Forsetahjónin í opinberri heimsókn til Reykjavíkur á fimmtudag Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2023 08:37 Eliza og Guðni munu verja fimmtudeginum í Reykjavík í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Þétt dagskrá verður í boði borgarinnar þegar forsetahjónin heimsækja höfuðborgina á fimmtudaginn. Borgarstjórahjónin munu leið þau í gegnum borgina á hina ýmsu viðburði og fjölbreyttar heimsóknir. Borgarbúum gefst kostur á að hitta þau á Kjarvalsstöðum. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur á fimmtudaginn, 23. nóvember. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og eiginkona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, muni á móti forsetahjónunum í Ráðhúsi Reykjavíkur og fylgja þeim vítt og breitt um borgina. Heimsókn forsetahjónanna verður sérstaklega fagnað með opnum viðburði á Kjarvalsstöðum klukkan 17 þar sem boðið verður upp á skemmtilega dagskrá. Fram kemur í tilkynningunni að forsetahjónin muni kynna sér starfsemi borgarinnar með sérstaka áherslu á framþróun Reykjavíkurborgar og nýja samfélagsgerð. Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar mun taka á móti þeim ásamt borgarstjórahjónunum og hefja þau daginn á að heilsa upp á starfsfólk borgarinnar sem og starfsfólk Grindavíkurbæjar sem er með aðstöðu í Ráðhúsinu um þessar mundir. Þétt dagskrá verður fyrir þau allan daginn. Munu þau meðal annars heimsækja íslenskuver í Breiðholtsskóla, hitta börnin í fjölmenningarlega leikskólanum Ösp, funda með unglingum í Breiðholti, kynna sér félagsstarf ungra foreldra og eldri borgara og heimsækja Smiðjuna, sem er virknimiðstöð fyrir fatlað fólk í Grafarvogi. Þá verður samfélagshúsið í Úlfarsárdal sótt heim en það tengir saman Dalsskóla, Borgarbókasafnið, íþróttahús Fram og Dalslaug, nýjustu sundlaug Reykvíkinga. Opið hús á Kjarvalsstöðum Þá munu borgarstjórahjónin einnig fylgja gestum sínum um kvikmyndaþorpið í Gufunesi og í Elliðaárdal þar sem starfsemi Orkuveitunnar hefur öðlast nýtt líf á þessum sögulega og fallega stað. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður í Höfða en fyrst verður borgarbúum og öðrum gestum boðið að hitta forsetahjónin á Kjarvalsstöðum, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Forseti Íslands Reykjavík Grindavík Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Myndaveisla: Frægir rithöfundar heiðruðu Gaiman Breska sendiráðið hélt móttöku til heiðurs breska rithöfundarins Neil Gaiman. Margt var um manninn og létu ýmis þekkt andlit sjá sig en hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni. 20. nóvember 2023 20:00 Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því. 15. september 2023 10:57 Forsetahjónin á leið í krýningarafmæli Karls Gústafs konungs Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda á morgun til Stokkhólms í Svíþjóð þar sem þau munu taka þátt í hátíðahöldum í tilefni hálfrar aldar krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs. 13. september 2023 11:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur á fimmtudaginn, 23. nóvember. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og eiginkona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, muni á móti forsetahjónunum í Ráðhúsi Reykjavíkur og fylgja þeim vítt og breitt um borgina. Heimsókn forsetahjónanna verður sérstaklega fagnað með opnum viðburði á Kjarvalsstöðum klukkan 17 þar sem boðið verður upp á skemmtilega dagskrá. Fram kemur í tilkynningunni að forsetahjónin muni kynna sér starfsemi borgarinnar með sérstaka áherslu á framþróun Reykjavíkurborgar og nýja samfélagsgerð. Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar mun taka á móti þeim ásamt borgarstjórahjónunum og hefja þau daginn á að heilsa upp á starfsfólk borgarinnar sem og starfsfólk Grindavíkurbæjar sem er með aðstöðu í Ráðhúsinu um þessar mundir. Þétt dagskrá verður fyrir þau allan daginn. Munu þau meðal annars heimsækja íslenskuver í Breiðholtsskóla, hitta börnin í fjölmenningarlega leikskólanum Ösp, funda með unglingum í Breiðholti, kynna sér félagsstarf ungra foreldra og eldri borgara og heimsækja Smiðjuna, sem er virknimiðstöð fyrir fatlað fólk í Grafarvogi. Þá verður samfélagshúsið í Úlfarsárdal sótt heim en það tengir saman Dalsskóla, Borgarbókasafnið, íþróttahús Fram og Dalslaug, nýjustu sundlaug Reykvíkinga. Opið hús á Kjarvalsstöðum Þá munu borgarstjórahjónin einnig fylgja gestum sínum um kvikmyndaþorpið í Gufunesi og í Elliðaárdal þar sem starfsemi Orkuveitunnar hefur öðlast nýtt líf á þessum sögulega og fallega stað. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður í Höfða en fyrst verður borgarbúum og öðrum gestum boðið að hitta forsetahjónin á Kjarvalsstöðum, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna.
Forseti Íslands Reykjavík Grindavík Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Myndaveisla: Frægir rithöfundar heiðruðu Gaiman Breska sendiráðið hélt móttöku til heiðurs breska rithöfundarins Neil Gaiman. Margt var um manninn og létu ýmis þekkt andlit sjá sig en hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni. 20. nóvember 2023 20:00 Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því. 15. september 2023 10:57 Forsetahjónin á leið í krýningarafmæli Karls Gústafs konungs Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda á morgun til Stokkhólms í Svíþjóð þar sem þau munu taka þátt í hátíðahöldum í tilefni hálfrar aldar krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs. 13. september 2023 11:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Myndaveisla: Frægir rithöfundar heiðruðu Gaiman Breska sendiráðið hélt móttöku til heiðurs breska rithöfundarins Neil Gaiman. Margt var um manninn og létu ýmis þekkt andlit sjá sig en hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni. 20. nóvember 2023 20:00
Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því. 15. september 2023 10:57
Forsetahjónin á leið í krýningarafmæli Karls Gústafs konungs Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda á morgun til Stokkhólms í Svíþjóð þar sem þau munu taka þátt í hátíðahöldum í tilefni hálfrar aldar krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs. 13. september 2023 11:17