Ráðgjafa- og skýrslukaup borgarinnar komin úr böndum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. nóvember 2023 15:01 Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Tugir milljóna fara einnig ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Í borgarstjórn í dag 21.11 er umræða „um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafakaupað beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins“. Aðkeypt þjónusta af þessu tagi er mismikil eftir sviðum. Það má glöggt sjá í hinu „opna bókhaldskerfi“ Reykjavíkurborgar sem er reyndar hvorki skýrt né gagnsætt. Þar er t.d. mjög erfitt að sjá einhverjar heildarupphæðir sem varið hefur verið í „ráðgjöf“ yfir skilgreint tímabil. Það er ekki hægt að draga ákveðinn lið út úr bókhaldslykli þegar á einn gjaldalykil er sett öll þjónusta sem tengist viðkomandi sérfræðingi óháð hvað hann er að gera, veita ráðgjöf eða annað. Eðli verkefna er ekki aðgreint. Svona á þetta ekki að vera Hvernig þetta er hjá borginni skýtur skökku við því markmið með reglugerð um reikningsskil sveitarfélaganna er að tryggja gagnsæi í reikningsskilum sveitarfélaganna, þ.m.t. með skýrri og glöggri lyklasetningu fylgiskjala. Bent hefur einnig verið á þá gríðarlegu fjármuni sem fara ekki einvörðungu í ráðgjöf heldur í alls kyns verkefnavinnu. Taka má dæmi um verkefni eins og talningu nagladekkja í Reykjavík eða að hámenntaði verkfræðingar eða aðrir sérfræðingar séu ráðnir til að halda utan um starfs- og stýrihópa og jafnvel skrifa fundargerðir. Fastakúnnar borgarinnar Meðal fastakúnna borgarinnar í þessum efnum er KPMG og Efla. Fulltrúi Flokks fólksins spurðist fyrir um aðkeypta vinnu Reykjavíkurborgar hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í kjölfar skýrslu fyrirtækisins um Borgarskjalasafn. Í þeirri skýrslu lagði KPPG m.a. til að Borgarskjalasafn yrði lagt niður. Af yfirliti yfir viðskipti við KPMG að dæma sem afhent var fulltrúa Flokks fólksins fyrir skemmstu er nokkuð ljóst að aðkeypt þjónusta frá þessu fyrirtæki er komin úr böndunum. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 41,5 milljón fyrir greiningarskýrslur/verkefni án þess að skýringar liggi fyrir um nauðsyn þeirra. Hvergi er hægt að finna í opnu bókhaldi haldbær rök um að fá þetta fyrirtæki til nákvæmlega þessara verkefna. Frá 2018 hefur KPMG fengið um 100 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir skýrslur. Hér er um eitt fyrirtæki að ræða af mun fleirum og má í því sambandi nefna Eflu. Við í Flokki fólksins leggjum áherslu á að skoða vandlega hvort ekki sé hægt að draga úr aðkeyptri vinnu eins og þessari og nýta þá frekar fjármagnið til að bæta þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa. Allir hljóta að sjá að velta þarf við hverri krónu ef borgin á að geta siglt út úr þeim ógöngum sem hún er nú í. Hægt er að fara ýmsar leiðir svo sem að skoða skipulagsbreytingar sem einfalda ferla og draga úr yfirbyggingu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem ráðnir eru einmitt vegna sinnar sérfræðimenntunar, sérþekkingar og reynslu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Tugir milljóna fara einnig ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Í borgarstjórn í dag 21.11 er umræða „um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafakaupað beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins“. Aðkeypt þjónusta af þessu tagi er mismikil eftir sviðum. Það má glöggt sjá í hinu „opna bókhaldskerfi“ Reykjavíkurborgar sem er reyndar hvorki skýrt né gagnsætt. Þar er t.d. mjög erfitt að sjá einhverjar heildarupphæðir sem varið hefur verið í „ráðgjöf“ yfir skilgreint tímabil. Það er ekki hægt að draga ákveðinn lið út úr bókhaldslykli þegar á einn gjaldalykil er sett öll þjónusta sem tengist viðkomandi sérfræðingi óháð hvað hann er að gera, veita ráðgjöf eða annað. Eðli verkefna er ekki aðgreint. Svona á þetta ekki að vera Hvernig þetta er hjá borginni skýtur skökku við því markmið með reglugerð um reikningsskil sveitarfélaganna er að tryggja gagnsæi í reikningsskilum sveitarfélaganna, þ.m.t. með skýrri og glöggri lyklasetningu fylgiskjala. Bent hefur einnig verið á þá gríðarlegu fjármuni sem fara ekki einvörðungu í ráðgjöf heldur í alls kyns verkefnavinnu. Taka má dæmi um verkefni eins og talningu nagladekkja í Reykjavík eða að hámenntaði verkfræðingar eða aðrir sérfræðingar séu ráðnir til að halda utan um starfs- og stýrihópa og jafnvel skrifa fundargerðir. Fastakúnnar borgarinnar Meðal fastakúnna borgarinnar í þessum efnum er KPMG og Efla. Fulltrúi Flokks fólksins spurðist fyrir um aðkeypta vinnu Reykjavíkurborgar hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í kjölfar skýrslu fyrirtækisins um Borgarskjalasafn. Í þeirri skýrslu lagði KPPG m.a. til að Borgarskjalasafn yrði lagt niður. Af yfirliti yfir viðskipti við KPMG að dæma sem afhent var fulltrúa Flokks fólksins fyrir skemmstu er nokkuð ljóst að aðkeypt þjónusta frá þessu fyrirtæki er komin úr böndunum. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 41,5 milljón fyrir greiningarskýrslur/verkefni án þess að skýringar liggi fyrir um nauðsyn þeirra. Hvergi er hægt að finna í opnu bókhaldi haldbær rök um að fá þetta fyrirtæki til nákvæmlega þessara verkefna. Frá 2018 hefur KPMG fengið um 100 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir skýrslur. Hér er um eitt fyrirtæki að ræða af mun fleirum og má í því sambandi nefna Eflu. Við í Flokki fólksins leggjum áherslu á að skoða vandlega hvort ekki sé hægt að draga úr aðkeyptri vinnu eins og þessari og nýta þá frekar fjármagnið til að bæta þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa. Allir hljóta að sjá að velta þarf við hverri krónu ef borgin á að geta siglt út úr þeim ógöngum sem hún er nú í. Hægt er að fara ýmsar leiðir svo sem að skoða skipulagsbreytingar sem einfalda ferla og draga úr yfirbyggingu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem ráðnir eru einmitt vegna sinnar sérfræðimenntunar, sérþekkingar og reynslu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun