari rannsókn en segulómun sem gerð er af öllum líkamanum á einstaklingi með bakverki. Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar. Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum byggir á áralangri þróun og rannsóknum á gagnsemi slíkrar skimunar. Skimun þarf að sýna fram á að lækka tíðni krabbameina með því að greina forstig og/eða lengja líf fólks með því að greina krabbamein snemma. Lýðgrunduð skimun fyrir leghálskrabbameinum og brjóstakrabbameinum er ráðlögð og ráðgert er að skimun fyrir ristilkrabbameinum hefjist á Íslandi á næsta ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að segulómun af öllum líkamanum greini krabbamein fyrr eða lengi líf hjá fólki í meðaláhættu fyrir krabbameinum. Eina ábendingin fyrir því að framkvæma segulómun af öllum líkamanum er í einstaklingum með Li-Fraumeni heilkenni sem er mjög sjaldgæft, arfgengt heilkenni sem ber með sér mjög háa áhættu á krabbameinum á lífsleiðinni. Slíkar rannsóknir ætti ávallt að gera á háskólasjúkrahúsi þar sem sérfræðiþekking er til staðar varðandi heilkennið og úrlestur slíkra mynda. Segulómun af öllum líkamanum er ekki góð skimunarrannsókn. Við ráðleggjum almenningi eindregið að fara ekki í slíka rannsókn, af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið raktar. F.h. stjórnar Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir læknir, formaður Oddur Steinarsson læknir, varaformaður F. h. stjórnar Félags íslenskra krabbameinslækna, Ólöf K Bjarnadóttir læknir, formaður Sigurdís Haraldsdóttir læknir, ritari F. h. stjórnar Félags heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir, formaður F. h. stjórnar Félags íslenskra röntgenlækna Hjalti Már Þórisson læknir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Oddur Steinarsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. Klínískar leiðbeiningar, bæði hér á landi og í hinum vestræna heimi, mæla ekki með segulómun af öllum líkamanum á einkennalausum einstaklingum. Ef slík rannsókn hefði sýnt fram á gagnsemi væri nú þegar mælt með henni í klínískum leiðbeiningum. Þvert á móti hafa fagfélög, þar með talið félag bandarískra röntgenlækna og félag bandarískra heimilislækna, varað almenning við slíkri rannsókn. Hagsmunir einkafyrirtækja sem auglýsa þessa rannsókn, eru miklir. Rannsóknin hér á landi er boðin á 300.000 ISK. Um mikla fjárhagslega hagsmuni er því að ræða. Ástæður þess að ekki er mælt með þessari rannsókn eru margar. Almennt er ekki mælt með að setja af stað nokkra rannsókn án þess að fyrir liggi yfirveguð ástæða og leit á skýringu einkenna. Ekki er alltaf fylgni milli einkenna og þess sem sést á myndrannsókn. Þannig er til dæmis algengt að slit sjáist á mynd af baki þó einstaklingur hafi ekki af því nein einkenni. Mögulegt er að breytingar sjáist sem myndu aldrei valda einstaklingi einkennum eða skaða en gætu kallað á frekari inngrip allt frá endurteknum myndrannsóknum og eftirfylgd lækna yfir í lyfjameðferð, sýnatökur eða flóknar aðgerðir með óæskilegum heilsufarslegum afleiðingum. Góðkynja breytingar sem finnast gjarnan í segulómun kallast „incidentaloma“. Í mörgum tilvikum leiða þessar uppgötvanir til þess að viðkomandi þarf mikla aðkomu heilbrigðiskerfisins í formi læknisviðtala, fleiri myndgreiningarrannsókna sem geta falið í sér óæskilega geislun og jafnvel ífarand inngrip á borð við ástungur á líffæri. Slík inngrip eru ekki hættulaus. Dæmi eru um að fólk hafi misst heilbrigt nýra eftir ástungu á breytingu sem reyndist vera saklaust „incidentaloma“. Eins getur segulómun af öllum líkamanum veitt einstaklingum falskt öryggi þar sem rannsóknin getur ekki greint allar sjúklegar breytingar og hún gefur sem dæmi ekki skýra mynd af lungum og ristli. Þetta getur leitt til þess að fólk bregðist ekki við einkennum sem það fær þar sem segulómunin kom vel út. Það gæti valdið greiningartöf á raunverulegum sjúkdómum. Ef einstaklingar eru með einkenni, t.d. bakverki, eiga þeir að leita sér heilbrigðisþjónustu sem ákveður þá hvort og hvernig myndgreiningu eigi að beita. Sem dæmi væri segulómun af ákveðnum hluta baksins mun nákvæmari rannsókn en segulómun sem gerð er af öllum líkamanum á einstaklingi með bakverki. Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar. Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum byggir á áralangri þróun og rannsóknum á gagnsemi slíkrar skimunar. Skimun þarf að sýna fram á að lækka tíðni krabbameina með því að greina forstig og/eða lengja líf fólks með því að greina krabbamein snemma. Lýðgrunduð skimun fyrir leghálskrabbameinum og brjóstakrabbameinum er ráðlögð og ráðgert er að skimun fyrir ristilkrabbameinum hefjist á Íslandi á næsta ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að segulómun af öllum líkamanum greini krabbamein fyrr eða lengi líf hjá fólki í meðaláhættu fyrir krabbameinum. Eina ábendingin fyrir því að framkvæma segulómun af öllum líkamanum er í einstaklingum með Li-Fraumeni heilkenni sem er mjög sjaldgæft, arfgengt heilkenni sem ber með sér mjög háa áhættu á krabbameinum á lífsleiðinni. Slíkar rannsóknir ætti ávallt að gera á háskólasjúkrahúsi þar sem sérfræðiþekking er til staðar varðandi heilkennið og úrlestur slíkra mynda. Segulómun af öllum líkamanum er ekki góð skimunarrannsókn. Við ráðleggjum almenningi eindregið að fara ekki í slíka rannsókn, af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið raktar. F.h. stjórnar Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir læknir, formaður Oddur Steinarsson læknir, varaformaður F. h. stjórnar Félags íslenskra krabbameinslækna, Ólöf K Bjarnadóttir læknir, formaður Sigurdís Haraldsdóttir læknir, ritari F. h. stjórnar Félags heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir, formaður F. h. stjórnar Félags íslenskra röntgenlækna Hjalti Már Þórisson læknir, formaður
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun