Gætum nýtt raforku átta prósent betur Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2023 13:46 Skýrslan var meðal annars unnin fyrir Landsvirkjun. Hörður Arnarson er forstjóri fyrirtækisins. Stöð 2/Egill Nýta má raforku á Íslandi betur en nú er gert. Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni um 1.500 gígavattstundir á ári, eða sem nemur um átta prósent af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Þetta kemur fram í greiningu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun. Í fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu Implement segir að af þeim 1.500 gígavattstundum sé hægt að spara 356 gígavattstundir með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 gígavattstundir væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Raforkusparnaður um um það bil 353 gígavattstunda teljist tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið sé að hægt sé að ná 24 prósent af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53 prósent á næsta áratug. Stærstu tækifærin í einkageiranum og opinberri þjónustu Helstu niðurstöður séu þær að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 gígavattstundir. Þá sé einnig að finna stór tækifæri í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku, 178 gígavattstundir, endurnýtingu glatvarma frá iðnaði, 357 gígavattstundir, og bættri nýtni raforku í áliðnaði, 112 gígavattstundir. Þá séu einnig tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila, 58 gígavattstundir, í landbúnaði, 43 gígavattstundir, í framleiðslu járnlausra málma, 38 gígavattstundir, og hjá fiskimjölsverksmiðjum, 24 gígavattstundir. Einnig felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku, 25 gígavattstundir. Aukin orkuþörf staðreynd Aukin orkuþörf samfélagsins á næstu árum sé staðreynd, enda hafi stjórnvöld sett fram metnaðarfull loftslagsmarkmið auk þess sem fyrirsjáanleg fólksfjölgun og eðlilegur vöxtur atvinnulífsins kalli á meira framboð raforku á næstu árum og áratugum. Samkvæmt greiningu Landsvirkjunar nemi aukin orkuþörf samfélagsins til ársins 2035 um 6.500 gígavattstundum. „Til að mæta þessari auknu eftirspurn er nauðsynlegt að efla orkuvinnslu í landinu, en einnig er mikilvægt að draga úr orkusóun og nýta þannig endurnýjanlegar orkuauðlindir þjóðarinnar á enn ábyrgari hátt.“ Sú greining sem nú hafi verið gerð miði að því að kortleggja og meta stærð lausna og aðgerða sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar, en þó ekki endilega fjárhagslega eftirsóknarverðar miðað við núverandi verðlag og regluverk. Markmið verkefnisins hafi verið að varpa ljósi á umfangi tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og að auka vitund um og skilning á orkunýtni. Notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku. Í ljós hafi komið að verulega skorti á gögn um orkunýtni á Íslandi, sem takmarkaði dýpt greiningarinnar og þeirra aðgerða sem hægt var að leggja til. „Meðal annars eru litlar opinberar upplýsingar um orkunotkun á framleiðslueiningu innan og milli ólíkra atvinnugreina hér á landi. Þessu var meðal annars mætt með því að kalla eftir upplýsingum beint frá ýmsum hagaðilum og eiga samtal við ólíka geira um möguleika þeirra til bættrar orkunýtni.“ Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun. Í fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu Implement segir að af þeim 1.500 gígavattstundum sé hægt að spara 356 gígavattstundir með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 gígavattstundir væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Raforkusparnaður um um það bil 353 gígavattstunda teljist tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið sé að hægt sé að ná 24 prósent af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53 prósent á næsta áratug. Stærstu tækifærin í einkageiranum og opinberri þjónustu Helstu niðurstöður séu þær að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 gígavattstundir. Þá sé einnig að finna stór tækifæri í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku, 178 gígavattstundir, endurnýtingu glatvarma frá iðnaði, 357 gígavattstundir, og bættri nýtni raforku í áliðnaði, 112 gígavattstundir. Þá séu einnig tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila, 58 gígavattstundir, í landbúnaði, 43 gígavattstundir, í framleiðslu járnlausra málma, 38 gígavattstundir, og hjá fiskimjölsverksmiðjum, 24 gígavattstundir. Einnig felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku, 25 gígavattstundir. Aukin orkuþörf staðreynd Aukin orkuþörf samfélagsins á næstu árum sé staðreynd, enda hafi stjórnvöld sett fram metnaðarfull loftslagsmarkmið auk þess sem fyrirsjáanleg fólksfjölgun og eðlilegur vöxtur atvinnulífsins kalli á meira framboð raforku á næstu árum og áratugum. Samkvæmt greiningu Landsvirkjunar nemi aukin orkuþörf samfélagsins til ársins 2035 um 6.500 gígavattstundum. „Til að mæta þessari auknu eftirspurn er nauðsynlegt að efla orkuvinnslu í landinu, en einnig er mikilvægt að draga úr orkusóun og nýta þannig endurnýjanlegar orkuauðlindir þjóðarinnar á enn ábyrgari hátt.“ Sú greining sem nú hafi verið gerð miði að því að kortleggja og meta stærð lausna og aðgerða sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar, en þó ekki endilega fjárhagslega eftirsóknarverðar miðað við núverandi verðlag og regluverk. Markmið verkefnisins hafi verið að varpa ljósi á umfangi tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og að auka vitund um og skilning á orkunýtni. Notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku. Í ljós hafi komið að verulega skorti á gögn um orkunýtni á Íslandi, sem takmarkaði dýpt greiningarinnar og þeirra aðgerða sem hægt var að leggja til. „Meðal annars eru litlar opinberar upplýsingar um orkunotkun á framleiðslueiningu innan og milli ólíkra atvinnugreina hér á landi. Þessu var meðal annars mætt með því að kalla eftir upplýsingum beint frá ýmsum hagaðilum og eiga samtal við ólíka geira um möguleika þeirra til bættrar orkunýtni.“
Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira